Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Page 13

Skessuhorn - 29.04.2020, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 13 Minnum á að Kjölur og fleiri félög verða með dagskrá á Sjónvarpsstöðinni N4 kl. 13. á baráttudeginum 1. maí Á fimmtudaginn í síðustu viku barst útkall til björgunarsveitanna í Borg- arfirði um leit að tíu ára dreng sem hafði týnst við Hreðavatn. Rolando Díaz félagi í Björgunarsveitinni Heiðari er búsettur á Bifröst og var hann því fyrsti björgunarsveita- maðurinn á vettvang og tók hann með sér nýlegan dróna sem sveitin hefur fest kaup á, en hann er búinn fullkominni hitamyndavél. Að sögn Rolandos hefur það færst í vöxt að björgunarsveitir noti dróna við leit að týndu fólki. „Ég hef líka not- að drónann til að leita að kindum og svo hundum sem hafa týnst hér í sveitinni,“ segir Rolando í sam- tali við Skessuhorn. Á fimmtudag- inn fór hann með drónann beint niður að Hreðavatni og leitaði í kringum vatnið og á gönguleiðum þar í kring, en í fyrstu var óttast að drengurinn hefði jafnvel farið í vatnið. „Við þurftum ekki að nota hitamyndavélina í þetta skiptið en hún gæti komið að mjög góðum notum síðar, sérstaklega í myrkri,“ segir hann. „Þessir drónar eru ótrú- lega mikilvæg tæki við svona leit og ég held að flestar björgunarsveitir séu komnir með svona tæki í sinn tækjakost,“ segir hann. arg Framkvæmdir standa nú yfir á lóð Dvalarheimilis aldraðra í Stykk- ishólmi. Um er að ræða sam- starfsverkefni Stykkishólmsbæjar, KpMG og Snæfells, en BB & synir eru verktakar í verkinu. Fyrr í mán- uðinum fór körfuknattleiksfólk í Snæfelli og tók upp gömlu hellurn- ar fyrir framan húsið, eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni og greiddi KpMG körfuknattleiks- deildinni fyrir unnin handtök. Að sögn Jakobs Björgvins Jak- obssonar, bæjarstjóra í Stykkis- hólmi, felst sú vinna sem er í gangi núna í því að skipta um hellur við inngang dvalarheimilisins, endur- nýja gangstétt og koma fyrir nýju snjóbræðslukerfi undir öllu sam- an. „Þannig verður snjóbræðsla frá innganginum, út að og fyrir framan bílastæði við húsið og einnig verð- ur komið fyrir nýjum forsteyptum sorptunnuskýlum. Þá mun fram- kvæmdin einnig bæta aðgengi að sólpalli sem hollvinasamtök dval- arheimilisins byggðu síðasta sum- ar. Þetta er nokkuð umfangsmik- il framkvæmd í sjálfu sér og mun bæta aðbúnað til muna fyrir þá sem þarna búa,“ segir Jakob í samtali við Skessuhorn. Um er að ræða framhald á fram- kvæmdum sem hófust á síðasta ári. „Aðeins var hiti undir hluta þess svæðis sem nú er verið að taka í gegn, til dæmis var ekki snjó- bræðsla næst bílastæðunum. Svo var kerfið bara orðið lúið og bræddi ekki nógu vel. Þannig að það var ákveðið að taka þetta bara allt sam- an í gegn í beinu framhaldi af þeim framkvæmdum sem voru á svæðinu í fyrra og sættum við lagi nú þegar tekið var fyrir heimsóknir á dvalar- heimilið, í samræmi við leiðbein- ingar sóttvarnaryfirvalda, að klára þetta verkefni,“ segir bæjarstjórinn og bætir því við að bæjaryfirvöld hafi lagt áherslu á það undanfarin ár að bæta aðbúnað við dvalarheim- ilið. „Á undanförnum 18 mánuðum höfum við kostað um 45 milljónum til framkvæmda og viðhalds í og við heimilið. Nú er þessari vinnu, sem hófst þarsíðasta vetur, að ljúka með myndarlegri hellulögn og hita und- ir öllu saman,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson að endingu. kgk Unnið á lóð Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi á föstudaginn. Ljósm. sá. „Mun bæta aðbúnað til muna“ Framkvæmdir í gangi á lóð Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi Drónar nú fáanlegir með hitamyndavélum Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.