Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Qupperneq 17

Skessuhorn - 29.04.2020, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 17 Afar mikið hefur mætt á lögreglu- mönnum á undanförnum vikum. Þeir hafa skipt liði þannig að vaktir eru aðskildar og hittast ekki, hvorki í né utan vinnu. Það er gert til að lágmarka hættu á smiti til að hægt sé áfram að halda uppi lögum og reglu í landinu. Lögreglumenn til- heyra örfáum stéttum vinnandi fólks sem taldar eru svo þjófélags- lega mikilvægar að verkfall telst ekki til réttinda þeirra. Þá eru lög- regla sömuleiðis ein fárra stétta sem hægt er að skikka til vinnu, sveigja og beygja vinnutíma og hvíldar- ákvæði, vegna samfélagslegra mikil- vægra hagsmuna. Engu að síður má flokka laun lögreglu undir láglauna- störf. Nú hafa lögreglumenn ver- ið án kjarasamnings í fjórtán mán- uði. Lítið sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræð- um þeirra við samninganefnd ríkis- ins og segjast lögreglumenn mæta algjöru fálæti. Áfram eru þeir þó starfsmenn í framlínu þjóðfélags- ins, ekkert síður en starfsfólk inn- an heilbrigðisgeirans. Skessuhorn tók Sigurð Jónasson, lögreglumann hjá Lögreglunni á Vesturlandi, tali undir lok síðustu viku. Rætt var um kjör lögreglumanna og þær að- stæður sem þeir eru nú í. Sigurður á langan starfsferil að baki hjá lög- reglunni, hóf störf 1991. Eiginkona hans er Bjarnþóra pálsdóttir sem sömuleiðis starfar hjá lögreglunni en hennar starfssvæði er á Strönd- um, lögreglumaður hjá embætti Lögreglunnar á Vestfjörðum. Grunnlaunin óásættanleg Fram kemur í spjallinu við Sigurð að á lögreglumönnum mæði mest þegar ástand er á einhvern hátt var- hugavert í þjóðfélaginu, eldfimt eða hættulegt. Rifjað er upp hlut- verk þeirra í búsáhaldabylting- unni eftir bankahrunið 2008 þeg- ar lögreglumönnum var gert að standa í framlínunni til dæmis við að verja stjórnmálamenn við Aust- urvöll. „En þrátt fyrir þetta hlut- verk og skyldur okkar sömdu lög- reglumenn fyrir áratugum síð- an frá sér verkfallréttinn. Það var gert gegn því að við myndum fylgja launaþróun annarra háskólamennt- aðra stétta í framlínu þjóðfélags- ins, svo sem hjúkrunarfræðinga. En það var svikið og svo virðist sem ríkisvaldið hafi tekið okkur á löpp því kjaralega sitjum við sem starfs- stétt eftir í samanburði við flestar ef ekki allar aðrar stéttir opinberra starfsmanna. Byrjunarlaun mennt- aðs lögreglumanns, með 120 ein- inga tveggja ára háskólanám, eru í dag 359 þúsund krónur. Vaxandi urgur er því í röðum okkar lög- reglumanna og sumir okkar farnir að efast um það sé rétt taktík fyr- ir stéttina að fara hljótt með launa- kröfur okkar. Nú þarf umræðan að færast upp á yfirborðið og út af lokuðum spjallsvæðum lögreglu- manna eingöngu,“ segir Sigurður. Aðspurður útilokar hann ekki að menn séu farnir að íhuga uppsagn- ir. „Ef ekki á til uppsagna að koma þarf ríkið einfaldlega að semja við okkur og það strax,“ áréttar hann. Launin duga ekki til framfærslu „Grunnlaun okkar eru sorglega lág. Flestir lögreglumenn taka því mik- ið af vöktum til að reyna að hysja launin upp. En ég vil ítreka að vaktaálag er ekki og á aldrei að vera hluti af almennum launakjörum. Allar aðrar stéttir vinnandi fólks fá greitt fyrir yfirvinnu eða vaktaá- lag, en grunnlaun þeirra flestra eru miklu hærri en það sem okkur lög- reglumönnum býðst. Til að skrimta er okkur því nauðugur sá kostur að taka annað hvort mikla yfirvinnu og fjöldan allann af bakvöktum, eða sinna annarri vinnu samhliða störf- um við lögregluna, því launin