Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 1
Tilboð gildir út júní 2020 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Peppercorn cheeseburger meal 1.790 kr. Máltíð FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 26. tbl. 23. árg. 24. júní 2020 - kr. 950 í lausasölu Það var létt yfir Borgnesingum sem á laugardaginn voru staddir í garðyrkjustöðinni Gleym mér ei við Sólbakka. Fjölmargir áttu þar leið um til að kaupa sumarblóm sem eiga svo eftir að fegra potta og beð, enda veðrið með besta móti og Brákarhátíð fer í hönd. Þeirra á meðal voru Sigmundur Halldórsson og Vigdís Þorsteinsdóttir sem hér stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Ólafur Sigurðsson eiginmaður Vigdísar fylgist sposkur með. Að sögn Sædísar Guðlaugsdóttur garðyrkjumanns hefur sala á sumar- blómum verið með besta móti að undanförnu, einkum eftir síðasta næturfrostið 5. júní. Salan í ár segir Sædís hafa verið meiri en í fyrra þegar veðrið var með eindæmum gott um allt vestanvert landið. Ljósm. mm. Ferðagjöfin er eins og kunnugt er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda og liður í því að styðja við bak- ið á íslenskri ferðaþjónustu í kjöl- far COVID-19 heimsfaraldursins. Þannig er greinin efld samhliða því að landsmenn eru hvattir til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið. Á vef Ferðamála- stofu www.ferdalag.is má sjá þau fyrirtæki sem hyggjast taka á móti Ferðagjöfinni, þar með talin hótel, gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaði auk þess sem þar er hægt að sjá ýmis til- boð í tengslum við verkefnið. Enn er hægt að skrá fyrirtæki til leiks. Einstaklingar með lögheimili á Ís- landi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr fá raf- ræna Ferðagjöf að upphæð 5000 kr. Þeir sem ekki nýta Ferðagjöfina geta gefið hana áfram, en hver ein- staklingur getur notað að hámarki 15 gjafir. Hægt er að nota Ferða- gjöfina til næstu áramóta. Allar nánari upplýsingar má finna hér: https://ferdagjof.island.is/ mm Þjóðin kýs forseta til næstu fjögurra ára laugardaginn 27. júní. Tveir eru í kjöri; Guðmundur Franklín Jóns- son viðskiptafræðingur og Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur og forseti. Framkvæmd forsetakjörs er sam- vinnuverkefni nokkurra opinberra aðila. Má þar nefna dómsmálaráðu- neytið, Þjóðskrá Íslands, utanríkis- ráðuneytið, sveitarstjórnir, sýslu- menn, kjörstjórnir og Hæstarétt Íslands. Sveitarstjórnir leggja fram kjörskrár á grundvelli kjörskrár- stofna frá Þjóðskrá Íslands, sjá um framkvæmd kosningar í umboði ríksins og auglýsa kjörstaði. Kjör- staðir eru almennt opnir frá klukk- an 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. Kosningarrétt við forsetakosn- ingarnar eiga allir íslenskir ríkis- borgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og eru með lögheimili á Íslandi. Líkt og ætíð í kosningum í lýðræðissamfélögum eru lands- menn hvattir til að nýta sér kosn- ingaréttinn. mm Forsetakosningar verða á laugardaginn Ferðagjöfin er nú aðgengileg DOMINOS.IS | DOMINO’S APP 1.790 KR. AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR PIZZUR MÁNAÐARINS EIN STÓR PIZZA Við tökum þátt í Brákarhátíð arionbanki.is Kaka, hoppukastali og andlitsmálning í útibúi Arion banka á föstudaginn kl. 14–16. Allir velkomnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.