Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 2020 15 Útför hefur farið fram samkvæmt ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda Guðrún Soffía, Jón, börn, tengdabörn og barnabörn Elskuleg frænka okkar Katrín Magnúsdóttir Munaðarnesi er látin SUMARSTARF Óskum að ráða starfsmann í sumar við þrif á veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit (við Lambhaga). Um er að ræða 4 tíma starf annan hvern dag. Uppl. í 822-4850. Myndlistarkonan Tinna Rós Þor- steinsdóttir, sem gengur und- ir listamannsnafninu Tinna Royal, er Bæjarlistamaður Akraness árið 2020. Það var Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri sem greindi frá val- inu í sérstöku hátíðarstreymi sem sent var út á vegum Akraneskaup- staðar á þjóðhátíðardaginn, þar sem fallið hafði ferið frá hefðbundinni hátíðardagskrá vegna Covid-19. Lýsti hann því að bæjarlistamað- urinn væri ung, framsækin, skap- andi og listræn kona sem hefði vak- ið athygli fyrir mjög frumleg verk þar sem ákveðin leikgleði skini oft í gegn. Því næst greindi hann frá því að Tinna yrði sæmd þessari heið- ursnafnbót í þetta skiptið. Stolt af nafnbótinni Í samtali við Skessuhorn segist Tinna Rós vera stolt af því að hljóta þessa heiðursnafnbót. „Mér finnst æðislegt að fá þennan gæðastimpil á verk mín. Ég er því mjög þakklát þeim sem settu nafn mitt í hattinn og hjálpaði menningar- og safna- nefnd að komast að þessari niður- stöðu,“ segir hún. Bæjarlistamaður hlýtur peningastyrk og lofar jafn- framt að halda sýningu á starfs- árinu. „Ég mun örugglega sýna á Vökudögum í haust, en aðal púðrið verður þó sett í sýningu sem ég von- ast til að fá að setja upp á Byggða- safninu í Görðum næsta sumar, lík- lega rétt fyrir 17. júní þegar næsti bæjarlistamaður verður valinn.“ Fann ástina í garðinum heima Aðspurð segist Tinna Rós vera fædd á Akranesi. Foreldrar hennar kynntust og höfðu sest þar að fyr- ir fæðingu hennar, móðir hennar kom úr Dölunum og faðir henn- ar af Suðurlandinu. Eiginmann sinn segist Tinna svo hafa fundið í garðinum heima hjá sér. „Maður- inn minn heitir Ívar Árnason. Við kynntumst þegar skólabróðir mín kynnti mig fyrir honum þegar ég var 14 ára. Æskuást kviknaði. Við eigum tvö börn sem eru á fullu að vaxa úr grasi. Átján ára strák og 13 ára stelpu.“ Tinna segir að lista- maðurinn hafi blundað í henni alla tíð. „Ef ég hefði verið spurð þeg- ar ég var lítil stelpa hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, hefði ég viljað segja listamaður, en hefði örugglega samt sagt búðarkona. Það þótti ekki sérlega praktískt eða vænlegt til tekna að vera listamað- ur og því var ekki beint gælt við það framan af. Engu að síður ákvað ég að skrá mig í fornám í Mynd- listarskólann á Akureyri þar sem við bjuggum veturinn 2012-2013. Hélt svo áfram á fagurlistabraut í þeim skóla veturinn 2014-15. Mig dreymir um að fara aftur norður og ljúka því námi,“ segir hún. Raunsæismálari Tinna Rós segir að foreldrar henn- ar og Bjarni Þór Bjarnason lista- maður og fyrrum myndlistarkenn- ari hafi verið hennar helsta hvatn- ing til listsköpunar. Sumarið 2016 hélt hún myndlistarsýningu á Bóka- safni Akraness og hefur starfað þar við íhlaupavinnu síðan. Þá hefur hún haldið sýningar á Vökudögum og m.a. sýnt í Galleríi Bjarna Þórs. Aðspurð segir hún að listin sé henni ástríða, fremur en áhugamál. „Ég hef hins vegar forðast að gera mér nokkrar grillur um að geta lifað af listinni einni saman. Finnst eins og það gæti hamlað sköpunargleðinni. Fram undir þetta hef ég auk þess þvertekið fyrir að mála eftir pönt- unum, en er nú í tvígang á stuttum tíma búin að vinna verk sem fólk hefur pantað hjá mér. Í öðru til- fellinu valdi kaupandinn allt sem átti að vera á myndinni og það var því í sjálfu sér ekkert mál. Í hinu til- fellinu málaði ég dáldið óvenjulega fjölskyldumynd. Myndin var ekki af fólkinu sjálfu, heldur einum skó af hverjum fjölskyldumeðlim. Sú mynd tókst held ég bara nokkuð vel og jók sjálfstraust mitt töluvert.“ Tinna segist skilgreina sig sem nákvæmnismálara. „Raunsæismál- un er eitthvað sem ég finn mig í. Ég lærði að nota olíuliti þegar ég var í skólanum, en hafði áður mál- að með acryl. Ég hreinlega elska að mála með olíulitum. Mitt aðal vandamál er hins vegar að ég er vandræðalegur verðleggjari. Hef verið dáldið óörugg með hvernig ég á að verðleggja það sem ég geri. Það er hins vegar að lagast og nú er ég sömuleiðis að hugsa um að end- urskoða þessa ákvörðun mína og byrja að taka pantanir ef fólk óskar eftir því.“ Búðingsnafn En hvernig kom til þetta lista- mannsnafn, Tinna Royal? Það var alltaf draumur hjá mér að finna hentugt listamannsnafn. Annað gengur jú ekki. Hins vegar var það blaðamaður á DV sem byrjaði með þetta og þá var ekki aftur snúið. Hann tók við mig viðtal árið 2015 þegar ég var að steypa og mála kleinuhringi og skrifaði eitthvað á þá leið að ég gengi alltaf undir nafn- inu Tinna Royal. Það var hins veg- ar bull, en sem betur fer var ég sátt við þessa óvæntu nafngift. nafnið er því dregið af Royal búðingnum, ekki það að ég væri eitthvað kon- ungborin eða svoleiðis. Tinna Ro- yal hentar mér bara vel,“ segir hún að endingu. kgk/mm Tinna Royal er Bæjarlistamaður Akraness Hér má sjá efsta hluta nýrrar fjölskyldumyndar sem Tinna Royal er að mála. Myndin er ekki af fólki, heldur skóm úr þeirra eiga. Hér eru foreldrarnir á heimilinu. Tinna Rós Þorsteinsdóttir, Tinna Royal. Frá opnun sýningar Tinnu á Vökudögum í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.