Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Síða 7

Skessuhorn - 29.04.2020, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 7 Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 02 0 Bókasafn Akraness opnar á ný þann 4. maí 2020 Að því tilskyldu að ekki séu fleiri á safninu en 50 manns, þ.m.t. starfsfólk safnsins og að tryggt sé að tveir metrar séu milli fólks og vel hugað að hreinlæti og sótthreinsun. Skiladagur bóka og annarra safngagna hefur verið • færður til 14. maí og engar sektir reiknast á því tímabili sem safnið hefur verið lokað Við biðjum viðskiptavini að nota sjálfsafgreiðsluvél • við skil á safngögnum Öll safngögn verða hreinsuð áður en þau fara aftur • í umferð Bókasafnskort eru ókeypis fyrir Akurnesinga út • árið 2020 Svöfusalur er opinn á ný • Afgreiðslutími: mánudaga - föstudaga kl. 12-18. Sjálfsafgreiðsla – engin þjónusta milli kl. 10-12. Verið velkomin Bæjarbókavörður Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Í Hvalfjarðarsveit hefur verið unn- ið að skipulagi og hönnun á opnu svæði í Melahverfi. Á fundi sveit- arstjórnar 21. apríl síðastliðinn var samþykkt að auglýsa tillögu að opna svæðinu og kalla eftir ábend- ingum og athugasemdum íbúa. Til- lagan er hönnuð af Þóru M Júlí- usdóttur. „Melahverfið er nokk- uð miðsvæðis í Hvalfjarðarsveit og grænt svæði þar getur þjónustað allt sveitarfélagið sem samkomu- staður fyrir ýmsa viðburði,“ segir í tillögunni. Þar er lagt til að í austari hluta Melahverfisins verði hann- aður samkomustaður og leikvöllur. Þá er gert ráð fyrir rólegra svæði við safntjörn þar sem hægt verð- ur að busla og leika sér á sumrin og jafnvel skauta á veturna mynd- ist þar svell. Á samkomusvæðinu er gert ráð fyrir torgi með skjólbelti til vesturs til að taka mestan vind í vestanáttinni á sumrin. Þá verður þar pallur með hátalarkerfi í vestari enda samkomusvæðisins og í þeim austari er gert ráð fyrir vegvísi sem myndar sólúr. Einnig er ætlunin að það verði grillhús við samkomu- svæðið þar sem auðvelt er að fylgj- ast með því sem fram fer á sviðinu. Hóll sem mun skilja að sam- komusvæðið og leiksvæðið getur einnig verið notaður sem setusvæði fyrir torgið og svo skemmtileg- ur leikhóll fyrir þá sem eru á leik- svæðinu. Á leiksvæðinu er gert ráð fyrir leiktækjum sem verða varin fyrir norðanáttinni með skjólbelti. Tækin munu frekar vera fyrir eldri börn svo þau yngri geti haft leik- svæði leikskólans meira fyrir sig. Við enda hólsins verður komið fyrir bekki og klifurgrind. Svæðið verður svo tengt norður með gönguleiðum sem gefur færi á að frekari afþrey- ingu, hundagerði, hlaupaleið inn í sveitir og fleira. Íbúar eru hvattir til að koma á framfæri öllum ábend- ingum og athugasemdum sem þeir kunna að hafa varðandi svæðið fyrir 13. maí með bréfi eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is. arg/ Teikning: Þóra M Júlíusdóttir. Tillaga að opnu svæði fyrir íbúa í Hvalfjarðarsveit • • • SK ES SU H O R N 2 01 8

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.