Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 202010 Stjórnvöld hafa ákveðið að veita 800 milljónum króna til framhalds- og háskóla svo unnt sé að bjóða námsmönnum upp á sumarnám á komandi sumri. Sporna á gegn at- vinnuleysi meðal ungs fólks og efla menntun. Gert er ráð fyrir 500 milljónum króna í sumarnám á há- skólastigi og 300 milljónum króna í sumarnám á framhaldsskólastigi. Á framhaldsskólastigi verður boðið upp á stað-, dreif- og fjarnám sem nýtist í áframhaldandi nám. Um er að ræða annars vegar kynn- ingaráfanga, svo sem nýsköpun, tækni og listir, og hins vegar áfanga sem eru hluti af námsbrautum skól- anna. Jafnframt verður boðið upp á stuttar starfsnámsleiðir. Til að koma til móts við starfsnámsnem- endur á námssamningum verða til- raunaverkefni um starfsþjálfun fyrir nemendur sem ekki komast að hjá fyrirtækjum. Á háskólastigi eru markhópar sumarnámsins núverandi nemend- ur, framtíðarnemendur, fagaðilar, þátttakendur í sprotaverkefnum háskóla og atvinnulausir. Jafnframt verði boðið upp á verklega kennslu og launaða starfsþjálfun fyrir nem- endur sem ekki hefur verið mögu- leg vegna takmarkana á skólastarfi í samkomubanni. „Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir. Atvinnu- framboð á komandi sumri verður minna en við eigum að venjast og það mun henta mörgum að nýta sumartímann til náms. Með þessu flýta námsmenn fyrir sínum náms- lokum og koma því fyrr fullnuma út í atvinnulífið, sem mun taka við sér fyrr en síðar. Þörfin fyrir vel menntað fólk verður áfram mikil,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mm Síðdegis á þriðjudaginn í liðinni viku kynntu formenn ríkisstjórn- arflokkanna nýjan aðgerðapakka stjórnvalda til að vinna gegn nei- kvæðum áhrifum kórónaveirunn- ar. Þetta er jafnfram annar aðgerða- pakkinn sem stjórnin kynnir og þess jafnframt getið að þeir verði fleiri, enda er almennt talið að Íslending- ar séu að sigla inn í stærri kreppu en talið var fyrst eftir að veiran barst til landsins. Þessar framhaldsaðgerð- ir stjórnvalda eru taldar kosta ríkis- sjóð um 60 milljarða króna. Það helsta Meðal þess sem kynnt var nú voru lokunarstyrkir til fyrirtækja sem var gert að hætta starfsemi vegna sótt- varna. Stuðningslán verða veitt til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og fyrirtækjum sem skilaði hagnaði rekstrarárið 2019 er gert mögu- legt að fresta greiðslu tekjuskatts og hugsanlega fellur hann niður ef tap verður á rekstri þessa árs. Þá voru kynnt virkniúrræði á vinnumarkaði og úrræði til að efla fólk í atvinnuleit. Geðheilbrigðismál verða sett í for- gangi, átak gegn ofbeldi og fjarheil- brigðisþjónusta efld og margþættur stuðningur við börn. Sérstakur frí- stundastyrkur verður til tekjulágra heimila. Boðaðar voru sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfs- fólks sem staðið hefur í framlín- unni vegna Covid-19. Sumarúrræði verða fyrir námsmenn og stuðlað að sumarstörfum og sumarnámi og frumkvöðlaverkefni verða styrkt. Þá var boðuð efling matvælafram- leiðslu með nýsköpun og markaðs- setningu og frekari sókn til nýsköp- unar, svo sem auknar fjárfestingar, hærra hlutfall endurgreiðslu og þök hækkuð vegna rannsókna og þró- unar. Loks fá lítil fyrirtæki í rekstr- arörðugleikum stuðning, brugðist er við vanda námsmanna, félagsleg úrræði efld og sjónum beint að ný- sköpun til framtíðar. Nýsköpun Sérstök áhersla er lögð á uppbygg- ingu