Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vak- in á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@ skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birt- ist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Lausn á síðustu krossgátu var: „Allt sem kemur aftur fer.“ Hepp- inn þátttakandi er Hallbera Fríður Jóhannesdóttir, Sólundarhöfða 7 á Akranesi. Kúnst Gekk Átt Dugur- inn Finna leið Gnæfir Kögur Dugur Par Hætta Nöldur Eign Álit Hryðja Orð- rómur Kelda Skera 1500 Svertir Heimild 50 Indæll 6 Botn- fall Læra Fliss Krap Þar til Óþekkur Harma Tíu Ískra Hnoð Örlæti Hraði Bætir 5 Jaðar Átt Of lítið Bunga Linir Slingar Nót Goð 2 Vanta Dvelja Blaður Nögl Þefa Korn Glöð Snjó- koma Eins um V Frú Móða Prests- frú Fæða Klípa 10 Virða Fæða Afl Ört Iðin 4 Fæddu Jötunn Beiskja Óregla Áhald Skinn- poka Amboð Tilbúið Hælir Átt Sterkja For- faðir 3 eins Kæpa Spil Stráir Leit Askar Erfiði Suddi Óttast Agn Múli Aðstoð Nestis- poki Næði 1 Útjörð Vein Fasið Naut Áhöld 3 Ónáða Vær Til Stappa 1 2 3 4 5 6 K O M U M A Ð U R Á S G A T A F L N A M M Ó S K A G Á N U M I N A S K A R U N A K R Æ S I N N O F L Æ T I L V I T E R N A M Á M I Ð I Í Ð U P P G I L S T O F N Á S A R A A A N T A K Ó S Ó H N E I S T A R S K I P U N S P Y R P Ú Ý S P I L R É N A R J Á T A R E P L I Ð A R I A R T Á L U K K A S T N Ý A L T D L I T U K T A T Ó Ó F E I A N R Ó A F L A N D U R A G N I R S T Ó R A R M A S F L Ö K T A U R Ó Ó S K R U M L U K N Ú S A Ð I A Á M A T H A A R Á T A K A L L T S E M K E M U R A F T U R F E R L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Við lok síðasta árs féll frá á 93. ald- ursári Magnús Óskarsson fyrrum kennari og tilraunastjóri við Land- búnaðarháskóla Íslands. Magnús helgaði skólanum allan sinn starfs- aldur og bar hag hans einatt fyrir brjósti. Nýverið kom í ljós að Magn- ús arfleiddi Landbúnaðarháskólann að öllum sínum eignum, en áætlað er að þær nemi um 200 milljónum króna. Frá þessu var greint í Bænda- blaðinu í síðustu viku, sem ræddi við Ragnheiði I Þórarinsdóttur rektor skólans af þessu tilefni. Hún segir að gjöfin sé rausnarleg og komi að góðum notum fyrir skólann. Arfin- um fylgir það skilyrði að fjármun- irnir verði nýttir til að styrkja og styðja við starfsemi sem tengdist störfum Magnúsar við skólann svo sem að byggja upp aðstöðu til rann- sókna og kennslu á sviði jarðræktar- fræða, umhverfisfræða og landnýt- ingar. Arfinn má einnig nota til að efla íþróttaaðstöðu við skólann eða verknámsaðstöðu á Hvanneyri. Í minningarorðum sem Magnús B Jónsson fyrrum skólastjóri á Hvann- eyri ritaði í Skessuhorn í byrjun þessa árs fór hann stuttlega yfir ævi- feril Magnúsar Óskarsson sem fædd- ur var 1927: „Magnús Óskarsson lauk búfræðiprófi frá Bændaskól- anum á Hvanneyri 1950 og búfræ- ðikandidatsprófi frá sama skóla árið 1953. Á árunum 1953-55 var hann við nám og störf í Danmörku en réðist til starfa við Bændaskólann á Hvanneyri árið 1955 og starfaði þar allan sinn starfsferil sem kennari og tilraunastjóri. Magnús var virtur og dáður kennari og með sínu hógværa fasi og látlausa viðmóti ávann hann sér virðingu nemenda og traust. Á sviði rannsókna og tilrauna- starfs naut Magnús ekki síður virð- ingar samferðamanna. Nákvæmni í vinnubrögðum og skilvirkni voru hans aðalsmerki. Þá var hann frum- kvöðull og óragur við að prófa nýjar og áður óþekktar tegundir einkan- lega á sviði matjurta. Hann samdi kennslubækur fyrir bændaskólana og ritaði fjölda greina um jarðrækt og matjurtarækt auk þess að flytja erindi og fyrirlestra á ráðstefnum landbúnaðarins. Auk starfa sinna við kennslu og rannsóknir var Magnús virkur á sviði félagsmála bæði fyrir sam- félag sitt og á fagsviði sínu. Hann sat í hreppsnefnd Andakílshrepp um sextán ára skeið. Átti sæti í Tilraunaráði landbúnaðarins og Búfræðslunefnd um árabil auk fjölda nefnda um margvísleg mál- efni bæði félagsleg og fagleg. Þar eins og á sviði fræðanna naut hann virðingar og trausts. Með Magn- úsi Óskarssyni er genginn einn af máttarólpum í starfssögu Bænda- skólans á Hvanneyri og frumherji í íslenskri tilrauna- og ræktunar- sögu,“ skrifaði Magnús B Jóns- son. mm Ljósmyndasafn Akraness býður bæjarbúum að mæta á ljósmynda- sýning í glugga Bókasafns Akra- ness við Dalbraut. Settar verða upp tvær skemmtilegar myndir af Akranesi í viku hverri. Þær fyrstu fóru upp 24. apríl og munu hanga í glugganum í viku, en þá koma nýj- ar myndir upp. Í vinstra horni hvers ramma er „QR code“ sem hægt er að skanna með símanum sínum og fara þannig inn á viðkomandi mynd á vef Ljósmyndasafns Akraness, þar er hægt að skoða upplýsingar um myndina. „Nú á tímum veirunnar hafa Skagamenn verið duglegir að fara út að ganga og vonumst við til þess að þið munið hafa gaman af að gera gönguhlé við gluggann okkar og njóta,“ segir í tilkynningu. mm Í síðustu viku auglýsti Verkís, fyr- ir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, eftir tilboðum í fram- kvæmdir vegna byggingar fimm íbúða, ásamt starfsmannaaðstöðu, í nýjum búsetuþjónustukjarna fyr- ir fatlaða á Snæfellsnesi. Um er að ræða byggingu á einni hæð. Íbúða- kjarninn verður 440 fermetrar að grunnfleti og mun rísa á lóðunum Ólafsbraut 62 og 64 í Ólafsvík, en húsin sem þar voru fyrir voru rif- in síðla vetrar. Það er teiknistofan AVH á Akureyri sem hannar húsið. mm Arfleiddi Landbúnaðarháskólann að 200 milljónum króna Magnús Óskarsson (1927-2019). Kristinn Jens Kristinsson við aðra af myndum vikunnar. Ljósm. Bókasafn Akraness. Gluggaljósmyndasýning á bókasafni Útboð á íbúðakjarna fyrir fatlaða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.