Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 20202 Næstkomandi laugardag verða forsetakosningar. Nýtum at- kvæðarétt okkar og mætum á kjörstað. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta á kjörstað hvetjum við til að kjósa utan kjörfundar. Á morgun, fimmtudag, verður breytileg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum og líkur á skúrum síðdegis í flestum landshlutum. Hiti 10-18 stig og hlýjast austan- lands. Á föstudag er spáð aust- anátt 3-10 m/s, skýjuðu með köfl- um og lítilsháttar skúrir verða á víð og dreif. Bætir heldur í vind um kvöldið og fer að rigna aust- anlands. Hiti 10-16 stig. Á laugar- dag og sunnudag verður aust- an- og norðaustanátt 10-18 m/s. Úrkomulítið vestanlands en rign- ing með köflum í öðrum lands- hlutum, jafnvel talsverð austantil á landinu. Hiti frá 8 stigum aust- ast á landinu, en allt að 20 stig á Suðvesturlandi. Á mánudaginn er útlit fyrir ákveðna norðaustanátt. Rigning austantil á landingu og dálítil væta norðanlands, en bjart sunnan heiða. Hiti 7-17 stig og hlýjast suðvestanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hver ætti að vera lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi. Flestir, eða 36% svarenda, sögðu að lágmarki 1.000 íbúar og 29% voru ósammála því að sett yrði lágmark. 17% vilja hafa að lág- marki 5.000 íbúa, 8% myndu vilja hafa lágmarkið við 10.000 íbúa, 6% svarenda vilja hafa lágmark- ið 500 íbúa og 4% sögðust ekki hafa skoðun á málinu. Í næstu viku er spurt: Notarðu sólarvörn? Friðrik Þórsson fékk tíu í einkunn fyrir BA ritgerð sína við Háskól- ann á Bifröst og er hann Vest- lendingu vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Tryggja skólum nægt rekstrarfé LANDIÐ: Framhalds- og háskólum landsins verður tryggt nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana, samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Áætlanir gera ráð fyrir að á komandi skóla- ári fjölgi nemendum á fram- haldsskólastigi um allt að 2.000 og um 1.500 á há- skólastigi. Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna. Fjár- veitingar verða útfærðar við vinnslu fjáraukalaga vegna ársins 2020, þegar fjárþörf skólanna liggur endanlega fyrir. -mm Líkamsárás kærð LANDIÐ: Líkamsárás sem starfsmaður Matvælastofn- unar varð fyrir í eftirliti hef- ur verið kærð til lögreglu. Við komu á eftirlitsstað var eftirlitsmönnum hótað og annar sleginn tvisvar með hækju. „Sami einstaklingur hefur áður verið kærður til lögreglu fyrir árás á starfs- mann stofnunarinnar. Ekki var um sama starfsmann að ræða í bæði skiptin. Mat- vælastofnun hefur ítrekað haft afskipti af hundahaldi mannsins, en tilefni heim- sóknar var hins vegar eftirlit með nágrönnum hans,“ seg- ir í tilkynningu frá MAST. Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótun- um um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða sem á sama hátt, leitast við að hindra framkvæmd slíks starfs skal sæta fang- elsi allt að 6 árum. Jafnframt segir að beita megi sektum ef brot er smáfellt. „Allt of- beldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvæla- stofnunar verður kært til lögreglu,“ segir í tilkynn- ingu. -mm Spáð fyrir um áhrif annarrar Covid-bylgju LANDIÐ: Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, birti nýlega tvær ólíkar spár um áhrif Covid-19 farald- ursins á hagvöxt á Íslandi þar sem annað hvort er gert ráð fyrir því að Covid gangi yfir í einni eða tveimur bylgjum. Ef veiran gengur yfir í einni bylgju spáir stofnunin 10% samdrætti á þessu ári og 4,6% hagvexti á því næsta. Ef faraldurinn blossar hins vegar aftur gerir OECD ráð fyrir 11% samdrætti og 3% hagvexti á næsta ári. Til sam- anburðar má nefna að Seðla- banki Íslands spáir 8% sam- drætti í ár og 4,8% hagvexti á næsta ári. -mm Veðurhorfur Forseti Íslands sæmdi á þjóðhátíð- ardaginn fjórtán Íslendinga heið- ursmerki hinnar íslensku