Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 15 Þórdís Sif í sjósundi við Brákarey í Borgarnesi. Aðspurð um hvort Borgarnes sé svipað því sem æskuminningarnar sögðu, svarar Þórdís Sif því til að vissulega hafi hún velt því fyrir sér þegar hún var í umsóknarferli að starfi sveitarstjóra hvernig það hafi þróast. „Sveitarfélagið er nú orðið miklu stærra en það var þegar ég var að alast upp. En það er jákvætt að hingað er fólk að flytja. Ekki bara að ég og fleiri sem hér ólumst hér upp séum að snúa aftur, heldur er margt fólk sem ekki á hér ræt- ur að velja Borgarbyggð til búsetu. Við þurfum bara að vera duglegri að tala um það hvers vegna það er gott að búa hérna, en sveitarfélagið hefur marga ótvíræða kosti sem staður til búsetu.“ Áskoranir samhliða breyttum veruleika Sveitarfélög hvarvetna um land- ið hafa þurft að taka upp krísu- stjórnun nú eftir að Covidfaraldur- inn hóf innreið sína. „Sveitarfélög víðsvegar um landið hafa þurft að takast á við gjörbreyttar forsend- ur í allri áætlanagerð og stefnu- mótun. Sveitarfélögin fá aðstoð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og stjórnvöldum og allt er unnið samkvæmt ákveðnu kerfi sem að- lagað er að hverjum stað. Þannig var ég búin að kynnast því hjá Ísa- fjarðarbæ áður en ég söðlaði um og ákvað að flytja mig yfir í Borg- arbyggð. Hingað kem ég og verð hluti af góðu teymi sem saman- stóð bæði af sveitarstjórnarfólki og starfsfólki Ráðhússins sem og öllu því góða fólki sem starfar hér fyrir sveitarfélagið. Hér í Borgarbyggð er verið að glíma við nákvæmlega sömu áskoranir og hvarvetna ann- ars staðar á landinu, en lausnirnar eru kannski ólíkar eftir eðli sveitar- félaga, atvinnumynstrinu og slíku. Á Ísafirði getur það haft mikil áhrif á sveitarsjóð ef skemmtiferðaskipin koma ekki í ár. Hér í Borgarbyggð er sömuleiðis öflug ferðaþjónusta sem vissulega verður fyrir áfalli þegar erlendir ferðamenn hætta að koma og fyrirtækin lenda í tekju- falli. Hér hefur verið mikil upp- bygging í ferðaþjónustu á síðustu árum og því má gera ráð fyrir að fyrirtæki séu mörg hver með þunga bagga. Það er mikið atvinnuleysi í augnablikinu í Borgarbyggð vegna skorts á ferðamönnum og samko- mubanni. Ég vona svo innilega að við stöndum ekki uppi með skort á vinnuafli þegar ferðaþjónustan kemst aftur í gang þar sem margt erlent fólk með góða reynslu hafi farið til síns heima. En til að bregð- ast við ástandinu erum við sem sveitarfélag að láta kortleggja fyrir okkur þau hagrænu áhrif sem aukið atvinnuleysi hefur í för með sér. Til dæmis skiptir Borgarbyggð mjög miklu máli hvernig Jöfnunarsjóður sveitarfélaga getur brugðist við, en sökum landstærðar og fjölda skóla á Borgarbyggð mikið undir jöfn- unarframlögum úr sjóðnum. Þann- ig að framundan er mikil áskorun í allri stefnumótun og ótvírætt þarf að uppfæra allar tekju- og kostnað- aráætlanir sveitarfélaga í ljósi for- sendubrests,“ segir Þórdís Sif. Lán að staða sveitar- sjóðs er sterk „Ég sé að hjá Borgarbyggð hefur verið góður rekstur undanfarin ár og markvisst verið unnið eftir áætl- anagerð sem fylgt hefur verið eft- ir. Nú er því búið að koma skulda- hlutfalli sveitarfélagsins niður fyr- ir fimmtíu prósent sem gerir stöðu sveitarsjóðs sterka til að takast á við breyttar forsendur. Það er kostur nú þegar ljóst er að tekjur munu dragast mikið saman og útgjöld á sama tíma aukast. Við munum nú einbeita okkur að viðhaldsverkefn- um, fjölga sumarstörfum og fjöldi tillagna að aðgerðum bíður sveitar- stjórn að ákveða á næstu dögum og vikum. En ég er mjög ánægð með fyrstu kynni mín af fólki í sveitar- stjórn og hér er fólk vel inni í öll- um málum og tekur virkan þátt í ákvarðanatöku,“ segir hún. Stefna að samþættingu ljósleiðara og rafmagns Þórdís segir að sú reynsla