með nýsköpun í aðgerðaáætl- un stjórnvalda. Lögð eru til aukin framlög til fjárfestingar í sprotafyr- irtækjum og hækkun endurgreiðslu- hlutfalls og fjárhæðarþaks til fyrir- tækja vegna rannsókna og þróunar, en áhrif þessara aðgerða nema tæp- um 4,5 milljörðum króna. Stefnt er að því að flýta endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar fyr- ir árið 2019. Auk þess verður sótt fram í matvælaframleiðslu, meðal annars með nýsköpun og markaðs- setningu. Þá verða framlög til lista- mannalauna aukin þannig að út- hluta megi rúmlega 600 verkefna- mánuðum til viðbótar á árinu 2020. Lokunarstyrkir Veittir verða lokunarstyrkir til fyrir- tækja sem var gert að hætta starfsemi vegna sóttvarna, allt að 2,4 m.kr. Lítil og meðalstór fyrirtæki í rekstr- arörðugleikum geta sótt um allt að 6 m.kr. óverðtryggð stuðningslán á sömu vöxtum og sjö daga bundin innlán lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands, sem nú eru 1,75%. Ljóst er að stór hluti fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu mun geta nýtt leið- ina þar sem hlutfall lítilla og með- alstórra fyrirtækja er töluvert meira í ferðaþjónustu en öðrum atvinnu- greinum. Áætluð heildarútgjöld vegna þessara tveggja aðgerða eru talin geta numið rúmlega 30 millj- örðum króna. Einnig verður fyr- irtækjum heimilt að jafna vegna tekjuskatts allt að 20 m.kr. af fyr- irsjáanlegu tapi ársins 2020 á móti hagnaði ársins 2019. Margvíslegar félagslegar aðgerðir Félagsleg úrræði með stuðningi við viðkvæma hópa, atvinnuleit- endur og námsmenn vega þungt í aðgerðapakkanum. Verður 2,2 milljörðum króna varið til að skapa 3000 tímabundin störf í sumar fyrir námsmenn 18 ára og eldri og 300 m.kr. til að efla ný- sköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð náms- manna. Auk þess verður 800 m.kr. veitt til að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Einnig verður ráðist í aðgerðir til að hlúa að viðkvæmum hóp- um, vinna gegn ofbeldi og félags- legri einangrun aldraðra og ör- yrkja, styðja við virkni atvinnu- leitenda og tryggja tækifæri barna úr tekjulágum fjölskyldum til að taka þátt í frístundastarfi. Hug- að verður sérstaklega að því að auka aðgengi að geðheilbrigðis- þjónustu og fjarheilbrigðisþjón- usta verður efld. Alls verður um 8,5 ma.kr. varið til félagslegra að- gerða í þessum áfanga. Fjölmiðlar og ferðaskrifstofur Til að styðja við fjölræði og fjöl- breytni á fjölmiðlamarkaði verður einkareknum fjölmiðlum tryggð- ur sérstakur rekstrarstuðningur á yfirstandandi ári, en þeir hafa tapað miklum tekjum á sama tíma og eftirspurn eftir þjónustu þeirra hefur aukist. Þá verður komið til móts við lausafjárvanda ferða- skrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnót- um. Allir vinna! Til þess að liðka fyrir markmiði sveitarfélaga um flýtiframkvæmd- ir er lagt til að þeim verði veitt- ur tímabundinn réttur til endur- greiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað auk þess sem Fasteignasjóður Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga fær heimild til að veita styrki til sveitarfélaga. Þá stendur yfir kortlagning á við- kvæmum svæðum á landsvísu og stafræn þjónusta sveitarfélaga verður efld. mm Átta hundruð milljónum varið til að efla sumarnám Ríkisstjórnin kynnti annan aðgerðapakka sinn vegna Covid-19 Rauði þráðurinn er: Varnir, vernd og viðspyrna gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.