Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 20208 Stöðvum fyrir gangandi VESTURLAND: Tveir öku- menn voru í liðinni viku teknir fyrir að virða ekki gangbrauta- rétt. það er mikilvægt að öku- menn stöðvi þegar þeir koma að gangbraut þar sem gangandi vegfarendur eiga leið yfir göt- ur. Þá var einn ökumaður svipt- ur ökuréttindum á ferðinni á ótryggðum bíl. -arg Hjálmlaus, óskráð og ljóslaust HVALFJ.SV: Við Hvalfjarðar- göngin sást til ökumanns á léttu bifhjóli í liðinni viku. Var hjól- ið óskráð og ljóslaust auk þess sem ökumaðurinn var hjálm- laus. Var hann stöðvaður á leið sinni inn að Akranesi. -arg Aflatölur fyrir Vesturland 12. – 20. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 20 bátar. Heildarlöndun: 20.596 kg. Mestur afli: Knolli BA-8: 6.780 kg í einum róðri. Arnarstapi: 17 bátar. Heildarlöndun: 24.678 kg. Mestur afli: Kvika GK-517: 1.312 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 21 bátur. Heildarlöndun: 658.043 kg. Mestur afli: Björgúlfur EA-312: 268.601 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík: 31 bátur. Heildarlöndun: 199.793 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH-137: 39.327 kg. í fjórum löndunum Rif: 26 bátar. Heildarlöndun: 260.038 kg. Mestur afli: Tjaldur SH-270: 65 192 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 22 bátar. Heildarlöndun: 68.507 kg. Mestu r afli: Fúsi SH-600: 9.296 kg. í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Björgúlfur EA-312 – GRU: 135.627 kg. 14. júní. 2. Björgúlfur EA-312 – GRU: 132.974 kg. 12. júní. 3. Sigurborg SH-12 – GRU: 80.689 kg. 13. júní. 4. Runólfur SH-135 – GRU: 63.534 kg. 15. júní 5. Farsæll SH-30 – GRU: 63.051 kg. 14. júní -arg Dýrkeypt símtöl LANDIÐ: Fjölmargir hafa fengið sekt fyrir að aka of hratt síðustu vikuna. 80 öku- menn voru stöðvaðir af lag- anna vörðum á ferðinni fyr- ir að aka of hratt og mynda- vélabíll Lögreglunnar á Vest- urlandi náði myndum af 101 hraðakstursbroti innanbæjar á Akranesi og í Borgarnesi í vik- unni. Af þeim sem voru tekn- ir af hraðamyndavélum í vik- unni voru fimm sem fengu viðbótarsekt fyrir að tala í far- síma undir stýri án þess að nota handfrjálsan búnað. En nokkuð hefur borið á því að fólki þyki í lagi að bæði tala í símann undir stýri eða sitja með hann í kjöltunni og skoða samfélagsmiðla á meðan á akstri stendur. Þetta er vissu- lega ekki í lagi og skapar mikla hættu í umferðinni því athygli ökumanna ætti alltaf að vera 100% við aksturinn. –arg ASÍ krefst hækkunar atvinnuleysisbóta LANDIÐ: Alþýðusambandið hefur um nokkurra missera skeið lagt áherslu á að lög- in um atvinnuleysistrygging- ar verði endurskoðuð í heild sinni. „Sú afstaða byggir ann- ars vegar á þeim breytingum sem orðið hafa og eru að verða á vinnumarkaði og skipulagi vinnunnar og hins vegar á þeirri skoðun að mikilvægt sé að fólk í atvinnuleit geti nýtt þann tíma til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með því að sækja sér menntun eða auka hæfni sína með öðrum hætti. Alþýðusambandið hefur jafn- framt lagt ríka áherslu á að at- vinnuleysisbætur verði þeg- ar í stað hækkaðar og tekju- tengda tímabilið lengt,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „nú eru grunnbætur úr atvinnuleysis- tryggingasjóði miðað við fullt