ein- faldlega duga ekki til framfærslu,“ segir Sigurður. Metnir að verðleikum Hann segir það afleitt að nú þeg- ar kóvidfaraldurinn gangi yfir skuli sú staða vera uppi að lögreglumenn séu uppteknir af óánægju með eig- in kjör. Það eitt og sér skapi erg- elsi og hættu. „Við sem störfum að löggæslu þurfum sífellt að vera með hugann 100%, vera á varðbergi og minna okkur á þá hættu sem fylgir því að mæta á vakt; að umgang- ast fólk, hvort sem það er við um- ferðareftirlit, við komu á vettvang afbrots, handtaka fólk eða sinna öðrum þeim verkefnum sem starf- inu fylgja. Það er þekkt að afbrota- menn hafa í gegnum tíðina ögrað með því að ógna okkur með spraut- unálum og slíku, en nú segjast þeir bara vera í sóttkví eða jafnvel smit- aðir, til að við nálgumst þá síður. Við horfum fram á að nú eru glæpir að verða alvarlegri og ofbeldisfyllri en áður. Við lögreglumenn erum einfaldlega alltaf í framlínunni við aðstæður sem aðrir forðast, en það er einhvern veginn ekki mikið talað um okkur sem starfsfólk í framlínu. Aðrar stéttir fá hins vegar hrósið fyrir það og jafnvel launalega umb- un eins og ríkisstjórnin kynnti í síð- ustu viku. Þessu hugarfari stjórn- valda í okkar garð verður að breyta. Nú er það okkar lögreglumanna að hefja áróðursstríð fyrir bættum kjörum okkar og að almennt verði metið að verðleikum það sem við erum að gera sem máttarstoð í sam- félaginu,“ segir Sigurður. Kerfið gaf eftir Aðspurður segir Sigurður að mið- að við málaskrá lögreglu sé ofbeld- isbrotum á síðustu vikum að fjölga og almennt fjölda mála sem koma til kasta lögreglu. Hann tekur sem dæmi sumardaginn fyrsta, síðastlið- inn fimmtudag. Þá var hann sjálf- ur við vettvangsstjórn þegar fram fór fjölmenn leit að týndu barni við Hreðavatn í Borgarfirði. „Með- an á leitinni stóð var nær útilokað að ná sambandi við Fjarskiptamið- stöð lögreglu. Það helgaðist af því að kollegar mínir á höfuðborgar- svæðinu voru í svo miklum önnum vegna fjölda afbrota sem þá voru í gangi, að kerfið einfaldlega lét und- an. Það ástand sýndi svo ekki verður um villst vaxandi tíðni afbrota sem er fylgifiskur ástandsins í þjóðfélag- inu sem rekja má til Covid-19.“ Vaxandi þreyta og vonbrigði Sigurður segir að aðstæður undan- farna daga hafi ýtt undir vaxandi gremju lögreglumanna í garð samn- inganefndar ríksins og fjármála- ráðuneytis sem fer með samnings- umboðið í viðræðum við Lands- samband lögreglumanna. „Nú höf- um við lögreglumenn einfaldlega ákveðið að vekja máls á ástandinu með öllum tiltækum ráðum en þó með jákvæðum hætti. Í kjarabar- áttu sem við stóðum í árið 2015 var gengið lengra en fram að því hafði verið gert, meðal annars með því að dregið var úr frumkvæðisvinnu lögreglu. Við jukum þá umferðar- eftirlit og stöðvuðum alla bíla. Það kallaði á ergelsi borgaranna fyrir að tefja umferð. Ríkislögreglustjóri brást auk þess illa við og bannaði að tæki lögreglunnar væru nýtt í kjarabaráttu, eins og það var kall- að. Í ljósi þess að ekki er verkfalls- réttur til staðar eru okkur því all- ar bjargir bannaðar. Okkur hefur gengið illa að fá áheyrn stóru fjöl- miðlanna á veikri samningsstöðu okkar og óviðunandi launum. Því hefur pressan verið afar lítil á að við okkur væri samið. Af því leiðir að það er vaxandi óánægja innan stétt- arinnar, þreyta og vonbrigði með afstöðu stjórnvalda. Það er hættu- legt ástand, þegar lögreglumenn eiga í hlut,“ segir Sigurður Jónas- son lögreglumaður með þunga. mm Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns mánudaginn 4. maí næstkomandi. Unnt verð- ur að opna