Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 2020 21
Sumarlesari vikunnar
Nú er sumarlesturinn kominn
á fullan skrið á Bókasafni Akra-
ness. Sumarlesari vikunnar er
Esther Nanna.
Hvað heitir þú og hvað ertu
gömul?
Esther nanna Lýðsdóttir og ég
verð 8 ára í ágúst.
Í hvaða skóla ertu?
Brekkubæjarskóla.
Hvaða bók varstu að lesa o g
hvernig var hún?
Í alvöru ekki opna þessa bók og
hún er fyndin! Ég las hana alla
þótt að bókin vildi það ekki.
Hvar er best að vera þegar þú
ert að lesa?
Í kósýhorninu í sófanum þar sem
er góður leslampi.
Áttu þér uppáhalds bók eða
uppáhalds rithöfund?
Snati litli í ræningjahöndum eftir
Holly Webb. Hún skrifar líka um
Húgó heimilslausa og Kisuna sem
enginn vildi.
Ef þú myndir skrifa bók, um
hvað væri hún?
Ég myndi skrifa bók um bækur.
Og komast að því hvers vegna það
er gaman að lesa.
Er þetta í fyrsta sinn sem þú
tekur þátt í sumarlestrinum?
Þetta er í annað skiptið sem ég
er með. Og ég ætla alltaf að vera
með.
Hvað ætlar þú að gera í sumar?
Ég er að fara á ættarmót í dag. Svo
fer ég í Ölver með bestu vinkonu
minni. Ég fer líka í ferðalag í hjól-
hýsi með ömmu, afa og fjölskyld-
unni á Drangsnes.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Laugardaginn 4. júlí n.k. fer fram
þjóðbúningahátíðin Skotthúf-
an í Stykkishólmi. Hátíðin hefur
fest sig í sessi og setur hún fagr-
an brag á annars fallegan bæ þeg-
ar áhugafólk af öllu landinu heim-
sækir Stykkishólm í sínu fínasta
pússi. Byggðasafn Snæfellinga- og
Hnappdæla hefur veg og vanda að
hátíðinni og hefur fóstrað hana frá
fyrstu tíð í norska húsinu, elsta
tvílyfta timburhúsi á Íslandi. Í
undirbúningsnefnd sitja þær Anna
Melsteð og Ingibjörg Ágústsdótt-
ir ásamt Hjördísi Pálsdóttur for-
stöðukonu Byggðasafnsins.
Fyrsti þjóðbúningadagurinn í
norska húsinu var haldinn 2005
og nafnið Skotthúfan tekið upp
árið 2014. Frá því að Skotthúfu
nafnið komst á hátíðina hefur dag-
skrá hennar stækkað og lengst.
Fyrstu árin var boðið upp á kaffi
og rjómapönnukökur í betri stof-
um norska hússins fyrir gesti í
þjóðbúningum og lukkaðist það
afar vel. Frá árinu 2014 hefur
meðal annars verið bryddað upp
á fyrilestrum, tónleikum, smiðjum
og balli í dagskránni og hefur við
það myndast skemmtileg stemning
meðal gesta.
Mikill áhugi er á þjóðbúning-
um og eru námskeið í þjóðbún-
ingasaumi haldin um allt land með
jöfnu millibili. Á Snæfellsnesi voru
haldin að minnsta kosti tvö slík s.l.
vetur annarsvegar á vegum Ann-
ríkis þjóðbúninga og skart og hins-
vegar á vegum Heimilisiðnaðarfé-
lags Íslands.
Má því sjálfsagt fullyrða að þjóð-
búningaeign færist sífellt í aukana
á Íslandi. Ekki eru það einung-
is miðaldra eða eldri konur sem
leggja stund á þjóðbúningagerð,
fjölmargir hafa áhuga á þessum
þjóðlega arfi, bæði karlar og konur.
Ungt fólk er þar ekki undanskilið
og munu þau kveða upp raust sína
á Skotthúfunni 2020 í Stykkis-
hólmi en dagskráin í ár er sérlega
fjölbreytt og skemmtileg. Dagur-
inn hefst á dagskrárliðnum „Í fót-
spor fjallkonu“ þar sem Anna Mel-
steð sem hefur sterk tengsl við há-
tíðina segir sögu sem hefst í gömlu
kirkjunni í Stykkishólmi og endar
á fjallgönu á fellið helga í Helga-
fellssveit við fótskör Guðrúnar
Ósvífursdóttur. Þeir sem ekki hafa
gengið á fellið áður eiga þess kost
að bera fram þrjár óskir - sem gætu
ræst! Eru gestir hvattir til að klæð-
ast þjóðbúningum í göngunni. Í
Eldfjallasafninu hefst kl. 13 dag-
skrá þar sem Dagbjört Dúna Rún-
arsdóttir fjallar um hvað tekur
við þegar fólk hefur eignast bún-
ing. Anna Karen Unnsteinsdóttir
þjóðfræðingur segir frá lokaverk-
efni sínu í þjóðfræði við HÍ þar
sem hún hefur skoðaði viðhorf til
þjóðbúninga og spyr hvort bún-
ingur sé helgigripur eða veislu-
klæði. Atli Freyr Hjaltason þjóðf-
ræðingur, danskennari og tónlist-
armaður ræðir tengsl þjóðbúninga
og dansanna út frá samnefndri
lokaritgerð sinni í þjóðfræði. Júlía
Þrastardóttir gullsmíðameistari og
sérfræðingur í búningaskarti verð-
ur í norska húsinu frá kl. 11-17
en þar verður uppáklæddum gest-
um einnig stefnt til myndatöku
kl. 15 og í kaffi í betri stofu Önnu
og Árna Thorlaciusar á miðhæð
norska hússins að henni lokinni.
Atli Freyr fær til liðs við sig Ey-
dísi Gauju, Elizabeth Katrínu og
Hrefnu kl. 17 í Eldfjallasafninu og
kennir áhugasömum gestum dans
og er upplagt að læra ný spor fyrir
ball sem haldið verður á sama stað
um kvöldið þar sem þau leika einn-
ig fyrir dansi. Allir eru hjartanlega
velkomnir og uppábúnir gestir að
auki í kaffiboð að hætti kvenfélags-
kvenna í norska húsinu. Ókeypis
aðgangur og þátttaka er í alla dag-
skrárliði hátíðarinnar.
Skotthúfan er með Facebook
síðuna Skotthúfan þar sem ítar-
legri upplýsingar um dagskrá há-
tíðarinnar er að finna. -fréttatilk.
Ljósm. úr safni.
Skotthúfan 2020 í Stykkishólmi 4. júlí