Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 20208 Fresta álagningu vanrækslugjalds LANDIÐ: Álagningu van- rækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verð- ur frestað til 1. júní vegna CO- VID-19 faraldursins. Sam- gönguráðherra hefur staðfest þá ákvörðun. „Ákveðið var að framlengja fyrri ákvörðun um frestun álagningar vegna að- stæðna í samfélaginu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 kórón- aveirunnar. Samkomubann hef- ur verið í gildi og ekki verð- ur létt af fyrstu takmörkunum fyrr en 4. maí. Þá hafa marg- ar skoðunarstöðvar verið með skerta afgreiðslu eða lokaðar vegna ástandsins,“ segir í til- kynningu. Álagningin 1. apríl og 1. maí hefði tekið til eigenda þeirra bifreiða sem hafa 1 og 2 í endastaf og hefðu því átt að láta skoða ökutæki sín í janúar og febrúar. Álagningin tekur einn- ig til þeirra sem fóru með öku- tæki í skoðun sömu mánuði og áttu að fara í endurskoðun skv. ákvörðun skoðunarmanns ekki síðar en í lok febrúar (1) eða lok mars (2). Álagningu þess- ara gjalda verður því frestað til 1. júní. -mm Brotin rúða í skólanum SNÆFELLSBÆR: Þriðjudag- inn 21. apríl hafði skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar sam- band við lögreglu og greindi frá því að rúða á efri hæð skólans hefði verið brotin. Ekki er vitað hver þar var að verki. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 18.-24. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 25 bátar. Heildarlöndun: 131.158 kg. Mestur afli: Von ÍS: 23.609 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: 4 bátar. Heildarlöndun: 23.874 kg. Mestur afli: Óli G GK: 10.507 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: bátar. Heildarlöndun: 515.353 kg. Mestur afli: Málmey SK: 176.238 kg í einni löndun. Ólafsvík: 25 bátar. Heildarlöndun: 345.237 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 44.715 kg í þremur róðr- um. Rif: 18 bátar. Heildarlöndun: 392.429 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 90.022 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 13 bátar. Heildarlöndun: 45.600 kg. Mestur afli: Fjóla GK: 8.982 kg í sex róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Málmey SK - GRU: 176.238 kg. 21. apríl. 2. Sigurborg SH - GRU: 89.264 kg. 20. apríl. 3. Farsæll SH - GRU: 84.742 kg. 19. apríl. 4. Runólfur SH - GRU: 68.386 kg. 20. apríl. 5. Hringur SH - GRU: 66.331 kg. 22. apríl. -kgk Stórgripir á götunni VESTURLAND: Nokkuð var um tilkynningar um lausagöngu búfjár í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í liðinni viku. Bæði var tilkynnt um laus hross og naut á vegum. Til að mynda voru lausir nautgripir á Vestur- landsvegi á móts við Hrauns- nef á sunnudaginn. Var haft samband við bónda sem gekk í málið. Sama dag hafði verið tilkynnt um laus hross annars staðar í landshlutanum. Dag- inn eftir var síðan tilkynnt um tvo nautgripi á Snæfellsnesvegi skammt frá Dalsmynni. Haft var samband við bændur vegna þeirra. -kgk Ók út af BORGARBYGGÐ: Umferð- aróhapp varð þegar ökumað- ur ók út af Vesturlandsvegi við Galtarholt á mánudaginn. Öku- maðurinn missti bílinn talsvert langt út af veginum en náði að halda honum á hjólunum. Ekki urðu sjáanlegar skemmdir á bílnum, en þurfti að fá krana- bíl til að ná honum upp á veg- inn aftur. Engan sakaði. -kgk Heimilisófriður VESTURLAND: Að sögn lögreglu hafa borist nokkr- ar tilkynningar um heimilisó- frið undanfarna viku. Þó tek- ur lögregla skýrt fram að hér er ekki um að ræða heimilis- ofbeldi, heldur hávaða, fólk að skella hurðum, rifrildi og ösk- ur í heimahúsum. Hefur aðeins borið á tilkynningum um slíkan ófrið undanfarið. -kgk Með augun á skjánum AKRANES: Lögregla hafði af- skipti af ungum ökumanni sem var að fletta í gegnum símann á meðan hann ók bifreið sinni eftir Garðagrund á Akranesi í gær, þriðjudag. Slíkt athæfi er hreint ekki til fyrirmyndar, að sögn lögreglu, enda liggur 40 þús. króna sekt við því að nota síma undir stýri. -kgk Leggja til frystingu launa þingmanna ALÞINGI: Þingflokkur pírata hefur ásamt þingflokkum Sam- fylkingarinnar, Flokks fólksins og Andrési Inga Jónssyni, lagt fram frumvarp um að fella nið- ur launahækkun þingmanna og ráðherra frá 1. janúar 2020 og leiðrétta laun þeirra