Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 20206
Landsmóti UMFÍ
50+ frestað
BORGARNES: Stjórn UMFÍ
hefur ákveðið að fresta Lands-
móti UMFÍ 50+ og Íþrótta-
veislu UMFÍ sem halda átti í
júní í sumar. Nýjar dagsetning-
ar verða tilkynntar um leið og
þær liggja fyrir, segir í tilkynn-
ingu sem barst í gær. Landsmót
UMFÍ 50+ átti að halda í Borg-
arnesi dagana 19. – 21. júní en
Íþróttaveisla UMFÍ átti að vera
helgina eftir. -mm
Hraðakstur að
aukast
VESTURLAND: Umferð-
armál hafa verið áberandi í
umdæmi Lögreglunnar á Vest-
urlandi undanfarna viku. Sér í
lagi hefur hraðamálum fjölgað
frá því sem verið hefur undan-
farið og hafa ýmsar tölur sést við
hraðamælingar síðustu vikuna.
Sá sem hraðast ók var mældur
á 153 km hraða á klst. á Vestur-
landsvegi á móts við Gröf. Öku-
maður játaði sök. Hann þarf að
reiða fram 210 þús. krónur í
sekt, fær þrjá punkta í ökufer-
ilsskrá og verður sviptur öku-
réttindum í mánuð. Þá var öku-
maður stöðvaður á 58 km/klst. á
30 götu í vikunni. Var hann ekki
með ökuskírteini meðferðis og
var sektaður um samtals 50 þús.
krónur. Lögregla segir áhyggju-
efni að með hækkandi sól virðist
fólk vera farið að keyra hraðar
en undanfarið og segir að öku-
menn megi búast við því að fara
að sjá myndavélabílinn á ferð-
inni á næstunni. Þá bárust lög-
reglu allnokkrar tilkynning-
ar um rásandi aksturslag öku-
manna í umdæminu. Síðastlið-
inn miðvikudag var ökumaður
stöðvaður þar sem hann reynd-
ist aka eftir að hafa verið svipt-
ur ökuréttindum. Á hann yfir
höfði sér kæru vegna þessa. Enn
fremur voru nokkrir ökumenn
sektaðir í vikunni fyrir að vera
ekki með ökuskírteini meðferð-
is við aksturinn. -kgk
Fauk milli bíla
HVALFJSV: Óhapp varð
á Innnesvegi á föstudag-
inn þegar trampólín fauk af
palli eins bíls á annan bíl.
Skemmdist síðarnefnda bif-
reiðin töluvert, að sögn lög-
reglu. Ökumaðurinn sem var
að ferja trampólínið hafði
ekki bundið það niður og á
yfir höfði sér kæru fyrir að
tryggja ekki farm. -kgk
Dópaður og
drukkinn
HVALFJSV: Tilkynnt var
um rásandi aksturslag öku-
manns á Vesturlandsvegi kl.
20 á föstudagskvöld. Lög-
regla stöðvaði för manns-
ins norðanmegin Hval-
fjarðargangna. Ökumaður-
inn var látinn blása og blés
yfir mörkum. Sömuleiðis gaf
fíkniefnapróf jákvæða svör-
un við neyslu amfetamíns.
Ökumaðurinn var handtek-
inn og færður á lögreglu-
stöðina á Akranesi. Hann
heimilaði leit í bifreiðinni
og þar fannst meint fíkniefni
í tveimur ílátum. Grunur er
um að þar sé á ferðinni am-
fetamín. Ökumaðurinn verð-
ur kærður fyrir akstur undir
áhrifum áfengis, fíkniefna-
akstur og vörslu og meðferð
fíkniefna. -kgk
Bílvelta á
Faxabraut
AKRANES: Tilkynnt var
um bílveltu á Faxabraut á
Akranesi laust eftir mið-
nætti aðfararnótt laugar-
dags. Ökumaður taldi sig
hafa ekið á 60-70 km hraða
þegar hann fékk skilaboð í
símann. Hann leit á skjáinn
og þegar hann leit upp aftur
fannst honum hann stefna á
gangstéttarbrún. Hann brást
við með því að kippa í stýr-
ið, en við það snerist bíllinn
og valt. Fjórir farþegar voru
í bílnum, sem kenndu sér lít-
illa eymsla en voru allir flutt-
ir á sjúkrahúsið á Akranesi til
athugunar. Forráðamönnum
ökumanns var gert viðvart,
þar sem hann hefur ekki náð
18 ára aldri. Morguninn eft-
ir kom í ljós að þegar bíllinn
valt hafði hann lent á vinnu-
vél sem stóð við skemmu á
Faxabraut. Við það kastaðist
vinnuvélin á pallbíl sem stóð
þar nærri og urðu skemmd-
ir bæði á vinnuvélinni og
tengibúnaði pallbílsins. -kgk
Spegilmynd
af loga
AKRANES: Síðdegis á
sunnudag var hringt í Neyð-
arlínu og tilkynnt um eld
í gardínum í íbúðarhúsi á
Akranesi. Þegar viðbragðs-
aðilar komu á staðinn var
búið að slökkva eldinn.
