Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 202020 17. júní hátíðarhöld á Vesturlandi Þjóðhátíðardagurinn fór fram í einmuna blíðu í Stykkishólmi. Lúðrasveit Stykkishólms lék lög fyrir íbúa dvalarheimilisins í upphafi skrúðgöngu og sömuleiðis söng kór Stykkishólmskirkju þar áður en haldið var á hátíðarsvæðið þar sem aðal dag- skráin fór fram. Ljósm. sá Á hátíðarsvæðinu í Stykkishólmi var boðið upp á galdra, ávarp fjallkonu, sem hér gengur inn á svæðið, og ræðumann dagsins sem að þessu sinni var Einar Bergmann Daðason. Einar er yngstur til að útskrifast frá Tækniskóla Íslands með ótakmörkuð alþjóðlegum réttindum á öll skip. Ljósm. sá Dagskráin í Stykkishólmi endaði á froðurennibraut í boði Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar. Ljósm. sá Þjóðhátíðardeginum var fagnað í Grundarfirði. Kvernár- og Grundarhlaupið var á sínum stað ásamt því að keppt var í sundi. Að því loknu var uppskeruhátíð Ungmennafélags Grundarfjarðar. Þar voru grillaðar pylsur og krökkunum afhentar gjafir eftir uppskeru vetrarins. Vinkonurnar Ellen Alexandra, Jódís Kristín og Telma Dís fögnuðu deginum eins og aðrir Grundfirðingar. Ljósm. tfk Þá var nokkuð óhefðbundin skrúðganga í Grundarfirði þar sem fólk safnaðist saman við Grundargötuna á meðan stelpurnar í Mæk tóku nokkur vel valin lög á meðan þær keyrðu í gegnum bæinn. Ljósm. tfk Mikið fjör á ærslabelgnum í Grundarfirði. Ljósm. tfk Fjallkonan í Borgarbyggð var Arna Jara Jökulsdóttir. Ljósm. Ágúst Elí Ágústsson Nýi sveitastjórinn í Borgarbyggð, Þórdís Sif Sigurðardóttir, hélt sínu fyrstu 17. júní hátíðar- ræðu á þjóðhátíðardaginn. Ljósm. glh Í Reykholtsdal og Hálsasveit héldu íbúar þeirri hefð að fara ríðandi til kirkju í Reykholti. Áð var í Höskuldargerði og hrossin geymd þar meðan síra Geir Waage hélt sína síðustu 17. júní hugvekju. Fánaberi var Þóra Árnadóttir á Brennistöðum. Ljósm. bh. Gosbrunnurinn með listaverkinu „Stúlka með löngu” eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal var formlega vígð í skrúðgarðinum við Suðurgötu á Akranesi eftir endurbætur á 17. júní. Ljósm. akranes.is Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ líkt og áður. Þó var bryddað uppá nýjungum sem taldar voru heppilegar í ljósi þeirra tilmæla sem í gildi eru varðandi fjöldasamkomur. Fjallkonan í Ólafsvík að þessu sinni var Samra Begic. Hún flutti ljóðið Til fánans eftir Einar Benediktsson. Ljósm. þa Kirkjukórar Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshólskirkju fluttu tvö lög í Sjómannagarðinum. Ljósm. þa 17. júní var með óhefðbundnu sniði í Búðardal. Ræðuhöld, ásamt ávarpi fjall- konu, fóru fram á Dvalarheimilinu Silfurtúni en þetta mun vera í fyrsta skipti í sögunni sem það er lokaður viðburður en almenningi bauðst að fylgjast með í beinu streymi á facebook síðu Dalabyggðar. En börnin fengu sína dagskrá við stjórnsýsluhúsið í Búðardal og þar var ýmislegt skemmtilegt í boði. Meðal annars buðu skátarnir gestum upp á að grilla sykurpúða ásamt því að vera með sölubás á hátíðarsvæði. Ljósm. sm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.