Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 202020
Su
do
ku
Þau Júlía Sgorsaly og Rúnar Þór
Ragnarsson eru ungt par í Grund-
arfirði en þau búa á bænum Kverná.
Júlía er frá bænum Grossenhausen
í Þýskalandi en flutti til Íslands árið
2016 til að læra íslensku í Háskóla
Íslands. Núna er hún orðin virðu-
leg bóndakona á Vesturlandi og lík-
ar það vel. Fréttaritari Skessuhorns
fékk að trufla þau aðeins í sauð-
burðinum í liðinni viku.
Júlía var fyrst á Íslandi árið 2014
og vann þá í Austur Húnavatnssýslu
og í Skagafirði við hestamennsku.
Þá fór hún í nám í háskóla í Köln
þar sem hún nam Norðurlanda-
fræði. „Ég kom í heimsókn til Ís-
lands um sumarið 2016 til að fara
á Landsmót hestamanna á Hólum í
Hjaltadal, en þar kynntust við Rún-
ar. Hugurinn leitaði því til Íslands
að nýju. Ég skráði mig í nám í ís-
lensku í Háskóla Íslands í skiptinámi
frá Háskólanum í Köln.“ Árið 2018
flytur hún svo til Grundarfjarðar og
þau Rúnar hefja búskap.
Rúnar Þór er uppalinn á Kverná
en árið 2018 kaupa þau sig inn í
bú foreldra hans og hefja búskap
þar. Rúnar er einnig smiður og er
að vinna fulla vinnu samhliða bú-
skapnum. „Ég er líka að læra smíð-
ar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi og stefni á að ljúka sveins-
prófi í haust,“ segir hann. Júlía
starfar sömuleiðis utan búsins, en
hún vinnur í íþróttamiðstöðinni
í Grundarfirði. „Það er reynd-
ar engin starfsemi í íþróttahúsinu
núna út af Covid-19. En svo er ég
líka í námi sem kallast Reiðmað-
urinn frá Landbúnaðarháskóla Ís-
lands og svo bókaranámi hjá pro-
mennt.“ Hestamennska er í mestu
uppáhaldi hjá henni. Rúnar og Júlía
reka einnig hestaleigu á Kverná
sem þau byrjuðu með fyrir tveimur
árum. „Sumarið í fyrra gekk rosa-
lega vel,“ segir Rúnar um hestaleig-
una. „Við vorum með þrjár til fjór-
ar ferðir á dag og voru þetta mest
erlendir ferðamenn sem komu til
okkar,“ bætir hann við. Útlitið er
ekkert sérstaklega bjart fyrir sum-
arið hvað það varðar. „Við höldum
samt áfram með hestaleiguna enda
engin skuldsetning í þessu og von-
andi lifnar yfir henni þegar þessu
veiruástandinu lýkur,“ segja þau
bjartsýn.
Á Kverná eru bæði kindur og
hross. „Við erum með þrjúhundr-
uð kindur, hesta, tvo hunda, þrjár
kanínur, tvo ketti, fimmtán hænur
og einn hana,“ bætir Júlía við og er
með fjöldan á tæru. Þau eru bjart-
sýn á framtíðina og hlakka til að
takast á við verkefnin sem hún ber
í skauti sér.
tfk
Fimmtán hænur og einn hani er á bænum.
Ungir bændur á Kverná hafa mörg járn í eldinum
Sauðburður er nú hafinn á Kverná.
Júlía er mikið fyrir hrossin en saman reka þau hestaleigu.