sem feng- ist hefur af fundafyrirkomulagi á dögum kórónaveirunnar eigi eft- ir að reynast vel þegar fram í sækir. „Það er mikið búið að funda á net- inu á síðustu vikum og það hefur hjálpað að margir eru vel nettengd- ir. Við erum því að læra af Covid nýja starfshætti sem ég lít svo á að muni skapi sóknarfæri til framtíðar og byggja undir störf án staðsetn- ingar. Hugsanlega mun þessi þró- un því ýta undir að fólk flytji út á land og nýti þá kosti sem dreifbýl- ið hefur umfram þéttbýlið. Borgar- byggð er eitt af síðustu sveitarfé- lögum landsins til að ljúka ljósleið- aravæðingu. Nú eru áætlanir uppi um að því verki ljúki á næsta ári og vonandi mun takast samhliða því að ljósleiðari verði plægður niður, að flýta þriggja fasa rafvæðingu sam- hliða í sveitunum. Nú eru allavega hafnar viðræður við ríkisvaldið og Rarik um að samþætta þessi tvö verkefni og spara með því bæði tíma og fjármuni.“ Bæta verkferla Þórdís Sif tekur undir að starf sveit- arstjóra sé í eðli sínu fremur ótryggt starf þar sem ekki er alltaf á vísan að róa. Mörg dæmi á liðnum mánuð- um hafa sýnt það. Hennar hlutverk í upphafi segir hún vera að leiða stefnumótun til framfara. „Sveit- arfélög eiga alltaf að vera á tánum með að laga þjónustu við íbúa, bæta og breyta ef þarf. Það ferli er haf- ið hér í Borgarbyggð og unnið er við að móta ýmsa stefnu í þjónustu við íbúa, lagfæra ferla sem bæta má innan sveitarfélags og innleiða stefnuna með árangursríkum hætti meðal starfsfólks. Skilvirkni þjón- ustu er nauðsynleg og ef einhverju er ábótavant í þeim efnum, þarf að bæta úr. Mér finnst allir jákvæðir gagnvart þeirri vinnu, spila í sama liði, og vilja fylgja nýjum stefnum og straumum. Af því að fólk er til- búið að taka leiðsögn og bæta verk- ferla þar sem það hefur þurft, held ég að það verkefni verði ekki erfitt. Ég náttúrlega tek með mér ýmsa dýrmæta reynslu vestan úr Ísa- fjarðarbæ og tel mig hafa skilning á hvernig samstarf þarf að vera til að leiða af sér gott starf.“ Náttúrutengd hreyfing og útivist Þórdís Sif á tvö börn á grunnskóla- aldri, 9 ára dreng og 12 ára stúlku. Hún segir að það hafi komið vel út fyrir börnin að geta á tímum Co- vid samlagast jafnöldrum á nýjum stað í skrefum í ljósi þess að þau hafa einungis getað mætt í skólann suma daga en aðra daga vikunnar þurft að vinna heima. „Í skólanum er passað vel upp á að börnin leysi verkefni þó þau hafi þurft að vera heima. Það byggir þau bara upp að þurfa að starfa sjálfstætt og bætir sjálfsmynd þeirra til að takast á við verkefni síðar meir. Við tókum á leigu íbúð í gamla pósthúsinu hér við hlið ráðhúss- ins í Borgarnesi. Nú erum við búin að koma okkur fyrir og erum öll spennt fyrir framhaldinu. Það hentar mér vel að búa í bæ þar sem hægt er að fara gangandi milli staða og fjölbreytt útivist er í boði. Ég er mikið fyrir útiveru og almennt hreyfingu og reyni að nýta allan minn frítíma til útivist- ar og njóta náttúrunnar. Þannig er ég núna komin í besta sveitarfélag á landinu hvað það snertir. Ég er mikið á fjallahjóli og er auk þess strax farin að stunda sjósund með fleira fólki hér í Brákarey. Þá er nýbúið að stofna fjölmennan hóp á Facebook þar sem konur hvetja konur til þess að nýta náttúruna til heilsueflingar. Ég reyni að hafa börnin mín með í sem flest, þeim líður alltaf betur eftir smá úti- veru heldur en of langan tíma fyr- ir framan skjáinn. Ég hlakka til að starfa með íbúum í Borgarbyggð og trúi því að við getum öll unnið að því í sameiningu að gera Borg- arbyggð að enn betri stað til að búa á,“ segir Þórdís Sif Sigurðar- dóttir að endingu. mm/ Ljósm. úr einkasafni. Glaðbeitt að lokinni Fossavatnsgöngu. Þórdís er mikil útivistarmanneskja. Hér á fleygiferð á fjallahjólinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.