Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 202012
Síðastliðinn laugardag var Álfholt-
skógur í Hvalfjarðarsveit formlega
opnaður af Skógræktarfélagi Skil-
mannahrepps í samvinnu við Skóg-
ræktarfélag Íslands. Síðastliðin tíu
ár hefur verið unnið að því að und-
irbúa skóginn fyrir opnunina en
svona opnun kallar á ýmsar aðgerð-
ir. „Það þurfa að vera góðir stígar
og brýr, fræðsluefni, merkingar og
slíkt. Við höfum lagt okkur fram
við að gera skóginn aðgengilegan
og núna var bara kominn sá tími
að við vorum tilbúin að opna,“ seg-
ir Reynir Þorsteinsson formaður
Skógræktarfélag Skilmannahrepps
í samtali við Skessuhorn.
Klippt á borða
Við opnunina fengu tvö börn úr
Hvalfjarðarsveit, þau Ísabella og
Valgarður, þann heiður að klippa
á borða sem var tákn um form-
lega opnun skógarins. Að loknum
stuttum ræðuhöldum gróðursettu
Ísabella og Valgarður með aðstoð
félagsmanna skógræktarfélagsins
þrjú stæðileg tré áður en boðið var
til kaffisamsætis. „Krakkarnir fengu
bæði smjörhníf að gjöf frá Skóg-
ræktarfélagi Íslands og trjáplönt-
ur frá okkur í Skógræktarfélagi
Skilmannahrepps. Það voru marg-
ir sem þáðu kaffi, kleinur, vöffl-
ur og flatkökur áður en boðið var
upp á gönguferð um skóginn,“ seg-
ir Reynir. „Við stefnum á að bjóða
oftar upp á skipulagðar gönguferð-
ir um skóginn í sumar,“ bætir hann
við.
Sömdu við
Hvalfjarðarsveit
Skógrækt í Álfholtsskógi hófst árið
1940 og var þá um hálfur hektari
að stærð. „Þær voru frekar frum-
stæðar aðferðirnar við skógræktina
á þeim tíma en þá var bara birki-
fræjum sáð. Á þeim tíma voru ekki
plöntur til að setja niður eins og
við gerum í dag. Árinu áður hafði
Skógræktarfélagið verið stofnað
af ungu fólki í sveitinni sem hafði
áhuga á skógrækt og vildi láta gott
af sér leiða og varð félagið 80 ára
á síðasta ári,“ segir Reynir og bætir
við að í dag sé svæði skógarins orð-
ið 75 hektarar að stærð og hefur þar
verið plantað á þriðja hundrað þús-
und plöntum. Í skóginum eru góð-
ir stígar, sjö til átta kílómetrar að
lengd, sem eru vel merktir svo auð-
velt er að rata. Félagsmenn Skóg-
ræktarfélags Skilmannahrepps eru
um 60 talsins og um átta þeirra eru
virkir á vinnukvöldum yfir sumar-
ið. Að sögn Reynis er um fjögur til
fimm hundruð vinnustundum var-
ið í skóginum á hverju sumri, allt
í sjálfboðavinnu. „Þá eru ekki tald-
ar með þær vinnustundir sem unn-
ar eru heima,“ segir Reynir.
nýlega gerði félagið samning
við Hvalfjarðarsveit, sem vill styðja
frekar við starfsemina. „Skógurinn
er orðinn að perlu í sveitinni og
vill sveitarfélagið halda merki hans
á lofti. Sveitarfélagið greiðir okk-
ur 300 þúsund krónur á ári í fimm
ár og verður sá peningur notaður
til að hirða og slá á svæðinu. Við
sem komum að vinnu í skóginum
erum orðin fullorðin og þurfum
við aðeins að spara kraftana eins og
hægt er. Var því ákveðið að bjóða
út svona verkefni fyrir þennan pen-
ing,“ útskýrir Reynir.