starf 289.510 krónur á mán- uði (auk þess sem greidd er lág fjárhæð með hverju barni á framfæri yngra en 18 ára). Þá eru tekjutengdar bætur að há- marki kr. 456.404 á mánuði, en þó aldrei hærri en 70% af meðaltali heildarlauna á við- miðunartímabilinu. Tekju- tengdar atvinnuleysisbætur eru lengst greiddar í þrjá mánuði, en þó ekki fyrstu tvær vikur í atvinnuleysi. Við þær aðstæð- ur sem nú eru uppi á vinnu- markaði og fyrirsjáanlegar eru á næstu misserum er nauðsyn- legt að gera breytingar til að forða fólki sem misst hefur vinnuna frá enn verri áföllum en felast í atvinnumissi og því tekjutapi sem honum fylgir.“ Í ljósi framanritaðs leggur Al- þýðusambandið til breyting- ar m.v. núgildandi lög og upp- hæðir atvinnuleysisbóta. Um er að ræða hóflegar breyting- ar sem eru einfaldar og hægt er að hrinda strax í fram- kvæmd en með því fororði þó að heildarendurskoðun lag- anna fari fram og þá verði fjár- hæðir atvinnuleysisbóta og annar stuðningur úr atvinnu- leysistryggingasjóði tekinn til gagngerrar skoðunar með það að markmiði að forða fólki frá tekjufalli. „Tillaga Alþýðu- sambandsins er sú að grunn- atvinnuleysisbætur verði sem svarar 95% af tekjutryggingu m.v. fullt starf.“ -mm Skýin á himni geta oft tekið á sig óvenjulegar myndir. Að kvöldi þjóðhátíardagsins myndaðist þetta sérkennilega ský á himni ofan við Grundarfjörð, líkast furðuverki. Sverrir Karlsson áhugaljósmyndari sendi Skessuhorni þessa mynd. mm Allmargir félagsmenn úr dans- hópnum Sporinu komu saman und- ir Brekkufjalli í Andakíl síðastliðinn laugardag til að gróðursetja trjá- lund til minningar um kæran félaga sinn, Svövu Sjöfn Kristjánsdóttur á Hvanneyri, sem lést árið 2018. Trén urðu rúmlega 800 talsins. Danshópurinn Sporið var stofn- aður árið 1995 og sérhæfir sig í að sýna íslenska þjóðdansa og miðla fróðleik um þá. Um helmingur hópsins er búsettur í Borgarfirði en einnig eru pör búsett á höfuðborg- arsvæðinu. mm Fyrsti viðburður í tónleikaröðinni ,,OK í Einkunnum” tónleikar með söguívafi, verður fimmtudaginn 25. júní næstkomandi í fólkvanginum Einkunnum ofan við Borgarnes. Þá ætla þær Soffía Björg og Sig- rún Elíasdóttir að bjóða ykkur upp á spennandi ævintýri fyrir alla fjöl- skylduna þar sem þær tvinna saman sögur og tónlist. Viðburðurinn hefst kl 17:00 og það kostar 1500 kr fyrir 16 ára og eldri, en frítt er fyrir yngri. Það verður enginn posi á svæðinu en það verður tekið við reiðufé og greiðslum með Aur appinu, segir í tilkynningu. „Við biðjum að sjálf- sögðu fólk um að keyra varlega um svæðið þar sem mikið er um úti- vistar- og hestafólk á veginum sem liggur upp að fólkvanginum. Eins og margir vita er útigrill á svæðinu og er tilvalið fyrir þá sem vilja grilla eftir viðburðinn, nú eða að taka með sér nesti. „Við mælum með að taka með teppi eða jafnvel tjaldstóla ef það skyldi ekki verð nógu mörg sæti uppfrá fyrir gesti. Pössum svo upp á að skilja við náttúruna eins og við tókum við henni,“ segja þær stöllur Soffía Björg og Sigrún. mm Svava Sjöfn Kristjánsdóttir. Gróðursettu í minningu Svövu Sjafnar Meðfylgjandi mynd var tekin að lokinni gróðursetningu. Ljósm. Guðjón Valur Jónmundsson. Tónleikaröð með söguívafi í Einkunnum Furðuverk á himni yfir Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.