framhalds- og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavin- um. Frá sama tíma falla alveg nið- ur takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðk- un og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Þetta er með- al þess sem leiðir af nýrri auglýs- ingu heilbrigðisráðherra um tak- mörkun á samkomum vegna far- sóttar. Rýmkun á reglum um tak- markanir á skólahaldi og samkom- um er í samræmi við tillögur sótt- varnalæknis. Í auglýsingunni felst að reglur um fjöldatakmörk og um tveggja metra nálægðarmörk munu frá gildistöku hennar ekki eiga við um nemendur í starfsemi leik- og grunnskóla. Þannig verður því unnt að halda óskertri kennslu og vistun barna. Sama á við varðandi börnin í starfsemi dagforeldra, frístunda- heimila, félagsmiðstöðva og ann- arri lögbundinni þjónustu á leik- og grunnskólastigi. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar almenningi en skólasund- kennsla verður heimil. Sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að þegar líð- ur að lokum maí verði skoðaðir möguleikar á að aflétta enn frek- ar takmörkunum á samkomum. Að því gefnu að ekkert standi slík- um breytingum fyrir þrifum verði stefnt að því að færa fjöldatakmark- anir úr 50 í 100 manns, opna sund- laugar og líkamsræktarstöðvar og fleira. mm Börn að leik í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Skólahald kemst að mestu í eðlilegt horf eftir 4. maí Lögreglumenn hafa nú verið samningslausir í 14 mánuði „Ekki er litið á lögreglumenn sem framlínustarfsmenn“ Sigurður Jónasson lögregluþjónn. SK ES SU H O R N 2 02 0 Sumarvinna fyrir 17 ára ungmenni hjá Vinnuskóla Akraness Akraneskaupstaður og Vinnuskóli Akraness bjóða unglingum f. 2003 með lögheimili á Akranesi vinnu við Vinnuskólann. Um er að ræða almenna garðvinnu og önnur tilfallandi störf er heyra undir starfsemi vinnuskólans. Vinnan hefst í lok maí og unnið er 35 klst. á viku, en fjöldi vinnuvikna mun ráðast af fjölda umsækjenda. Haldinn verður fundur með umsækjendum áður en vinnan hefst og farið yfir stöðuna. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2020. Aðeins þeir sem skila inn umsókn fyrir tiltekinn tíma verður veitt vinna. Allar nánari upplýsingar veitir Ása Katrín Bjarnadóttir í síma 433 1056 eða á netfangið asa.bjarnadottir@akranes.is S K E S S U H O R N 2 02 0 Hvalfjarðarsveit óskar eftir tilboðum í verkið: Melahverfi í Hvalfjarðarsveit Háimelur - yfirborðsfrágangur Verkið felur m.a. í sér gerð jöfnunarlags undir malbik, malbikun götu og gangstétta, gerð kantsteina, ídrátt götuljósastrengs og uppsetningu ljósastaura við götuna Háamel og að hluta Brekkumel í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Lengd götunnar er um 262 m. Helstu magntölur eru: Uppsetning götuljósastaura 10 stk Ídráttur götuljósastrengs 260 m Mulningur undir malbik 2.610 m² Malbik 2.408 m² Vélsteyptur kantsteinn 543 m Fylling og jöfnun undir þökur og þökulögn 80 m² Skiladagur verksins er 1. september 2020. Útboðsgögn verða afhent rafrænt og án endurgjalds. Hægt er að óska eftir gögnum hjá Hvalfjarðarsveit á netfangið bygging@hvalfjardarsveit.is eða í síma 433-8500. Tilboð verða opnuð 13. maí 2020, kl. 10:00 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stefán Jónsson er nýr garðyrkju- fræðingur hjá Snæfellsbæ. Stefán er fæddur og uppalinn í Deildar- tungu í Reykholtsdal. Hann flutt- ist úr Reykjavík í Snæfellsbæ til að taka við nýja starfinu nú í vor. Stef- án hefur lokið BS gráðu í lands- lagsarkitektúr frá Landbúnaðarhá- skóla Íslands en eftir það