Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 202026 Bæjarhátíðir eru haldnar víða um land á sumrin og þar á með- al hér á Vesturlandi. Skessuhorn tók saman upplýsingar um helstu hátíðir landshlutans í sumar. Í ljósi ástandsins vegna Covid-19 er ljóst að hátíðarhöld verði með töluvert breyttu sniði í ár. Þá hafa hátíðir einnig verið blásn- ar af, bæði vegna faraldursins en einnig af öðrum ástæðum. Brákarhátíð Um komandi helgi verður Brákarhátíð haldin í Borgarnesi. Á morgun, fimmtudag, verð- ur Slökkviliðið í Borgarnesi með uppákomu við Þórðargötu. Íbúar eru hvattir til að halda götugrill á föstudagskvöldinu og á laugar- daginn verður ýmislegt skemmti- legt í boði í gamla bæ Borgar- ness. nánari upplýsingar um há- tíðina má finna í annarri frétt hér í blaðinu. Heim í Búðardal Í Búðardal verður bæjarhátíðin Heim í Búðardal, haldin helgina dagana 3.-5. júlí. Vegna Covid-19 verður hátíðin með aðeins öðru sniði í ár en lausleg dagskrá er farin að myndast fyrir hátíðina. Meðal þess sem verður í boði eru sölu- og sýningarbásar í Dalabúð á laugardeginum og ætla nokkrir íbúar að bjóða heim í kjötsúpu eða hafa kveikt á grillunum á föstu- dagskvöldinu. nánari dagskrá verður hægt að finna á heimasíðu Dalabyggðar, www.dalir.is, þegar nær dregur. Írskir dagar Á Akranesi verða Írskir dagar venju samkvæmt fyrstu helgina í júlí, dag- ana 3.-5. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Líf og fjör verður við Akratorg, karnival á Merkurtúni, sandkas- talakeppni á Langasandi og margt fleira. Götugrillin verða á sínum stað á föstudagskvöldinu og Leik- hópurinn Lotta verður venju sam- kvæmt í Garðalundi á sunnudeg- inum. Vegna Covid-19 hefur verið ákveðið að brekkusöngurinn verði í streymi að þessu sinni. nánari upp- lýsingar má finna í auglýsinu á mið- opnu hér í blaðinu. Skotthúfan Í Stykkishólmi hafa Danskir dagar verið haldnir hátíðlegir um miðj- an ágúst en nú hefur verið ákveðið að hátíðin verði aðeins haldin ann- að hvert ár og þá þriðju helgina í júní. Árin á móti verður norður- ljósahátíð að hausti. En Skotthúf- an er einnig hátíð sem hefur fest sig í sessi í Hólminum og verð- ur hún haldin laugardaginn 4. júlí. Meðal þess sem verður í boði á há- tíðinni er kaffiboð í betri stofunni í norska húsinu þar sem gestum í þjóðbúningum er boðið upp á kaffi og rjómapönnukökur. Sandara- og Rifsaragleði Sandara- og Rifsaragleði hefur ver- ið haldin hátíðleg í Snæfellsbæ ann- að hvert ár á móti Ólafsvíkurvöku. Að þessu sinni verður hátíðin hald- in helgina 10.-12. júlí en vegna Co- vid-19 faraldursins verður hún þó með örlítið breyttu sniði. nákvæm dagskrá hefur ekki verið gefin út en sú breyting hefur verið gerð að göt- um verður skipt upp í ákveðna liti. Reykhóladagar Hinir árlegu Reykhóladagar verða á sínum stað í ár helgina 24.-26. júlí. Ekki hefur verið gefin út nákvæm dagskrá fyrir hátíðina en ljóst er að hún verði með aðeins breyttu sniði í ár vegna takmarkana í samfélaginu á tímum kórónuveirunnar. Nokkur messuföll Samkvæmt upplýsingum Skessu- horns falla nokkrar bæjar- og svei- tahátíðir niður að þessu sinni. Þar á meðal eru Hvalfjarðardagar, bæj- arhátíðin Á góðri stund í Grundar- firði og Hvanneyrarhátíð. arg/ Ljósm. úr safni Eftir því sem líður á júnímánuð fjölgar þeim laxveiðiám sem veið- ar eru leyfðar í. Í síðustu viku hóf- ust veiðar í ám á borð við Langá á Mýrum og Grímsá í Borgar- firði. Tíðindamaður Skessuhorns var við Langá þar sem fimm löx- um var landað á fyrstu klukkutím- unum. „Það var gaman að fá fyrsta laxinn sinn í sumar, en Jógvan Han- sen veiddi þann fyrsta hérna í ánni rétt áðan,“ sagði Addi Fannar í hljómsveitinni Skítamóral sem er við veiðar í Langá. Það tók Jógv- an um 15 mínútur að landa þessum flottum laxi sem var svo sleppt aft- ur í ána. „Já ég fékk fyrsta laxinn í Langá og þetta var flottur eins árs- gamall lax úr sjó,“ sagði Jógvan rétt eftir að laxinn var kominn á land og honum svo sleppt að nýju. Það voru laxar að ganga Tveggja ára laxinn er víða mættur í árnar. núna í vikunni er Jónsmess- ustraumurinn sem gefur jafnan vís- bendingu um smálaxagöngur sum- arsins. Göngur af smálaxi hafa oft verið kraftmiklar á þessum tíma árs. Verður spennandi að sjá hverning þær verða í ár, vatnið er gott þessa dagana og rigning í kortunum líka. „Við vorum í Kjarará og það veiddust nokkrir laxar. Um morguninn