Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 2020 13 Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020 verður frá kl. 9:00 til kl. 21:00. Kjörstaður er í stjórnsýsluhúsinu við Innrimel í Melahverfi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanni fram að kjördegi. Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis. Kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit Jóna Björg Kristinsdóttir Helga Stefanía Magnúsdóttir Guðmundur Ólafsson Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit www.hvalfjardarsveit.is FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN NORÐVESTURKJÖRDÆMIS Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram laugardaginn 27. júní 2020. Á kjördag verður yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis með aðsetur á Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 16, Borgarnesi, netfang ingi@lit.is og s. 860 2181 Að loknum kjörfundi kl. 22:00 fer talning atkvæða fram á sama stað en flokkun atkvæða og undirbúningur talningar mun byrja um kl. 20:00. f.h yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis Ingi Tryggvason formaður Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru á ferðinni á 50 fjölförnum stöðum um land allt á föstudaginn, Safe Travel deginum, og tóku tali ökumenn og aðstoðar- menn þeirra og ræddu um hlutverk aðstoðarbílstjórans. Ræddu þeir um hlutverk aðstoðarbílstjórans, ábyrga ferðahegðun og dreifðu til þeirra fræðsluefni. Sérstök áhersla í ár var á hlutverk farþega í fram- sæti bifreiða. Hálendisvakt Landsbjargar verð- ur í fimmtánda skipti í sumar og stendur fram í ágúst. Markmiðið með verkefninu er að sinna forvörn- um með því að leiðbeina og aðstoða ferðamenn ásamt því að stytta við- bragð björgunarsveita komi til út- kalla á hálendinu. Á hverju sumri taka um 200 manns þátt í verk- efninu og sinna rúmlega 2.000 út- köllum, margir sjálfboðaliðar nýta þannig hluta af sumarfríinu sínu og standa vaktina í góðum félagsskap í viku í senn. Hálendisvaktin verður staðsett á þremur stöðum: Land- mannalaugum, nýjadal á Sprengi- sandi og Drekagili norðan Vatna- jökuls. mm/Ljósm. úr safni. Hólmarinn Einar Bergmann Daðason útskrifaðist með full skipstjórnarréttindi frá Skipstjórn- arskólanum föstudaginn 29. maí síðastliðinn. Einar er nýorðinn 18 ára gamall og er yngsti útskriftar- nemi Skipstjórnarskólans frá upp- hafi. Hann var færður upp um bekk á grunnskólaaldri, fór upp úr 7. og í 8. bekk og var því yngri en bekkjarfélagarnir síðustu þrjú ár grunnskólans. Hann var því 15 ára gamall þegar hann hóf nám í Skip- stjórnarskólanum haustið 2017, þaðan sem hann útskrifaðist með full réttindi nú í lok maí. Það er þó ekki svo að hann megi taka í stýrið á hvaða skipi sem er enn sem kom- ið er. „Ég er kominn með réttindi sem undirstýrimaður á ótakmark- aðri stærð skipa. Þá má ég vera undirstýrimaður á öllum skipum, en ég þarf að byrja að safna sjótím- um. Ég þarf að vinna í tólf mán- uði sem undirstýrimaður og síðan í tólf til viðbótar sem yfirstýrimað- ur. Að því loknu má ég verða skip- stjóri á öllum gerðum skipa,“ út- skýrir Einar í samtali við Skessu- horn. Snemma beygist krókur Aðspurður segist hann líklega allt- af hafa stefnt á skipstjórnarnám og starf til sjós. „Ég bý við þau for- réttindi að amma og afi eiga hlut í eyjafélagi í Breiðafirði og hlut í húsi í Flatey. Á sumrin var ég mik- ið með þeim í kringum allt sem því tengist og mikið úti á sjó. Ætli ég hafi ekki verið í leikskóla þeg- ar ég ákvað að verða skipstjóri. Ég allavega man ekki hvenær áhuginn kviknaði og mamma man það ekki heldur,“ segir Einar. „Svo skemm- ir ekki fyrir að stjúpi minn er skip- stjóri og fjölskyldan hefur stutt vel við bakið á mér í þessu alla tíð,“ segir hann. „Síðan byrjaði ég á 14. ári í bláskelinni heima í Hólmi. Þá var þetta endanlega ákveðið. Það árið var ég bæði þar og í afleysing- um á ferjunni Baldri,“ bætir hann við. Starfið í bláskelinni var bæði við veiðar og vinnslu skeljarinnar. Á Baldri hóf Einar störf í el- dhúsinu og fór svo fljótlega eft- ir það að leysa af sem háseti bæði í Breiðarfjarðarferjunni og ein- nig á útsýnisbátnum Særúnu. „Svo smám saman vatt þetta upp á sig. Fjölskyldan flutti til Vestmannaey- ja þegar stjúpi hætti hjá Sæferðum og tók við sem skipstjóri á Her- jólfi. Ég fylgdi honum þangað um borð, ásamt því að hafa tekið nok- kra túra á togurum og núna síðast á varðskipinu Tý. Mér bauðst að fara á hann sem háseti í afleysing- um og að öllu óbreyttu fer ég aftur á Tý núna í lok júlí,“ segir Einar. Stefnan sett á sjóinn Spurður hvert hann stefni þeg- ar hann er búinn að safna sjótím- unum er svarið einfalt: „út á sjó,“ Hefur stefnt á skipstjórn frá leikskólaaldri Einar Bergmann Daðason. Ljósm. sá. segir Einar léttur í bragði. „En það er nú ekki beint ákveðið. Ég hef fengið þessa spurningu oft upp á síðkastið og svara því alltaf þannig að tíminn verði að fá að leiða það í ljós. Það heillar að fara erlendis, annað hvort á skemmtiferðaskipin eða í olíuborpallaiðnaðinn í nor- egi, að vera á skipum sem þjónusta þá,“ bætir hann við. En hvað er það sem heillar hann við þessar grein- ar? „Það er allt svo mikilfenglegt í skemmtiferðaskipaiðnaðinum. Risastór skip sem litlir menn geta stjórnað. Það heillar mig. Eins held ég að það sé fjölbreytt starf að þjónusta olíuborpallana í nor- egi og skipin þar eru öll búin full- komnustu tækni og kerfum sem til eru,“ segir hann. Í sumar kemur hann til með að starfa á Herjólfi og við afleysingar á Tý. Hvað tekur við að því loknu þarf að fá að koma í ljós, eins og Einar sagði áðan. „Ég var í fyrsta skipti stýrimaður á Herjólfi um síðustu helgi, þegar ég var 2. stýri- maður. Ég verð örugglega svolítið mikið á Herjólfi í sumar og hug- sanlega í vetur líka. Annars er það allt saman opið, mig langar að pró- fa sem flest og sigla sem víðast,“ segir Einar Bergmann Daðason að endingu. kgk Hálendisvaktin hafin SK ES SU H O R N 2 02 0 Forsetakosningar Kjörfundur vegna forsetakosninga í Dalabyggð verður í fundarsal stjórnsýsluhússins á 2. hæð (lyfta er komin í gagnið í húsinu) að Miðbraut 11 í Búðardal og stendur frá kl. 10:00 til kl. 22:00. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkum á kjörstað. Kjörskrá fyrir Dalabyggð mun liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar, virka daga frá kl.9:00-13:00 Sýnum tillitsemi og virðum sóttvarnir að fullu á kjörstað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.