Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 9 Byggjum réttlátt þjóðfélag Sendum félagsmönnum okkar og landsmönnum öllum baráttukveðjur í tilefni dagsins Stéttarfélag Vesturlands sendir félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra baráttukveðjur á 1. maí, alþjóðlegum baráttudegi verkafólks Aðrir Vestlendingar og landsmenn allir fá einnig baráttu- og hvatningarkveðjur. Byggjum réttlátt þjóðfélag! Stéttarfélag Vesturlands SK ES SU H O R N 2 02 0 Vinnuflokkur frá Malbikunarstöð- inni Höfða var síðastliðinn mið- vikudag staddur á Akranesi við mal- bikun Esjubrautar. Framkvæmd- ir við seinni áfanga gatnagerðar á Esjubraut frá gatnamótum Smiðju- valla og Dalbrautar að hringtorg- inu við Þjóðbraut hófst eftir hlé um miðjan apríl. Framundan er svo lokafrágangur við götuna, svo sem við umferðareyjar, gangstéttar, merkingar og fleira slíkt. Á meðan þeirri vinnu stendur verður Esju- braut lokuð frá innkeyslu við Húsa- smiðjuna að hringtorginu við Þjóð- braut. Einnig munu Smiðjuvellir og Dalbraut lokast við Esjubraut. Stefnt er að því að opna fyrir um- ferð að nýju í byrjun maí. mm Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Þá staðfesti Axel pétur Ax- elsson, sjálftitlaður þjóðfélagsverk- fræðingur, í viðtali í Fréttablaðinu 9. apríl síðastliðinn að hann hygð- ist bjóða sig fram til forseta Íslands. „Fyrsta sem ég mun gera ef ég verð forseti er að reka alla ríkisstjórnina eins og hún leggur sig,“ segir Axel pétur í samtali við Fréttablaðið. Þar með eru að minnsta kosti tveir sem lýsa yfir mótframboði gegn sitjandi forseta; Guðna Th Jóhannessyni, en Guðni hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til endurkjörs þegar kosið verður í júní. mm Maður féll af motocrosshjóli og slasaðist alvarlega í brautinni í Garðaflóa við Akranes að kvöldi síðasta fimmtudags. Björgunarfélag Akraness var kallað út til aðstoðar við að flytja hinn slasaða í sjúkrabíl. Þaðan var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar. mm Um nónbil síðastliðinn fimmtudag voru björgunarsveitir á Vesturlandi og suðvesturhorni landsins kall- aðar út til leitar að tíu ára dreng. Hann hafði orðið viðskila við for- eldra sína við Hreðavatn í Norður- árdal. Þegar mest var voru um tvö hundruð manns við leit. Tæpum þremur tímum síðar fannst dreng- urinn heill á húfi við Grábrók eftir ábendingar frá fólki sem sá til ferða hans. Hann var þá kominn um fimm kílómetra frá þeim stað sem hans var saknað. Veður var milt og gott í Norðurárdal og aðstæður til leitar því góðar. Við leitina var not- aður dróni og björgunarsveitar- menn voru auk þess með leitar- og sporhunda. Þá var búið að kalla eft- ir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæsl- unnar en sú beiðni var afturkölluð eftir að drengurinn fannst, heill á húfi eins og fyrr segir. mm Axel Pétur Axelsson. Ljósm. Fréttablaðið. Guðmundur Franklín og Axel bjóða sig fram til forseta Guðmundur Franklín Jónsson. Skjáskot af ávarpi sem hann flutti á Youtube. Esjubrautin malbikuð Slasaðist í motocrossbrautinni Umfangsmikil leit að tíu ára dreng Horft af Grábrók vestur um yfir Bifröst og Hreðavatn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.