þegar við hættum var lax að ganga upp ána,“ sagði Bubbi Morthens en hann náði löxum í sí- num fyrsta túr sumarsins. nokkru neðar, eða í Þverá, var Gunnar Örlygsson við veiðar en þetta var í fyrsta skipti sem hann veiðir í Þverá í Borgarfirði. ,,Við fengum þrjá laxa, ég og veiðifélag- inn á stöngina. Við fengum allsko- nar veður og það er gaman að veiða í Þverá, skemmtileg laxveiðiá,“ sagði Gunnar ennfremur. Þverá og Kjarará er komnar nálægt 150 löx- um. nokkru neðar stóðu veiðimenn við Skugga en þar hafa veiðst tíu laxar síðan svæðið var opnað, en þetta svæði hefur verið í einkaleigu í fjölda ára og litlar fréttir borist þaðan. „Mikið vatn er í Straumunum þe- gar við voru þar og fiskurinn langt úti í ánni, en lagaðist um morgun- inn,“ sagði Guðmundur Ágústsson um stöðuna á svæðinu. ,,Við feng- um nokkra fiska,“ bætti hann við. gb Bæjarhátíðir víða með breyttu sniði á Vesturlandi Söngvararnir Svavar Knútur og Kristjana Stefáns leggja land undir fót og halda af stað um Vesturland í júlímánuði og ætla að syngja dú- etta og spila létta tónlist á vel völd- um stöðum í landshlutanum. Tón- leikaröðin ber það ljúfa heiti; Með faðmlög í farteskinu. „Tónleikarnir okkar eru af- skaplega einfaldir og látlausir og við leikum okkur bara með dú- ettaformið og það sem við getum sjálf leikið á hljóðfæri og sungið saman. Efnisvalið er auðvitað af- skaplega fjölbreytt, allt frá Páli Ís- ólfs til Abba, frá Fleetwood Mac til Sigfúsar Halldórs og Ingibjarg- ar Þorbergs og allt þar á milli, enda erum við alltaf að finna ein- hverja skemmtilega snertifleti hjá hvert öðru í músík. Svo vill það nú brenna við hjá okkur að það dett- ur upp úr okkur alls konar vitleysa þegar við erum að kynna lögin og í anda sannra trúða, þá reynum við að koma sjálfum okkur á óvart eftir fremsta megni,“ segir Svavar Knút- ur í samtali við Skessuhorn. Svavar og Kristjana sungu fyrst saman í Viðey árið 2008 þegar Kristjana var beðin um að finna einhvern listamann úr ólíkri átt til að gera tónleika með. Samstarf- ið gekk það vel að dúóið ákvað að gefa út plötuna Glæður árið 2011. „Samstarfið var svo óskap- lega skemmtilegt að við ákváðum að gera það aftur, og svo aftur og aftur. Platan Glæður gekk svo rosa- lega vel þegar hún kom út að við höfum bara haldið áfram að eiga þetta skemmtilega sumarsamstarf á hverju ári. Það bætast alltaf við ný skemmtileg lög í prógrammið og fólk er alltaf að biðja okkur um að fá þau á plötu, svo við ákváðum að hræra bara í eina nýja plötu, en hún ber nafnið Faðmlög og verður einmitt með í för í þessari tónleika- ferð,“ bætir hann við. Svavar og Kristjana eru vel kunn- ug í landshlutanum og hafa til að myndað sungið á Landnámssetr- inu í Borgarnesi, á Bjarteyjarsandi og Snæfellsnesi oftar en einu sinni. „Við höfum nú komið nokkrum sinnum við á Vesturlandi áður, enda eru bæði Landnámssetrið og Bjarteyjarsandur fastir liðir í ferða- lögunum okkar, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Þá höfum við nokk- uð reglulega komið í Stykkishólm og sungið, bæði í kirkjunni og á Vatnasafninu, en nú langaði okkur að prófa að spila í gömlu kirkjunni, því hún er bráðfalleg. Svo vorum við bara einkar forvitin um félags- heimilið Brúarás, hvernig stemn- ingin yrði þar.“ Aðspurður segist Svavar ætla að nýta ferðalagið til þess að skoða sig um í landshlutanum. „Við ætl- um alveg örugglega að koma við hjá henni Jóhönnu vinkonu okkar á Háafelli og knúsa nokkrar geitur og jafnvel skella okkur í Kraumu í bað til að þvo af okkur ferðasótið. Þá er auðvitað ómissandi að kaupa afurð- ir af bændunum á Bjarteyjarsandi. Vesturlandið er náttúrulega krökkt af möguleikum og frábærum stöð- um til að heimsækja. Við hlökkum endalaust til,“ segir Svavar fullur tilhlökkunar að lokum. Fyrstu tónleikarnir í tónleika- röðinni fara fram í Stykkishólmi eftir viku, miðvikudaginn 1. júlí, í gömlu kirkjunni. nánar má fræðast um áætlun þeirra í Skessuhorni. glh Svavar Knútur og Kristjana Stefáns halda í tónleikaferð um Vesturland. Ljósm. Gunnar Freyr Steinsson. Svavar Knútur og Kristjana Stefáns í tónleikaferð um Vesturland Mokveiði úr Langá á fyrsta klukkutímanum Flugunni kastað fyrir laxa í Kjarará. Addi Fannar með flottan lax úr Langá á Mýrum í morgun. Gunnar Örlygsson með lax úr Þverá. Líf og fjör á Írskum dögum í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.