Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 2020 19 Íslandsmót barna og unglinga í hesta- íþróttum fór fram á Brávöllum á Sel- fossi um helgina. Tvær stúlkur úr hestamannafélaginu Borgfirðingi komu heim með gullverðlaun. Það voru þær Kolbrún Katla Halldórs- dóttir sem stóð uppi sem sigurvegari í A úrslitum í fjórgangi unglinga og því Íslandsmeistari í þeirri grein. Í barna- flokki varð Íslandsmeistari Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Ísar frá Skán- ey. Höfðu Kristín Eir og Ísar mikla yfirburði á næstu keppendur. Um helgina lauk einnig Meistara- deildinni í hestaíþróttum eftir frekar óvenjulegan vetur vegna Covid. Jak- ob Svavar Sigurðsson úr hmf. Dreyra var með nokkuð örugga forystu fyr- ir lokakvöld mótsins og náði hann að halda henni og er því Meistarinn 2020. Jakob hlaut 48,5 stig. Þetta er annað árið í röð sem hann sigrar í deildinni. Í öðru sæti varð Viðar Ing- ólfsson með 35 stig og í því þriðja var Konráð Valur Sveinsson með 28 stig. mm/ Ljósm. aðsendar Ofan við bílastæðin þar sem lagt er við Deildartunguhver í Reykholts- dal eru tveir veitingastaðir. Annars vegar Krauma en hins vegar einn minnsti veitingastaður landshlut- ans og nefnist sá Staldrið. Um er að ræða matarvagn þar sem í boði eru fjórir réttir auk drykkjarfanga. Þá er auk þess selt nýtt grænmeti á pall- inum en það er allt ræktað í gróð- urhúsunum í Víðigerði. Bragi Geir Gunnarsson keypti garðyrkjustöð- ina Víðigerði fyrir tveimur árum. Hann var áður vert í Hvernum á Kleppjárnsreykjum en ákvað eftir að hann keypti garðyrkjustöðina að setja upp lítinn veitingastað í skjóli við gróðurhúsin. Þegar blaðamaður staldraði við í Staldrinu um helgina var fjöldi fólks á svæðinu og mik- ið að gera í matarvagninum. Flestir voru þó gestirnir í náttúrulaugun- um í Krauma og nutu þess að sóla sig í pottunum. Bragi Geir segir að langflest- ir ferðamenn nú séu Íslendingar en þó er hann farinn að taka eft- ir að erlendum ferðamönnum er að fjölga, en opnað var fyrir komu þeirra til landsins á mánudaginn í síðustu viku. mm Á sumrin nýta menn gjarnan tím- ann til að fegra sitt nánasta um- hverfi hvort sem það er með palla- smíði eða tiltekt í garðinum. Þess- ir íbúar á Fagurhólstúni í Grund- arfirði eru þar ekki undanskilin en þarna má sjá risavaxið tré sveima yfir húsunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ekki veit fréttaritari Skessuhorns hvað varð um þetta tré en fannst sjónin sem við honum blasti nokkuð óvenjuleg. tfk Hægt er að tylla sér niður inni í gróðurhúsinu. Staldrið við Deildartunguhver Bragi selur grænmeti sem hann ræktar sjálfur í gróðurhúsunum. Meðal annars tómata, gulrætur og maís. Á pallinum við matarvagninn Staldrið. Svífandi tré Jakob S Sigurðsson er Meistarinn 2020. Kolbrún Katla og Kristín Eir Íslandsmeistarar Kolbrún Katla Hall- dórsdóttir. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker. Stykkishólmur 4. júlí 2020 SKOTTHÚFAN Í FÓTSPOR FJALLKONU Gamla Stykkishólmskirkja kl. 10:30 KOMIN MEÐ BÚNING, HVAÐ SVO? Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir Eldfjallasafnið kl. 13:00 HELGIGRIPUR EÐA VEISLUKLÆÐI? Anna Karen Unnsteinsdóttir Eldfjallasafnið kl. 13:30 DANSINN OG BÚNINGARNIR Atli Freyr Hjaltason Eldfjallasafnið kl. 14:00 BÚNINGASKART Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari Norska húsið kl. 11:00 - 17: 00 MYNDATAKA Myndataka við Norska húsið kl. 15:00 KAFFIBOÐ Í BETRI STOFUNNI Gestum í þjóðbúningum er boðið upp á kaffi og rjóma- pönnukökur að hætti kvenfélagskvenna í Stykkishólmi. Norska húsið kl. 15:15 DANSVINNUSTOFA Sporin kennd, æfð og stigin fyrir kvöldið. Eldfjallasafnið kl. 17:00 DANSINN STIGINN Atli Freyr, Eydís Gauja, Elizabeth Katrín og Hrefna stýra balli í Eldfjallasafninu kl. 21:00 Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið norskahusid.is f norskahusid f skotthufan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.