Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 202014 norðurálsmótið í 7. flokki í knattspyrnu fór fram á Akranesi um helgina. Mótið var að þessu sinni það 35. í röðinni. Alls tóku um 1.200 iðkendur þátt á mótinu sjálfu og voru leik- menn á aldrinum 7 til 8 ára. Sú nýjung var auk þess á mótinu í ár að sérstakt eins dags hraðmót fór fram fyrir 8. aldursflokk (5 og 6 ára) og var það leikið á fimmtudaginn áður en hið hefðbundna norðurálsmót hófst. Tóku um 300 iðkendur þátt og var mikið líf og fjör á keppnissvæðinu þegar margir tóku þátt í skipulagðri keppni í fyrsta sinn. Þegar föstudagurinn gekk í garð fjölgaði heldur betur fólki á Akranesi. Klukkan 11 hélt fríður flokkur af stað í skrúðgön- gu frá Ráðhúsplaninu á Stillholti og áleiðis í Akraneshöllina þar sem mótið var sett. Síðan var haldið út á æfingasvæðið á Jaðarsbökkum. Sem fyrr var skemmtilegt að fylgjast með þegar á annað þúsund ungir knattspyrnumenn ásamt þjál- furum og liðsstjórum héldu af stað í skrúðgönguna, merktir spjöldum með nöfnum sinna félaga, fánum og hrópandi hvat- ningarorð. norðurálsmótið var nú sem fyrr eitt stærsta pol- lamót ársins í knattspyrnu hér á landi. Keppendur í 7. flokki voru um 1200 talsins, auk þeirra 300 sem kepptu daginn áður, og því má reikna með að ásamt foreldrum hafi að lágmar- ki 4-5 þúsund manns verið í bænum vegna mótsins. Gestir voru víðsvegar um bæinn alla helgina; í verslunum og veitin- gastöðum eða á rölti meðfram fjörunni. Frábært veður var á Akranesi alla mótsdagana og naut fólk þess. Fyrirkomulag sjálfrar keppninnar tók mið af leiðbeining- um vegna sóttvarna. Keppt var á 16 völlum á æfingasvæði knattspyrnufélags ÍA. Átta vallanna tilheyrðu svokölluðu suður-austurhólfi og jafnmargir í norður-vesturhólfi. Voru keppnissvæðin aðgreind með keilum og borða og fólk beðið að halda sig inni á sínum svæðum. Sökum fjöldatakmarkana vegna Covid-19 faraldursins máttu að hámarki 500 fullorðnir vera í hvoru hólfi á hverjum tíma. Ekki varð ljóst fyrr en í maí að mótið gæti farið fram í ár en mótshaldið var eins og fyrr segir aðlagað eins og kostur er leiðbeiningum yfirvalda um sóttvarnir. norðurálsmótið er skipulagt á forsendum iðkenda með það í huga að allir séu með í leiknum til þess að skapa jákvæða og skemmtilega up- plifun barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta. Það mátti sannarlega sjá á mótsetningu og á keppnisvöllunum alla helgina þegar knattspyrnufólk framtíðarinnar sýndi það sem í því býr. mm/ Ljósm. mm/glh/gbh Hér er horft eftir skrúðgöngunni eftir Garðabraut áleiðis á Jaðarsbakka. Ljósm. glh. Knattspyrnufólk framtíðarinnar steig sín fyrstu skref á Akranesi Tekist á í leik ÍA og KR. Ljósm. gbh. Einbeitingin við völd. Ljósm. gbh. Svipmynd úr leik HK og ÍA. „Verður mark?“ Ljósm. gbh. Haldið af stað frá Stillholti og áleiðis á Jaðarsbakka með lögreglu og trommuslátt í broddi fylkingar. Ljósm. mm. Það var létt yfir forsvarmönnum ÍA og Akraneskaupstaðar við upphaf móts. Ljósm. glh. Skagamenn ganga ákveðnir til mótssetningar. Ljósm. mm. Ungir Skallagrímsmenn ganga til mótssetningar. Ljósm. mm. HK félagar í skrúðgöngunni. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.