Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 202018 Íbúar í öllum sveitarfélögum lands- ins tóku síðastliðinn laugardag áskorun um að hreinsa rusl úr um- hverfinu á Stóra plokkdeginum, sem jafnframt gengur undir heitinu Dagur umhverfisins. Með litlum fyrirvara og án miðstýringar náð- ist að koma hópum af stað í öllum sveitarfélögum landsins og lyft var grettistaki í fegrun umhverfisins. Einar Bárðarson fór í broddi fylk- ingar og kveikti neista meðal íbúa hvarvetna á landinu og skilaði það sannarlega árangri. Tugum ef ekki hundruðum tonna var safnað með því að fólk gekk um með poka og tók upp allskyns rusl sem lá á víð og dreif í náttúrunni. „Síðustu vik- ur hafa kennt okkur sem samfélag að það er allt hægt. Við eigum ekki að vera meðvirk með sóðaskap og slæmri umgengni um sorp. Við eig- um að láta umhverfið okkar varða og okkur á alls ekki að vera sama,“ segir Einar Bárðarson. Svo skemmtilega vildi til að á Akranesi var Stóri plokkdagurinn jafnframt árlegur umhverfisdagur ÍA og Akraneskaupstaðar. Harð- duglegir krakkar og fjölskyldur þeirra plokkuðu rusl um allan bæ frá því klukkan tíu um morguninn og skiluðu góðu dagsverki í frá- bæru veðri. Svipað var uppi á ten- ingnum víðsvegar um Vesturland. Meðfylgjandi eru nokkrar mynd- ir héðan og þaðan af Vesturlandi. Íbúar hvarvetna mega sannanlega vera stoltir. Afraksturinn er fallegri sveitir og snyrtilegri bæir þar sem öllum á að geta liðið betur. mm Fjölmargir íbúar á Vesturlandi tóku þátt í plokkdeginum Salbjörg og Friðgeir plokkuðu eftir vinsælu gönguleiðinni meðfram sjónum við Nesveginn í Grundarfirði. Tveir fullir ruslapokar og ekki allt búið. Salbjörg sagði samt að það hefði verið meira þar í fyrravor. Ljósm. Grundarfjörður. Móðir og þrjú börn voru að hreinsa framan við Kvikk á Akranesi á laugardaginn, gul og glöð. Sögðust vera í umboði fótboltans og fimleikanna, en Íþróttabandalag Akraness var samstarfsaðili Akraneskaupstaðar í hreinsun bæjarins. Rut Rúnarsdóttir í Grundarfirði sagði að hún og Logi hafi plokkað aðeins í labbitúrnum, en fallist hendur á göngustígunum við leikskólann. Pokinn fór því í næstu ruslatunnu og þau að leika. Ljósm. Grundarfjörður. Rannveig Lind og Björg Fríður Freyja dóttir hennar tóku náttúruhreinsigöngu í bliðskapar veðri í Borgarnesi. Plokkuðu þær frá Hrafnrakletti og meðfram þjóðveginum til norðurs. Hreinsuðum þær m.a. plastið af hestagirðingunni og hrossagaukurinn þakkaði fyrir sig með söng. Ljósm. Björg Fríður Freyja. Hér hefur ekki verið slegið slöku við. Frískir krakkar á Akranesi með ruslið. Ljósm. ÍA. Hjónin Guðjón og Karen Ösp plokka hér við Akratorg á Akranesi. Ljósm. ÍA. Hjónin Dýrfinna Torfa og Guðjón Brjánsson tóku laugardaginn snemma og tóku virkan þátt í hreinsunarstörfum. „Við hjónin vorum komin á stjá og í fjöruna við Elínarhöfða um klukkan 8:30 með allar græjur og plokkuðum allt hvað af tók til hádegis. Fylltum hvern pokann á fætur öðrum af fjölbreytilegum lausamunum, stórum og smáum, sem höfðu lokið hlutverki sínu,“ sagði Guðjón. Hann segir að áhugavert hafi verið að sjá hversu mikið af skósólum og gúmmí-skóhælum rötuðu í pokana. „Góð hreyfing að klöngrast í fjörunni á aðra hönd og svo í móum og skurðum þess á milli, næg verk að vinna,“ sagði Guðjón. Ljósm. DT. Hrannar Pétursson hafnarvörður í Stykkishólmi og Símon Már Sturluson fiskuðu um 70 fríholt upp úr höfninni. Ljósm. sá. Þetta rusl kom úr fjörunni við Innstavogsnes við Akranes. Systurnar Valgerður og Elísabet Stefánsdætur tóku sig til og hreinsuðu fjöruna en þarna er mikil náttúruperla. Ljósm. Valgerður S á Facebook. Þessir hressu krakkar á Kríubóli í Snæfellsbæ tóku forskot á Dag umhverfisins og plokkuðu nágrenni leikskólans á Hellissandi á föstudaginn. Ljósm. Snæfellsbær.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.