þannig að öll afturvirk réttindi frá þeim tíma falli niður. Með frumvarp- inu er einnig lagt til að laun þingmanna og ráðherra verði fryst fram yfir næstu alþingis- kosningar, eða til 31. desember 2021. Frumvarpið var sent á alla þingmenn með beiðni um með- flutning. „Flutningsmenn telja að með samþykkt frumvarpsins geti þingmenn sem þjóðkjörn- ir fulltrúar almennings brugðist við þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu að ráðamenn þiggi ekki launahækkanir á tímum CO- VID-19 heimsfaraldurs,“ segir í tilkynningu frá flutningsmönn- um frumvarpsins. -mm Búið er að leggja reiðveg frá Öl- valdsstöðum að Ferjubakka í Borg- arfirði. Auk þess hefur Vegagerðin unnið að lagningu reiðvegar milli Hvítárvalla og Hvanneyrar sam- hliða vegavinnu þar og er því kom- inn reiðvegur langleiðina frá Borg- arnesi og að Hvanneyri. „Það er núna reiðvegur meðfram malbik- inu en frá Ferjubakka að Hvítár- völlum er ekki reiðvegur en þar er malarvegur sem er alveg hægt að ríða,“ segir Guðlaugur Antonsson, formaður reiðveganefndar Hesta- mannafélagsins Borgfirðings, í samtali við Skessuhorn. Brynjar Bergsson frá Refsstöðum sá um að leggja þennan reiðveg fyrir hesta- mannafélagið en að sögn Guðlaugs er lagningu vegarins lokið en enn er nokkuð í að hann verði fullkom- inn. „Það þarf að þjappa hann betur og svo að fara með grjótmulnings- vél á hann þegar hann hefur jafn- að sig. En þessi kafli kostaði eina og hálfa milljón króna og pening- urinn sem úthlutað var í veginn er búinn. Við munum svo bara reyna að finna aur til að klára það sem eft- ir er,“ segir Guðlaugur og bætir við að vissulega sé þessi kafli kærkom- inn en að áfram sé þörf á reiðvegum víðar í sveitarfélaginu. arg Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út vegna sinubruna í Lundarreykja- dal klukkan 14 á mánudaginn. Eld- ur logaði á afmörkuðu svæði í landi Mávahlíðar, skammt frá gatna- mótunum við Götuás. Slökkvistarf gekk greiðlega og brann tæplega hálfur hektari. Lán var að hægviðri var í Borgarfirðinum, því ella hefði sinueldurinn hæglega getað farið yfir stórt svæði. mm/ Ljósm. Pétur Davíðsson. Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna auk- inna verkefna í tengslum við CO- VID-19. Fjárveitingin verður nýtt til að ráða 35 einstaklinga til starfa, tímabundið til sex mánaða, en mik- il þörf er fyrir aukinn mannafla hjá stofnuninni. Þá verður ýmis stoð- þjónusta efld, svo sem tölvuþjón- usta og upplýsingagjöf um ýmsa tölfræði, auk þess sem mikilvægt þykir að vinna spár um ástand og horfur á vinnumarkaði til fram- tíðar litið. Vinnumálastofnun mun leggja upp með að ráða sem flesta til þessara starfa úr hópi skráðra at- vinnuleitenda hjá stofnuninni. Vinnumálastofnun höfðu í síð- ustu viku borist 33.800 umsóknir um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opn- að var fyrir umsóknir um úrræðið 25. mars síðastliðinn. Það sem af er apríl höfðu stofnuninni jafnframt borist um 2.200 umsóknir frá ein- staklingum sem eru að fullu skráð- ir án atvinnu sem er viðbót við þá 14.200 einstaklinga sem þegar voru að fullu skráðir án atvinnu í lok mars. Miðað við núverendi for- sendur munu því um 50.000 ein- staklingar fá greiddar atvinnuleys- isbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli í lok apríl. Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og barnamálaráðherra, seg- ir COVID-19 faraldurinn hafa gríðarleg áhrif á vinnumarkað- inn. „Heilu atvinnugreinarn- ar eru lamaðar og ljóst er að sá fjöldi fólks sem mun þurfa að nýta sér þjónustu Vinnumálastofn- unar er án fordæma. Þetta hefur haft í för með sér gríðarlegt álag á stofnunina og því nauðsynlegt að styrkja frekar þjónustu henn- ar. Í öllum okkar aðgerðum er það fyrst og fremst skylda okkar að tryggja stöðu heimilanna og fram- færslu fjölskyldna í landinu og það ætlum við að gera,” segir Ásmund- ur Einar. mm Búið er að leggja reiðveg frá Ölvaldsstöðum að Ferjubakka í Borgarfirði. Ljósm. Ingvar Þór Jóhannsson. Kærkomnir reiðvegir verða til í Borgarfirði Sinueldur við Götuás Atvinnuleysi eftir sveitarfélögum á Vesturlandi í mars 2020. Heimild: Vinnumálastofnun. Um fimmtíu þúsund manns fá greiddar atvinnuleysisbætur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.