Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 202018 Varðskipið Óðinn lagðist að bryggju á Akranesi laust eft- ir hádegið á föstudag. Um borð voru félagar í Hollvina- samtökum Óðins, sem hafa lagt kraft í varðveislu skips- ins, viðhald þess og umhirðu. Skipið er hluti af Sjóm- injasafninu í Reykjavík, en varðveitt í því ásigkomulagi sem það kom til safnsins og er að líkindum stærsti ein- staki safngripur hér á landi. Í nokkur ár hafa gamlir fyr- verandi vélstjórar unnið við að koma vélum skipsins í siglingarhæft ástand og var þessi sigling á Akranes lið- ur í því að láta á þær reyna og jafnframt að bjóða vel- unnurum og hollvinum að njóta siglingar með skipinu. Þetta var fyrsta sigling skipsins í 14 ár ef undan er talið reynsluferð út á sundin þegar vélar skipsins voru gang- settar í fyrsta skipti. Skipherra í ferðinni á Akranes var Vilbergur Magni Óskarsson fagstjóri í skipstjórnargrein- um í Tækniskólanum en hann er gamalreyndur á skipinu sem fyrrum skipherra og stýrimaður. Varðskipið Óðinn var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1959. Það er 910 að þyngd, 63 metrar að lengd og tíu metra breitt. Það er sérstaklega styrkt fyrir siglingar í ís og tvær aðalvélar þess skila því 18 mílna ganghraða. Siglinga- og fjarskiptatæki voru ætíð af bestu gerð. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öld. Öflugasta vopn skipsins var 57 mm fallbyssan á pall- inum framan við brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum voru þó togvíraklippurnar svo- kölluðu. Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip í sinni tíð, dró tæplega 200 skip til lands eða í var vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Þá dró hann flutninga- og fiskiskip 14 sinnum úr strandi. Við komuna til Akraness á föstudag færði Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri hollvinasamtökunum og skipstjóra Óðins blómvönd og gjafir. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, færði þeim Sævari og Gísla Gíslasyni, hafnarstjóra Faxaflóahafna, skjöld merkt- an varðskipinu að gjöf. Að svo búnu var gestum boðið að stíga um borð og skoða skipið. Fjölmargir þáðu það og gaf að líta ríflega 60 ára gamalt skip sem er í mjög góðu ásig- komulagi. Hollvinum Óðins var svo boðið í mat í Jónsbúð og í skoðunarferð niður á Breið að vitunum áður en siglt var suður að nýju um miðjan daginn. kgk/ Ljósm. kgk/gó/gsv Varðskipið Óðinn lagðist að bryggju á Akranesi Óðinn á siglingu skammt fyrir utan Akranes í fylgd lóðsbátsins Haka og björgunarbáts BA, Margréti Guðbrandsdóttur. Ljósm. gsv Skipinu bakkað að bryggjunni. Ljósm. kgk Bæjarstjórinn bauð skipstjóra og Hollvinasamtök Óðins velkomin á Akranes og skipst var á gjöfum. Ljósm. kgk Beðið á meðan verið var að binda skipið við bryggju. Ljósm. kg. Um 80 manns voru um borð í Óðni á siglingunni frá Reykjavík til Akraness. Ljósm. kgk Sjómenn horfa alltaf til hafs. Ljósm. kgk Fallbyssan góða með 57 mm hlaupvídd. Ljósm. kgk Strákunum á Óðni fellur aldrei verk úr hendi. Ljósm. kgk Karlarnir í brúnni. Ljósm. gsv Siglt af stað áleiðis til Reykjavíkur. Ljósm. gsv Togvíraklippurnar frægu sem beitt var í þorskastríðinu við Breta. Ljósm. g.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.