Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 2020 9 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Um er að ræða 629,4 m2 skrifstofuhúsnæði á 1. hæð við Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Eignin skiptist í tvö skrifstofurými, annars vegar 361,8 m2 og hins vegar 267,6 m2. Samtals 629,4 m2. Gengið er inn um bjarta tengibyggingu sem er í sameign. Eignin er kjörin til þess að leigja út einstök rými. Gott aðgengi er að húsinu og góð bílastæði fylgja en stæðin eru ekki sérmerkt. Frekari upplýsingar um eignina má finna á heimasíðu Ríkiskaupa: www.rikiskaup.is. Verð: 99 mkr. Eftirfarandi eign er til sölu: Bjarnarbraut 8, Borgarnesi – Skrifstofuhúsnæði ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is www.rikiskaup.is/is/utbod-kaup-og-sala Íbúafundur Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar í mennta- og menningarhúsinu Á fundinum mun markaðsstofan Manhattan kynna markaðsstefnumótun fyrir Borgarbyggð. Streymt verður beint frá fundinum og verður útsendingin aðgengileg á Facebook síðu Borgarbyggðar. Sveitarstjórn Borgarbyggðar. Birgir Þórisson hefur verið ráð- inn aðstoðarskólastjóri Tónlist- arskólans á Akranesi. Þrjár um- sóknir bárust um stöðuna þegar hún var auglýst í maí. Birgir tek- ur við stöðunni af Elfu Margréti Ingvadóttur, sem hefur gegnt því í afleysingum frá haustmánuð- um 2018. Hann hefur starfað við Tónlistarskólann á Akranesi frá 2011 og verið deildarstjóri undan- farin fjögur ár. Birgir hefur lokið miðprófi í rytmískum píanóleik frá tónlist- arskóla FÍH og einleikaraprófi B.Mus. í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur einnig lokið meistaraprófi í for- ystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Auk þess hefur hann margvíslega reynslu af stjórnun ýmissa tónlistarverkefna, svo sem í tengslum við leiksýningar og var hann tónlistarstjóri Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. kgk/ Ljósm. úr safni/ glh. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafnaði á síðasta fundi sínum til- lögum að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Umhverfis-, skipu- lags- og náttúruverndarnefnd hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Tillagan sem um ræðir nær til 37 hektara svæðis við bæinn Dragháls og í henni felst að því verði breytt í landbúnaðarsvæði í aðalskipu- lagi, en það er nú skilgreind sem opið svæði til sérstakra nota. Er- indi málshefjanda, sem er eigandi jarðarinnar, til Hvalfjarðarsveitar er tvískipt. Þannig er annars vegar um að ræða framangreinda breyt- ingu á opnu svæði til sérstakra nota í landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi, en hins vegar tillaga að deiliskipu- lagi á hluta jarðarinnar sem sam- ræmist aðalskipulagsbreytingartil- lögunni. Heimild er í lögum fyrir vatns- aflsvirkjunum allt að 200 kW á skil- greindum landbúnaðarsvæðum, þó með undantekningum. Fjallað var um málið í Skessuhorni í lok janúar, þar sem fram kom að 8,3 kW vatns- aflsvirkjun hefði þegar verið reist í Draghálsá, án þess að heimild væri fyrir því í gildandi skipulagi sveitar- félagsins. Fram kemur í fundargerð um- hverfis-, skipulags- og náttúru- verndarnefndar frá 2. júní að í efni beggja breytingatillagna komi fram að þær séu gerðar vegna „óleyfisframkvæmdar, þ.e. vatns- aflsvirkjunar sem þegar hefur ver- ið reist í Draghálsá án lögboðinna leyfa,“ eins og segir í fundargerð- inni. Af þeim sökum taldi nefnd- in að sveitarfélagið yrði að hafna báðum tillögunum. Sveitarfélagið geti ekki samþykkt skipulagsbreyt- ingar sem gangi út á að festa um- rædda framkvæmd í sessi. „Þann- ig væri hinu lögboðna ferli snúið við en slík framvinda mála myndi ganga gegn ákvæðum ýmissa laga er varði skipulags- og byggingar- mál sem og umhverfis- og nátt- úrumál.“ Enn fremur taldi nefndin að ekki væri hægt að líta frá þeim neikvæðu umsögnum sem bár- ust um tillögurnar frá lögboðnum umsagnaraðilum. Því lagði hún til við sveitarstjórn að breyting- artillögunum yrði hafnað. Einnig lagði nefndin til að skipulagsfull- trúa yrði falið að tilkynna fram- kvæmdina til Skipulagsstofnun- ar til ákvörðunar dagsekta vegna brota á lögum um mat á umhverf- isáhrifum. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða báðar þessar tillögur umhverfis-, skipulags- og náttúru- verndarnefndar á fundi sínum 9. júní síðastliðinn. kgk/ Ljósm. úr safni. Hafna því að breyta skipulaginu eftir á Virkjun var reist í Draghálsá án tilskilinna leyfa Birgir Þórisson ráðinn aðstoðarskólastjóri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.