Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 2020 7 FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð tilbúin á 1. hæð. 3ja herbergja íbúðirnar 105 fm til 107 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílakjallara og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj. 4ra herbergja íbúðirnar eru frá 126 fm til 128 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH. Innihurðir og flísar frá Parka. Heimilistæki frá Ormsson. Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar, sýningaríbúð á 1. hæð hússins. Stillholt 21 – Akranesi Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is 8 íbúðir eftir S K E S S U H O R N 2 02 0 Forsetakosningar 2020 Kjörfundur vegna forsetakosninga verður haldinn í Brekkubæjarskóla laugardaginn 27. júní 2020. Hefst hann kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00. Skipting í kjördeildir er sem hér segir: I. kjördeild - Búsettir erlendis til og með Grundartúni• II. kjördeild - Hagaflöt til og með Reynigrund• III. kjördeild - Akurprýði til og með Þjóðbraut• Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag. Þeir skulu hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa þeim ef óskað er. Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Brekkubæjarskóla á kjördag. Sími yfirkjör- stjórnar á kjördag er 864 5528 og netfangið er yfirkjorstjorn@akranes.is. Nánari upplýsingar um götuskiptingu kjördeilda má finna á www.akranes.is Yfirkjörstjórn Akraneskaupstaðar Hugrún Olga Guðjónsdóttir Einar Gunnar Einarsson Björn Kjartansson Brákarhátíð verður haldin hátíð- leg í Borgarnesi á laugardag. Þessi bæjarhátíð verður þó með töluvert breyttu sniði í ár vegna Covid-19, að sögn Hafþórs Inga Gunnarsson- ar, sem er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Við ætlum að vera með viðburði á víð og dreif um bæ- inn í ár. Með þessu fyrirkomulagi erum við að dreifa gestum og íbú- um um svæðið og vonandi mynd- ast svona miðbæjarstemning í gamla bænum þar sem flestir þess- ara viðburða fara fram. Það verð- ur því enginn einn punktur né eitt aðalsvið eins og hefur verið síðustu ár. Þessi lausn var því upplögð,“ út- skýrir Hafþór. Ýmsir fastir liðir verða á sínum stað. Má þar nefna bátasiglingar í kringum Brákarey, götugrill, gö- tuskreytingar í hverfunum og sápu- gaman í Þórðargötunni á fimmtu- deginum. Þá verður KK með tón- leika í Borgarneskirkju á föstudags- kvöldinu. Hátíðin nær svo hámarki á laugardag þegar flest atriði fara fram. Markaðstorg barna, þar sem börn eru hvött til að taka til í dó- takistum sínum og selja á svoköll- uðu markaðstorgi, verður í Fé- lagsbæ og Latibær kíkir í heimsókn á Skallagrímsvöll. Þá verður einnig Bubblebolti í boði fyrir krakka og fullorðna ásamt því sem að söfn, veitingastaðir og kaffihús verða öll opin yfir hátíðina. „Við vonum að bæjarbúar taki þátt í hátíðinni með okkur, skreyti húsin sín og garða í sínum hverf- alitum og að götur komi sér sam- an og grilli góðan mat á föstudags- kvöldinu. Á laugardag verður von- andi gott veður svo að allir geti gert sér glaðan dag í Borgarnesi og gengið um gamla bæinn og kíkt á viðburðina,“ segir Hafþór Ingi að lokum. glh Brákarhátíð framundan í Borgarnesi Hafþór Ingi Gunnarsson er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.