Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Gleðilegan kosningadag!
Kostir við lýðræðisfyrirkomulag eru ótvíræðir, ekki síst þegar við heyr-
um fréttir af hvernig einræðisherrar í ýmsum löndum eiga það til að haga
sér. Hjá öllum siðmenntuðum þjóðum er lýðræði það sem fólk hefur valið.
Lýðræði er nefnilega vítt hugtak yfir stjórnmálastefnur sem byggja á þátt-
töku almennings í ákvörðunum. Grunnútgangspunkturinn er að valdið í
tilteknu samfélagi fólks eigi sér frumuppsprettu hjá því sjálfu. nokkur skil-
yrði þarf að uppfylla til þess að stjórnarfar geti talist lýðræðislegt. Valdhafa
þarf t.d. að kjósa af fólki sem komið er til vits og ára. Kosningar skal halda
með reglulegu millibili en milli þeirra er tími sem kallaður er kjörtímabil.
Sá tími sem einstaklingi eða hópi er treyst fyrir því að fara með valdið í um-
boði almennings með hagsmuni almennings í huga. Þá er sömuleiðis for-
senda fyrir virku lýðræði að tjáningarfrelsi ríki því ef því er stjórnað hvað
fólki er sagt, eða ekki sagt, getur það ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Þar af
leiðandi þarf fólk að hafa aðgang að upplýsingum og því þarf frelsi að ríkja í
starfi fjölmiðla. Þeim má heldur ekki vera stýrt af öflum sem vísvitandi hafa
hag af því að röngum eða villandi upplýsingum sé dreift.
En lýðræðinu fylgir að það getur tekið á sig ótrúlegustu myndir. Við
upplifum kannski málþóf á Alþingi svo dögum eða jafnvel vikum skiptir.
Fulltrúar minnihlutaflokks geta einfaldlega hertekið þingstörf þannig að
vilji meirihlutans og áætlanir ná ekki fram að ganga. En málþóf byggist
einmitt á tjáningarfrelsinu, helstu grunnstoð lýðræðisins, og því er ekkert
við því að segja þótt málþófi sé beitt. Aðrir verða einfaldlega að sýna þolin-
mæði og auka umburðarlyndið þar til þófinu lýkur. Ef minnihlutaflokkur
gengur freklega á þann rétt sem hann hefur til tjáningar verður honum hins
vegar refsað næst þegar kosið verður, nú eða verðlaunaður hafi flokkurinn
sett á oddinn mál þar sem þjóðin er ósammála ráðandi meirihluta. Málþóf
getur því verið nauðsynlegt, nákvæmlega eins og réttur forseta til að synja
lögum staðfestingar sem Alþingi hefur sett, telji hann þau brjóta í bágu við
vilja og skoðun þorra almennings.
Annað dæmi um lýðræðisfyrirkomulagið er einmitt það að við kjósum
forseta lýðveldisins. næstkomandi laugardag er komið að því uppgjöri.
Þjóðin hefur nú val um að endurráða sitjandi forseta til fjögurra ára, nú eða
velja mótframbjóðanda hans. Einhvern tímann í vor höfðu að minnsta kosti
sex manns boðað framboð til forseta, en þegar frestur leið kom í ljós að
þeir voru einungis tveir. Á liðnum vikum höfum við fylgst með framgöngu
frambjóðenda. Annars vegar höfum við fremur hófstilltan og íhaldssaman
frambjóðanda. Hins vegar mann sem boðar stórfelldar breytingar á eðli og
umfangi forsetaembættisins. Dáldið í líkingu við hugmyndafræði gulhærðs
forseta í öðru landi og fjær. nú veit ég svosem ekkert hvernig þessar kosn-
ingar munu fara. Grunar það reyndar. Hið góða er hins vegar að nú sem
fyrr mun lýðræðið tala. Þess vegna er þetta hátíðisdagur.
Við erum lánsamir Íslendingar að hafa valið okkur lýðræði sem stjórn-
kerfi. En við megum ekki sofna á verðinum. Hvort sem það er í kosningum
til sveitarstjórna, Alþingis eða forseta þurfum við ætíð að velja einstakling
eða hóp sem við treystum best til verka. Hver kýs fyrir sig og samkvæmt
bestu sannfæringu enda er viðkomandi að fela öðrum vald yfir sínum hags-
munamálum. Þannig getur rangt val haft afdrifaríkar afleiðingar. Ég tel
mig þekkja dæmi um að kjósandi hafi séð mikið eftir hvernig hann varði at-
kvæði sínu. En til að lágmarka skaðann þurfum við einmitt að hafa aðgang
að fjölmiðlum sem við getum treyst til að byggja valið á upplýstri ákvörð-
un. Við verðum að hafa aðgang að hlutlausum, gagnrýnum fjölmiðlum sem
segja okkur áreiðanlegar fréttir, birta til dæmis ekki skoðanakannanir sem
gefa ranga mynd af raunverulegum vilja þjóðarinnar. Ganga heldur ekki
erinda sérhagsmunaafla sem hafa síðast af öllu hagsmuni almennings að
leiðarljósi.
nýtum kosningaréttinn - Gleðilegan kosningadag!