fálka- orðu. Þeir eru: Alma Möller landlæknir, Reykja- vík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í bar- áttu við Covid-19 farasóttina. Anna Dóra Sæþórsdóttir pró- fessor, Kópavogi, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á vett- vangi ferðamálafræði og útivistar. Bárður Hafsteinsson skipaverk- fræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til hönnunar fiski- skipa og íslensks sjávarútvegs. Einar Bollason fyrrverandi for- maður KKÍ og stofnandi Íshesta, Kópavogi, riddarakross fyrir fram- lag til íþrótta og störf á vettvangi ferðaþjónustu. Ellý Katrín Guðmundsdóttir fyrrverandi borgarritari, Reykja- vík, riddarakross fyrir störf á opin- berum vettvangi og framlag til op- inskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Helgi Björnsson leikari og tón- listarmaður, Reykjavík, riddara- kross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar. Hildur Guðnadóttir tónskáld, Berlín, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tón- listar. Hulda Karen Daníelsdóttir kennari og formaður Þjóðræknis- félags Íslendinga, Reykjavík, ridd- arakross fyrir frumkvæði á sviði starfsþróunar og kennslu íslensku sem annars máls og framlag til efl- ingar tengsla við afkomendur Ís- lendinga í Vesturheimi. Jón Kalman Stefánsson rithöf- undur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bók- mennta. Jón Sigurðsson fyrrverandi rekt- or, seðlabankastjóri og ráðherra, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu. Sigrún Þuríður Geirsdóttir þroskaþjálfi, Mosfellsbæ, riddara- kross fyrir afrek á sviði sjósunds. Sigurborg Ingunn Einarsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og ljósmóðir, Eskifirði, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjón- ustu í heimabyggð. Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farasóttina. mm Lögregla, sjúkraflutningamenn og félagar í björgunarsveitinni Klakki í Grundarfirði voru kölluð út seinni- partinn á sunnudag þegar kajak- Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar síðastliðinn mánudag voru til umræðu og afgreiðslu tvö aðskil- in mál frá umhverfis- og skipu- lagsnefnd sem bæði snerta breyt- ingar á aðalskipulagi vegna fyrir- hugaðra vindorkugarða í sveitarfé- laginu. Annars vegar breyting á að- alskipulagi vegna vindorkulundar á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal og hins vegar breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers á Sólheimum í Laxárdal. Fyrir sveitarstjórn lá að taka afstöðu til tillögu um breyt- ingu á aðalskipulagi Dalabyggð- ar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis í stað landbúnaðarnotkunar vegna upp- byggingar vindlundar/vindorkuvers til raforkuframleiðslu í landi Hróð- nýjarstaða og Sólheima. Í bókun sveitarstjórnar kemur fram að lýs- ing vegna breytinganna hafi þeg- ar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila lágu fyrir og hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar. nú var lagður fram uppdráttur og greinar- gerð sem sýnir tillögu að aðalskipu- lagsbreytingunum. Sveitarstjórn staðfesti samhljóða niðurstöðu um- hverfis- og skipulagsnefndar, segir í fundargerð. Jafnframt fól sveitar- stjórn byggðarráði að ákveða með hvaða hætti viðhorfskönnun meðal íbúa vegna mögulegra framkvæmda verður framkvæmd. mm Sveitarstjórn samþykkti skipulagsbreytingar vegna vindorkuvera Sjúkraflutningamenn og lögregla hlúa að manninum í fjörunni. Hætt kominn eftir að kajak valt ræðari hafði fallið útbyrðis nokk- ur hundruð metra frá ströndinni. Maðurinn náði að synda í átt að landi en auk þess var vindur hag- stæður. Maðurinn náði landi með aðstoð sjúkraflutningamanna en var örmagna. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi til frekari aðhlynningar. Hann var vel búinn í þurrbúning og björgunarvesti. mm Fjórtán sæmdir fálkaorðunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.