Óhætt er að segja að elds-
upptökin séu mjög óvenju-
leg. Að sögn lögreglu virð-
ist sem sterk sól hafi skin-
ið á spegil, hann endurvarp-
að geislunum á gardínu og
þannig hafi að lokum kvikn-
að í henni vegna hita. -kgk
„Það var ótíð fyrsta hálfa mán-
uðinn og varð ekki neitt úr neinu
fyrr en bara undanfarna viku eða
svo. Reyndar bilaði hjá mér, þann-
ig að ég þurfti að taka upp og gat
ekkert farið af krafti í þetta fyrr en
17. apríl. En síðustu vikuna eða
svo hefur gengið þokkalega og
þessi vertíð virðist fara ágætlega af
stað hjá flestum, sýnist mér,“ segir
Rögnvaldur Einarsson í samtali við
Skessuhorn. Hann er einn þeirra
sem rær á grásleppu frá Akranesi.
„Áður en það bilaði hjá mér vor-
um við bara tveir sem vorum byrj-
aðir, en eftir að veðrið lagaðist fyr-
ir um það bil viku þá hófst þetta
af fullum krafti. Ætli við séum ekki
fimm að veiða núna frá Akranesi.
Mér sýnist vikan hafa verið nokk-
uð góð hjá öllum, held að það hafi
verið nokkuð góð veiði almennt,“
segir hann.
Mun lægra verð
en í fyrra
Verðið fyrir grásleppuna segir
Rögnvaldur hins vegar ekkert til
að hrópa húrra fyrir, þvert á móti.
„Verðið er mjög slakt. Það er 220
krónur fyrir kílóið en var yfir 300
krónur í fyrra. Það er því nálægt
100 króna lækkun á kílóverðinu
frá því á síðasta ári,“ segir hann.
Rögnvaldur segir að það skýrist
meðal annars af því að í fyrra hafi
menn talið verðið hafa verið allt of
hátt. „Einnig var svokölluð MSC-
vottun tekin af grásleppunni og
því telja menn hæpið að Þjóðverjar
kaupi kavíar eins og þeir hafa gert.
Þá eru menn einnig hræddir við
afleiðingarnar af Covid-faraldrin-
um, það veldur ákveðinni óvissu
um það hvort hægt verður að selja
fiskinn. Til dæmis hafa Kínverjar
alltaf keypt grásleppu í tengslum
við sinn nýársfagnað, en það varð
alveg af því núna vegna þess að
lokaðist fyrir flutninga þangað út,“
segir hann. Þær eru því sannar-
lega af ýmsum toga, afleiðingarn-
ar af Covid-faraldrinum. Þó kann
að fara svo að verðið lagist. „Okkar
kaupendur, sem eru Brim, hafa gef-
ið það út að þeir greiði þetta verð
núna í byrjun vertíðar en muni svo
borga uppbót ef aðstæður lagast,“
segir Rögnvaldur.
Skiptir um bát í maí
Leyfi til grásleppuveiða er gefið út
til 44 daga á hvern bát þessa vertíð-
ina. Það leyfi verður að nýta frá 10.
mars og fram í ágúst og þá gildir
einu hvort veður eða bilanir setja
strik í reikninginn. Rögnvaldur
lenti þannig í vélarbilun fyrr í mán-
uðinum og þurfti að taka upp net-
in en dagarnir töldu áfram. Hann
á hins vegar tvo báta, Ver AK-38
sem hann rær á núna og Gára
AK-5. Hann hyggst hefja róður á
þeim síðarnefnda þegar dagarnir
44 verða liðnir á þeim fyrri. „Ég
má vera á þessum bát til 16. maí
og get þá skipt. Veiðin hérna hefur
yfirleitt bara verið í apríl, maí og
júní. Sárasjaldan veiðist eitthvað í
júlí og það er mjög langt síðan svo
var síðast. En ég reikna með að
skipta um bát 16. maí og á von á að
geta þá róið 44 daga til viðbótar.
Hvort ég held áfram allan tímann
verður bara að ráðast af aflabrögð-
um og öðru,“ segir Rögnvaldur að
endingu.
kgk/ Ljósm. úr safni/ fh.
Á veiðum skammt fyrir utan Akranes.
Ágæt grásleppuveiði en lágt verð
Rögnvaldur Einarsson grásleppusjómaður.