fór hann til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk meistaragráðu í sama fagi. Nú stundar hann nám í skrúðgarð- yrkjufræðum við LbhÍ og stefnir á útskrift nú í vor. „Ég fór eiginlega öfuga leið að þessu. Byrjaði á að ná mér í meistaragráðu á háskóla- stigi áður en ég fór í iðnnám, flest- ir taka þetta á hinn veginn,“ segir Stefán og hlær. Síðast vann hann hjá EFLU verkfræðistofu. „Þar vann ég mest fyrir Reykjavíkur- borg, var með umsjón á ástandi og viðhaldi stofnanalóða og leiksvæða í Reykjavík, sá um rekstrarskoðan- ir og að fá verktaka að sjá um við- gerðir og viðhald,“ útskýrir Stef- án. Hann vann áður um tveggja ára skeið sem garðyrkjustjóri hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur. Líkar betur í minni samfélögum En hvað varð til þess að Stef- án ákvað að sækja um starf í Snæ- fellsbæ? „Atvinnuástandið í Reykja- vík núna er ekkert spennandi og svo er þetta nákvæmlega það sem mig langar mest að gera, vera umhverf- is- og garðyrkjustjóri eða eitthvað í þá áttina. Ég kem líka af lands- byggðinni og líður betur í minna samfélagi en í Reykjavík. Svo var þetta starf bara auglýst til sex mán- aða og mér fannst fínt að fara í þetta svona yfir eitt sumar,“ seg- ir Stefán en bætir því við að þó sé búið að ákveða að hann verði eitt- hvað lengur á Snæfellsnesi en áætl- að var í fyrstu. „Það er búið að bjóða mér starf á skrifstofunni í vet- ur, að leysa af aðstoðarmann skipu- lags- og byggingafulltrúa, og svo verð ég aftur í garðyrkjunni hér næsta sumar,“ segir hann. „Ég verð þó að viðurkenna að ég hefði lík- lega ekki sótt um þetta ef ég hefði vitað að það væri til svona langs tíma, svo það var gott að aðeins var auglýst eftir starfsmanna í hálft ár,“ segir hann hlæjandi og bætir við að hann sé þó mjög jákvæður fyrir því að vera lengur í Snæfellsbæ en áætl- að var í fyrstu. „Ég á bara börn sem búa í Reykjavík og þess vegna hafði ég ekki hugsað mér að fara í langan tíma. En ég kem til með að sjá þau flestar helgar,“ bætir hann við. Að- spurður segir Stefán að hans starf snúist um umhirðu á öllum gróðri Snæfellsbæjar, fyrir utan grasið. „Ég mun þó mögulega líka eitthvað hugsa um grasið. En fyrst og fremst eru þetta trjárunnar, fjölæringar, sumarblóm og slíkt sem ég mun annast. Ég mun vinna mjög náið samhliða umsjónarmanni í vinnu- skólanum. Við munum sjá um þetta saman, að hugsa um beðin, slátt og allan umhirðu með gróðri,“ svarar hann. arg Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2020-2021. Sprota- sjóður hefur það hlustverk að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi leik, grunn- og framhaldsskóla í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skóla- stiga. Samtals bárust 46 umsóknir og að þessu sinni hljóta 26 verkefni styrki og er heildarupphæð þeirra rúmlega 56 milljónir króna. Að þessu sinni voru tvö verkefni á Vesturlandi sem fengu styrk. Grunnskólinn í Stykkishólmi hlaut 1.650.000 kr. fyrir verkefnið „Heilsa og vellíðan“. Brekkubæjarskóli á Akranesi hlaut 1.300.000 kr. fyrir verkefnið „Þátttaka er samvinna – valdefling barna,“ sem unnið er í samvinnu við Frístundamiðstöðina Þorpið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. arg Tveir skólar á Vesturlandi fá úthlutun úr Sprotasjóði Nemendur í Grunnskólanum í Stykkishólmi að prjóna. Ljósm. úr safni. Frá morgunstund í Brekkubæjarskóla síðasta haust. Ljósm. úr safni. Stefán Jónsson er nýr garðyrkjufræðingur í Snæfellsbæ. Ljósm. snb. Stefán ráðinn garðyrkjufræð- ingur í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.