Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 11
Starfsmannafélag Dala– og
Snæfellsnessýslu
Sendum félagsmönnum okkar og öllu launafólki
baráttukveðjur í tilefni dagsins.
Byggjum réttlátt þjóðfélag!
Stofnað 8. mars 1987
BARÁTTUKVEÐJUR
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
0
www.vlfa.is
Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar.
Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði.
Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi.
Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar.
Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri.
Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er
þeim að blæða út.
Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð.
Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum.
Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið.
Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja
okkur vera hryðjuverkamenn.
Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta
trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar.
Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að
gera og hvað hyggist þið gera.
Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt
við.
Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan
rannsókn fer fram á hruni bankakersins.
Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og
einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki.
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness
skorar á ríkisstjórn Íslands
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness
www.vlfa.is
Verkalýðsfélag Akraness
Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is
Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | skrifstofa@vlfa.is
Verkalýð félag Akr ness óskar
félagsmönnum sínum, sem og
launafólki öllu til hamingju
með baráttudag verkalýðsins
Atvinnuvegaráðherrarnir Kristján
Þór Júlíusson og Þórdís Kolbrún R
Gylfadóttir hafa undirritað samn-
ing um sameiginlegt kynningar átak
stjórnvalda og atvinnulífs um að
verja störf og auka verðmætasköp-
un undir heitinu; Íslenskt – gjör-
ið svo vel. Ríkið mun leggja 100
milljónir króna til verkefnisins sem
verður nýtt í fjármögnun á hönnun,
framleiðslu og birtingu kynningar-
efnis. Markmið samningsins er að
móta og hrinda í framkvæmd sam-
eiginlegu kynningarátaki sem mið-
ar að því að hvetja landsmenn, al-
menning og fyrirtæki til viðskipta
við innlend fyrirtæki á fjölbreytt-
um sviðum, við val á framleiðslu,
vörum og þjónustu. Með því verði
lögð áhersla á mikilvægi þeirrar
keðjuverkunar og þeirri hringrás
sem verður til við val á m.a. inn-
lendri framleiðslu- og þjónustu-
starfsemi sem stuðlar að því að at-
vinnustarfsemi helst gangandi, störf
almennings eru varin, efnahagsleg-
ur stöðugleiki eykst og verðmæta-
sköpun er aukin.
Auk atvinnuvegaráðuneytisins
standa að samningnum Samtök
atvinnulífsins, Samtök iðnaðar-
ins, Samtök verslunar og þjónustu,
Samtök ferðaþjónustunnar, Sam-
tök fyrirtækja í sjávarútvegi, Sam-
tök fjármálafyrirtækja, Samorka og
Bændasamtök Íslands. mm
Liður í efnahagsaðgerðum stjórn-
valda vegna kórónafaraldursins
er sérstakt átak til að fjölga tíma-
bundnum störfum fyrir námsmenn,
18 ára og eldri, sem eiga takmark-
aðan eða engan rétt til atvinnu-
leysisbóta. Til þess verkefnis verð-
ur varið 2,2 milljörðum króna og
er markmiðið að skapa um 3.000
tímabundin störf fyrir námsmenn
hjá opinberum stofnunum í sumar.
„Þessi sumarstörf munu skipta
sköpum fyrir námsmenn og leitast
verður við að stuðla að fjölbreytni
þeirra. Þetta verða samfélags-
lega mikilvæg verkefni sem munu
gagnast okkur til framtíðar, þannig
er ráðgert að störf muni til dæm-
is bjóðast á sviði rannsókna, skrán-
ingar af ýmsu tagi, umönnunar og
umhverfisverndar,“ segir Lilja Al-
freðsdóttir, mennta- og menning-
armálaráðherra.
Jafnframt verður 300 milljónum
kr. veitt aukalega í Nýsköpunarsjóð
námsmanna en í hann geta háskóla-
nemar í grunn- og meistaranámi
sótt um styrki sem og sérfræðing-
ar innan fyrirtækja, stofnana og
háskóla sem óska eftir að ráða há-
skólanema í sumarvinnu við rann-
sóknir. Styrkirnir miðast við laun
í þrjá mánuði og verður áhersla í
styrkveitingum á frumkvöðlastarf
og nýsköpun.
mm
Atvinnuvegaráðherrar en á skjánum fyrir aftan þau er Gunnar Þorgeirsson, for-
maður stjórnar Bændasamtaka Íslands.
Kynningarátak til hvatn-
ingar um að velja íslenskt
Námsfólk við starfsstöðvar Orku náttúrunnar. Ljósm. úr safni.
Þrjú þúsund sumar-
störf fyrir námsmenn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra kynnti á blaðamannafundi
í gær þriðja aðgerðapakka rík-
isstjórnarinnar vegna Covid-19
efnahagshrunsins. Fram kom hjá
henni að hlutastarfaleiðin verður
framlengd óbreytt út júní, en átti
áður að renna út eftir mánuð. Eft-
ir júní verður þó áfram opið fyrir
möguleika á greiðslum út á hluta-
starfaleiðina en þó þannig að há-
marki verður hægt að fara fram á
að 50% starfshlutfall launafólks
verði greitt úr ríkissjóði. Þá kynnti
Katrín að farið verið í að einfalda
reglur um fjárhagslega endur-
skipulagningu fyrirtækja þannig að
fyrirtæki komist í skjól á einfald-
ari máta en nú er mögulegt. Loks
sagði hún að fyrirtækjum verði
gert kleift að sækja um stuðning
til að standa undir greiðslum launa
á uppsagnarfresti, allt að 463 þús-
und krónur eða 80% af launum. Sá
möguleiki á við um fyrirtæki sem
hafa orðið fyrir 75% tekjufalli eða
meira eftir að faraldurinn reið yfir.
Stór hluti fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu fellur í þann flokk. Fram kom
í máli Katrínar að af þeim 35 þús-
und einstaklingum sem eru nú í
lækkuðu starfshlutfalli starfa um
14 þúsund þeirra í ferðatengdum
greinum.
Nú verður að sögn Katrínar
farið í að semja frumvörp til að
fylgja þessum aðgerðum ríkis-
sjórnarinnar eftir. mm
Skjáskot af útsendingu RUV þar sem Katrín Jakobsdóttir kynnti þriðja efnahags-
pakka ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Komið verður til móts við
ferðaþjónustufyrirtæki