Allir velkomnir
í Álfholtsskóg
Aðspurður segir Reynir skóginn
aldrei hafa verið lokaðan en hann
hafi þó ekki formlega verið opnað-
ur fyrr en nú. „Við höfum verið í
samvinnu við Skógræktarfélag Ís-
lands sem hefur hvatt til að skógar
yrðu opnaðir og gerðir að útivist-
arsvæðum. Við höfum svona ver-
ið með það bakvið eyrað að opna
skóginn formlega en það hefur ver-
ið smá tregða að gera það vegna
hræðslu við að umgengni yrði
slæm. En síðustu tíu ár hafa farið í
að undirbúa skóginn fyrir opnun og
teljum við það bara mjög jákvætt,“
segir Reynir en Álfholtsskógur er
sautjándi skógurinn á landinu sem
hefur verið opnaður. „Það er öllum
velkomið að kíkja við, ganga um og
dvelja jafnvel í skóginum við leik og
skemmtilegheit,“ segir Reynir og
bætir því við að skógurinn sé tilval-
inn til að halda barnaafmæli, brúð-
kaup eða fyrir brúðkaupsmynda-
tökur og aðra skemmtilega við-
burði.
arg/ Ljósm. aðsendar
Skógræktarfélag Ólafsvíkur og
Snæfellsbær hafa náð samkomulagi
um stækkun landsvæðis til ræktun-
ar trjágróðurs í hlíðunum ofan við
byggðina í Ólafsvík. Um er að ræða
samning til ræktunar á svokölluð-
um landgræðsluskógi. Skógræktar-
félag Íslands er því einnig aðili að
samningnum. Heildarstærð lands
sem nýi samningurinn nær til er
39,5 hektarar sem er ríflega 40%
stækkun á því ræktunarlandi sem
Skógræktarfélag Ólafsvíkur hefur
haft til ráðstöfunar. Eldri samning-
ur fyrir 27 ha svæði var gerður árið
2011. Gildistími nýja samningsins
er 75 ár.
Vagn Ingólfsson formaður Skóg-
ræktarfélags Ólafsvíkur var mjög
sáttur við þennan nýja samning
enda segir hann löngu kominn tíma
til að stækka land til gróðursetning-
ar við Ólafsvík. Hann bætir því við
að ánægjulegt sé að gengið hafi ver-
ið frá samningnum nú á 50 ára af-
mælisári félagsins.
Félagið fær góðar gjafir
Skógræktarfélagi Ólafsvíkur hafa
nú borist góðar gjafir frá fyrirtækj-
um og félagasamtökum í Ólafs-
vík. Lionsklúbbur Ólafsvíkur gaf á
dögunum veglega peningagjöf til
félagsins sem notað var til kaupa
á tveimur bekkjum og til plöntu-
kaupa. Líkamsræktarstöðin Sól-
arsport og Söluskáli ÓK í Ólafs-
vík gáfu svo félaginu bekki. Þess-
ir bekkir munu koma að góðum
notum en þeim verður komið fyr-
ir í Réttarskógi í landi skógræktar-
félagsins. af
Myndin er tekin við afhendingu bekkjanna frá Lions. F.v. Stefán Smári Krist-
ófersson formaður Lionsklúbbsins, Vagn Ingólfsson formaður Skógræktarfélags
Ólafsvíkur og Óskar Ingi Ingason ritari Lionsklúbbsins.
Samið um verulega aukið landsvæði
til skógræktar í Snæfellsbæ
Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Íslands, Vagn Ingólfsson for-
maður Skógræktarfélags Ólafsvíkur og Kristinn Jónasson bæjarstjóri.
Það voru margir sem komu í skóginn við opnunarathöfnina á laugardaginn. Hér
ávarpar Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri samkomuna.
Álfholtsskógur formlega opnaður
Ísabella setur niður fallegt tré í Álfholtsskógi með aðstoð Reynis Þorsteinssonar.
Ísabella og Valgarður sáu um að klippa á borðann við opnun.
Gönguleiðir um Álfholtsskóg.