Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 202030 Hvaða ávana hefur þú og værir til í að laga? Spurning vikunnar (Spurt í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi) Ingunn Jóhannesdóttir „Ég slekk öll ljós, sumir sem vilja að ég hætti því.“ Konráð J. Brynjarsson „Væri til í að hætta að drekka mjólk af stút.“ Marinó Þór Pálmason „Hætta að slæsa í golfi.“ Gestur Andrés Grétarsson „Hætta að söngla þegar ég geispa.“ Arnar Smári Bjarnason „Hætta að vera rauðhærður.“ Skallagrímur sigraði Samherja, 4-0, í fyrsta leik liðsins í 4. deild karla í knattspyrnu. Leikið var í Borg- arnesi á þriðjudagskvöld í liðinni viku. Borgnesingar mættu ákveðnir til leiks og komust yfir á 21. mínútu leiksins, þegar Magnús Helgi Sig- urðsson komst einn í gegn og skor- aði eftir góða sendingu frá Viktori Inga Jakobssyni. Magnús bætti síð- an öðru marki við á 32. mínútu eftir langa sendingu frá Sölva G Gylfa- syni og vandræðagang í vörn gest- anna. Borgnesingar leiddu því með tveimur mörkum gegn engu þegar flautað var til hálfleiks. Skallagrímsmenn voru áfram öfl- ugri í síðari hálfleik. Tómas Sjö- berg kom sér inn fyrir vörn gest- anna með frábærri gabbhreyfingu og kom Skallagrími í 3-0 á 51. mín- útu leiksins. Það var síðan Declan Redmond sem innsiglaði 4-0 sigur Borgnesinga á 76. mínútu með góð- um skalla eftir aukaspyrnu Sölva. Skallagrímur situr í 2. sæti C-rið- ils 4. deildarinnar með þrjú stig eft- ir fyrsta leik sumarsins, eins og Ber- serkir og Hamar sem einnig unnu sína leiki. næst leika Borgnesingar á morgun, fimmtudaginn 25. júní, þegar þeir mæta liði KM á útivelli. kgk/ Ljósm. úr safni/ sas. Körfuknattleiksdeild Snæfells hef- ur samið við Halldór Steingríms- son um að þjálfa meistaraflokka Stykkishólmsliðsins. Halldór samdi við Snæfell til tveggja ára. Hann hefur um árabil verið við- loðandi íþróttastarf og þjálfun og er menntaður í íþróttastjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu á Fa- cebook-síðu Snæfells. Halldór starfaði fyrir kkd. Fjölnis um 17 ára skeið, sem þjálf- ari auk þess að vinna önnur störf innan félagsins. Á síðasta ári þjálf- aði hann meistaraflokk karla hjá Sindra á Höfn og var yfirþjálfari yngri flokka. Þá er hann einnig að- stoðarþjálfarai U20 ára landsliðs karla. kgk Snæfell nældi sér í eitt stig þegar liðið heimsótti Björninn í Graf- arvoginum síðastliðinn laugar- dag í fyrstu umferð 4. deildar B- riðils karla í knattspyrnu. Bæði mörkin komu seint í leiknum og með mínútu millibili. Það voru gestirnir frá Stykkishólmi sem skoruðu fyrsta markið á 83. mín- útu þegar Mateusz Roman Kubas skilaði boltanum í netið. Strax á 84. mínútu jafnaði Guðbjörn Al- exander Sæmundsson metið fyr- ir Grafarvogsliðið. Liðin skildu því jöfn eftir fantagóða baráttu. næsti leikur Snæfells er gegn SR á Stykkishólmsvelli næst- komandi föstudag og hefst kl. 20:00. glh/ Ljósm. þa Skagakonur mættu Víkingi Reykja- vík fyrir helgi í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í fótbolta. Liðin skiptust á um að sækja í upphafi leiks og voru bæði til alls líkleg. ÍA átti dauðafæri á 25. mín- útu þegar Víkingur bjargaði á línu eftir mikinn darraðadans í teignum. Stuttu seinna náði nadía Atladótt- ir að koma Víkingskonum yfir á 31. mínútu eftir að hafa unnið boltann í teig Skagakvenna og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir heimastúlkur. ÍA-konur komu ákveðnar í síðari hálfleikinn, pressuðu hátt upp völl- inn og voru áræðnar á varnarlínu Víkings. Rétt undir lokin, á ann- arri mínútu í uppbótartíma, náðu Skagastúlkur að jafna metin. Þá barst boltinn út á Maríu Björk rétt fyrir utan vítateig Víkings og lagði María knöttinn laglega framhjá Höllu Margréti í marki heima- stúlkna. Liðin skildu jöfn með sitt- hvort stigið í vasanum eftir fyrstu umferð. næsti leikur ÍA fer fram á Akra- nesvelli gegn Gróttu frá Seltjarnar- nesi næstkomandi föstudag. Leik- urinn hefst kl. 19:15 glh Íslandsmótið í fyrstu deild karla í knattspyrnu hófst um helgina og gerði Víkingur Ólafsvík sér lítið fyrir og sigraði Vestra frá Ísafirði á laugardag þegar liðin áttust við í fyrstu umferð. Leikurinn fór fram á Ólafsvíkurvelli. Heimamenn voru sterkari í byrj- un leiks og spiluðu boltanum vel á milli sín. Vestri átti þó eitraðar skyndisóknir þess á milli en alltaf virtist Víkingur vera með yfirhönd- ina. Það var svo á hinni frægu mar- kamínútu, þ.e. 43. mínútu þegar dró til tíðinda. Gonzalo Zamorano fékk boltann á vinstri kantinum og lagði hann snyrtilega í fjærhornið og kom þannig heimamönnum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Víkingur hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og var liðið áræðið í sínum sóknaraðgerðum. Þeir upp- skáru svo á 75. mínútu þegar Har- ley Bryn Willard átti glæsilegt skot fyrir utan teig sem söng í marki gestanna. 2-0 fyrir heimamenn. Ekki náði Vestri að ógna það sem eftir lifði leiks og Víkingur með öruggan sigur og þrjú stig í fartesk- inu eftir fyrstu umferð. næsti leikur Ólafsvíkinga verður sunnudaginn 28. júní gegn Keflavík á Ólafsvíkurvelli kl. 16:00. glh Gonzalo Zamorano leikmaður Víkings fagnar marki sínu af innlifun. Ljósm. af. Öruggur sigur Víkings í fyrstu umferð Jafntefli ÍA-kvenna Hart barist í teignum. Ljósm. sas. Frá undirritun samningsins við Halldór. Ljósm. Kkd. Snæfells. Halldór Steingrímsson þjálfar Snæfell Jafntefli í Grafarvoginum Borgnesingar byrjuðu á sigri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.