Magnús Magnússon
Forritarar framtíðarinnar er sjóð-
ur sem stofnaður var 2014 í þeim
tilgangi að efla forritunar- og
tæknimenntun í grunn- og fram-
haldsskólum landsins. Hollvinir
sjóðsins í ár eru RB, Landsbank-
inn, CCP, Össur, Íslandsbanki og
Webmo design. „Vitað er að mik-
il þörf er á sjóðnum til að tengja
saman viðskiptalífið, menntastofn-
anir og aðra hagsmunaaðila með
það að leiðarljósi að sem flest ung-
menni öðlist þá grunnhæfni sem
til þarf til að verða forritarar fram-
tíðarinnar,“ segir í tilkynningu.
Forritarar framtíðarinnar hafa
nú lokið úthlutun styrkja fyrir þet-
ta ár og hlutu 29 grunnskólar styrki
sem nema alls níu milljónum kró-
na. 1,5 milljón rann til námskeiða
innan skólanna en 7,5 milljónir til
kaupa á smærri tækjum í forritu-
nar- og tæknikennslu ásamt úth-
lutun á notuðum tölvubúnaði.
„Ljóst er að þörfin á stuðningi á
þessu sviði er mikil en í ár var sótt
um styrki sem í heild nema yfir 40
milljónum króna og ekki var hægt
að veita öllum styrk sem sóttu um.
Mestur áhugi var fyrir því að fá
styrki til kaupa á minni tækjum en
einnig er mikið sótt um styrki fyrir
námskeið og notaðan tölvubúnað.
Hægt var að sækja um í eftirfaran-
di flokkum. Af þessum 29 skólum
á landinu eru tveir hér á Vestur-
landi, þ.e. Grunnskólin í Grun-
darfirði og Grunnskólinn í Styk-
kishólmi.
mm
Á aðalfundi Samtaka sveitarfé-
laga á Vesturlandi mánudaginn 15.
júní síðastliðinn var kosin ný stjórn
samtakanna. Lilja Björg Ágústs-
dóttir forseti sveitarstjórnar í Borg-
arbyggð var kosin nýr formaður og
mun hún taka við formennskunni
af Eggerti Kjartanssyni oddvita
Eyja- og Miklaholtshrepps. Fjór-
ir nýir fulltrúar komu inn í stjórn.
Það eru þau Ástríður Guðmunds-
dóttir úr Skorradalshreppi, Brynja
Þorbjörnsdóttir úr Hvalfjarðar-
sveit, Davíð Sigurðsson úr Borgar-
byggð og Atli Svansson úr Eyja- og
Miklaholtshreppi.
„Formennska í stjórn Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi er spenn-
andi áskorun og mikilvæg verkefni
í pípunum sem þarf að fylgja þétt
eftir,“ segir Lilja Björg í samtali við
Skessuhorn. „Ég hef starfað í stjórn
SSV tvö síðustu ár og þegar mað-
ur er með brennandi áhuga á sveit-
arstjórnarstörfum, og ekki síður
samfélagsmálum almennt, er mjög
gaman að taka þátt í þeim verkefn-
um sem koma inn á borð stjórnar
samtakanna. Starf Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi er mikilvægt
með tilliti til samstarfs allra sveitar-
félaganna á starfssvæðinu, heildstæð
stefnumótun er unnin í ákveðnum
málaflokkum og sífelld hagsmuna-
gæslu fyrir sveitarfélög í landshlut-
anum. Ég er spennt fyrir hlutverk-
inu og hlakka til að starfa áfram að
þeim verkefnum sem framundan
eru með stjórn og starfsmönnum
SSV,“ segir Lilja Björg. mm
Listaverkið Stúlka með löngu, eft-
ir Guðmund Einarsson frá Miðdal,
var formlega vígt í skrúðgarðinum
við Suðurgötu á Akranesi eftir end-
urbætur á þjóðhátíðardaginn. Sæv-
ar Freyr Þráinsson bæjarstjóri hélt
stutta tölu um sögu garðsins og rifj-
aði upp minningar tengdar garðin-
um úr eigin barnæsku. Að því loknu
var gosbrunnurinn sem skartar
Stúlku með löngu settur í gang.
Ræktun hófst í skrúðgarðinum
við Suðurgötu snemma á sjötta
áratug síðustu aldar, að frumkvæði
Skógræktarfélags og Menningar-
ráðs Akraness. Guðmundur Jóns-
son garðyrkjumeistari teiknaði
frumuppdrátt garðsins sem hefur
þó tekið töluverðum breytingum
síðan. Stúlka með löngu eftir Guð-
mund frá Miðdal var sett upp í gos-
brunninum í miðjum skrúðgarðin-
um árið 1958. Áður hafði hún ver-
ið til sýnis á sýningu í Gagnfræða-
skólanum á Akranesi. Árið 2018 var
myndhöggvarinn Gerhard Köning
fenginn til að gera við styttuna, sem
var vígð eftir endurbætur á 17. júní,
sem fyrr segir. kgk
Forritunarstyrkir í
Grundarfjörð og Stykkishólm
Frá athöfninni á þjóðhátíðardaginn. Ljósm. Akraneskaupstaður.
Stúlka með löngu vígð
eftir endurbætur
Lilja Björg Ágústsdóttir er nýr formaður stjórnar SSV. Ljósm. ss.
Lilja Björg Ágústsdóttir er
nýr formaður SSV