Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 20206 Fjármagna þrjú björgunarskip LANDIÐ: Ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum á föstu- daginn tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf rík- isins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þrem- ur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveit- ingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og sam- þykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarn- arfélagið Landsbjörgu um fjár- mögnun og viðhald björgun- arskipanna til lengri tíma. Til- lögurnar byggja á vinnu starfs- hóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti 149. löggjafarþingi að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflot- ans til ríkisstjórnar. Starfshóp- urinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Í skýrslu starfs- hópsins er ekki tilgreint hvert næstu þrjú skip munu fara. -mm Miðlunartillaga í kjarabaráttu LANDIÐ: Ríkissáttasemjari lagði á sunnudagskvöldið fram miðlunartillögu í kjaradeilu Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Verkfalli var því af- stýrt kvöldið áður en það átti að hefjast. Haft er eftir Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara á mbl.is að náðst hafi samkomu- lag um öll atriði kjarasamnings utan launaliðsins. Launaliðnum verður því vísað í gerðardóm. Greidd verða atkvæði um miðl- unartillöguna og hefst atkvæða- greiðsla í dag, miðvikudag, og lýkur klukkan 10 laugardaginn 27. júní. Þá kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingar samþykkja að gerðadómur ákveði launin, ella mun boðað verkfall skella á. -mm Vefsíðunni Búðardalur.is lokað DALIR: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti einróma á fundi sínum 22. júní síðastliðinn breyt- ingu á aðalskipulagi. „Það mun þýða að mikill hluti jarðanna Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxár- dal mun breytast úr land- búnaðarjörðum í iðnað- arsvæði fyrir fyrirhuguð vindorkuver. Þetta geta forsvarsmenn vefsíðunn- ar Búðardalur.is ekki sætt sig við en þeir bera hags- muni og framtíð Dalanna meira fyrir brjósti en nú- verandi sveitarstjórn virðist gera,“ segir í tilkynningu. „Vefsíðunni hefur því verið lokað ásamt vefmyndavél sem verið hefur aðgengileg í Búðardal frá árinu 2011. Við þökkum allar heim- sóknirnar í gegnum árin,“ segir í tilkynningu frá eig- endum Búðardalur.is. -mm Á ferðinni undir áhrifum VESTURLAND: Tveir ökumenn voru stöðvað- ir í landshlutanum síðast- liðna viku undir áhrifum fíkniefna og einn ökumað- ur sem var ölvaður. Mið- vikudaginn 17. júní var einn ökumaðurinn stöðv- aður á Vesturlandsvegi á milli Borgarness og Akra- ness og reyndist hann vera undir áhrifum amfetamíns. Sunnudaginn 21. júní var ökumaður stöðvaður í Skorradal og þegar betur var að gáð svaraði hann já- kvætt við prófun á THC. Það var svo í Borgarfirði sem ökumaður var stöðv- aður undir áhrifum áfeng- is laugardaginn 20. júní. Voru ökumennirnir hand- teknir, teknir til skýrslu- töku og blóðprufa tekin af þeim og er málið til vinnslu hjá Lögreglunni á Vestur- landi. –arg Smökkuðu á bíl við Akrafjall HVALFJ.SV: Einn göngu- garpur sem gekk á Akrafjall í liðinni viku lagði bílnum sínum ekki innan afgirts bílastæðis við fjallið. Lenti hann í því að hross komust að bílnum og nöguðu hann frekar illa en hross ganga laus í haganum þarna við rætur fjallsins og þykir þeim gott að sleikja seltu og ryk af bílum sem þar er lagt og naga svo lakkið. Við fjallið eru merkt bílastæði sem eru afgirt svo hross- in komist ekki að bílunum til að naga þá. Ef til vill eru ekki allir sem vita að bílar gætu verið girnilegir í aug- um hrossa og átta sig ekki á því að leggji þeir bílun- um utan bílastæðisins gætu bílarnir verið lakklitlir þeg- ar göngutúrnum á fjallið er lokið. –arg Síðastliðinn mánudag komu upp bilanir á tveimur stöðum á Deild- artunguæð, flutningslögn hita- veitunnar frá Deildartungu til Borgarness og Akraness. Fyrst kom leki að lögninni þar sem hún liggur yfir Andakílsá en í kjölfar þrýstingsbreytingar gaf sig einn- ig rör við Varmalæk í Bæjarsveit. Lekinn við Andakílsá var áætlað- ur 5-10 l/sek. Í hádeginu var lok- að fyrir rennsli vatnsins frá Deild- artungu en einn tímafrekasti hluti viðgerðanna var að tæma lögn- ina. Fulltrúar frá Hafrannsókna- stofnun fóru á verkstað við Anda- kíl og sinntu þar eftirliti og ráð- gjöf, m.a. varðandi tæmingu lagn- arinnar en losa þurfti um 200 m3 af heitu vatni á öruggan hátt. Það gekk vel enda stór malareyri sem hægt var að hleypa heita vatn- inu á og hitnaði því ekkert vatn- ið í ánni. Viðgerðum var svo lok- ið klukkan 22 um kvöldið og vatn komið á aðveituæðina alla leið á Akranes. mm Verktakar vinna nú hörðum hönd- um við að flytja efni úr malarnám- unni í Gröf í Grundarfirði og inn- eftir í Kolgrafafjörð. Þar er efninu svo sturtað niður með brúarstöpl- unum til að styrkja undirstöðurnar. Svipuð framkvæmd var árið 2017 en nú virðist töluvert grófara efni vera sett niður. Stefnt er á að setja rúmlega þrjú þúsund rúmmetra af grjóti niður í þetta sinn. tfk Myndir teknar með flygildi yfir Kolgrafafjarðarbrú. Undirstöður Kolgrafafjarðarbrúar styrktar Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar í verkið og því þarf að fara að öllu með gát er ekið er yfir Kolgrafafjörð. Lögnin yfir Andakílsá gaf sig. Ljósm. Unnsteinn Snorri Snorrason. Bilanir í Deildartunguæð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.