Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 202022 Lunddælingurinn Friðrik Þórs- son útskrifaðist á laugardaginn með BA gráðu í Hagfræði, heim- speki og stjórnmálafræði frá Há- skólanum á Bifröst. Fyrir lokarit- gerðina fékk hann tíu í einkunn en efni ritgerðarinnar var rétt- mæti Brexit. Blaðamaður Skessu- horns hitti Friðrik að máli og ræddi við hann um námið en þó aðallega um dvöl hans í Kína árið 2016 og ævintýralega heimferð þaðan með Síberíuhraðlestinni. Ætlaði í hjálparstarf Friðrik fór til Kína í hjálparstarf þar sem hann var að kenna leik- skólabörnum ensku en fljótlega komst hann að því að ekki væri í raun um hjálparstarf að ræða. „Ég hélt ég væri að fara að gera eitthvað sem skipti máli en svo var þetta í raun bara óþarfi. Þetta var rosalega flottur og ríkur leikskóli og ég var í raun bara útlendingurinn sem átti að sýna hversu flottur skólinn var,“ segir Friðrik. Hann dvaldi því að- eins í þrjá mánuði í Kína en seg- ir ferðina engu að síður hafa ver- ið dýrmæta upplifun þar sem hann fékk að kynnast annarri menningu og sjá hvernig lífið er hinum meg- in á hnettinum. „Þetta var líka erf- itt og margt sem ég þurfti að læra og venjast. Það héldu til dæmis allir að ég væri ríkur og fólk vildi þekkja mig, ekki því það vildi pening frá mér, heldur snérist það um ákveðna virðingu. Það snýst allt hjá þeim um ímynd sem þarf að viðhalda og þá eru í raun bónusstig fyrir að vera í sambandi við einhvern frá vest- rænum löndum,“ útskýrir Friðrik. Ruggandi um í lest í tvær vikur En þar sem ferðin til Kína var ekki eins og Friðrik hafði séð fyrir sér ákvað hann að stytta dvöl sína þar og fara til noregs þar sem hann fékk vinnu. Þar sem hann var að leita að ævintýri ákvað hann að fara með Síberíuhraðlestinni frá Pek- ing til Oslóar. En hvernig var sú ferð? „Þetta var bæði geggjað og ferlegt á sama tíma,“ svarar hann og hlær. „Ferðin tók tvær vikur og maður var bara ruggandi þarna um í lest og mátti ekki einu sinni opna gluggann. Hitinn í lestinni var um 30 gráður og maður gat ekki baðað sig,“ bætir hann við. Hann var þó ekki í tvær vikur stanslaust í lestinni en á leiðinni tók hann tvö stopp. „Ég var samt einn hluta leiðarinnar í níu daga í lestinni án þess að fara út og það var frekar sérstakt. Það var ekkert símasamband og ekk- ert internet svo maður vissi varla hvað klukkan var. Maður missir allt tímaskyn á svona ferðalagi og sef- ur og vakir bara þegar maður vill, það skiptir einhvern vegin engu máli. Þetta voru í raun ekki dag- ar lengur. Þetta var bara tilvera þar sem maður bara var þarna, þurfti ekki að gera neitt, átti ekkert er- indi annað en að vera þarna,“ seg- ir hann. Hvernig var þá ástandið í lestinni þar sem ekki var hægt að baða sig og hitinn mikill? „Ímynd- aðu þér að vera inni í lokuðu tjaldi Brautskráðist frá Bifröst með tíu fyrir lokaritgerð um Brexit Rætt við Friðrik Þórsson um Brexit, hjálparstarf í Kína og tveggja vikna ævintýraferð með Síberíuhraðlestinni Lunddælingurinn Friðrik Þórsson fékk glæsilega einkunn fyrir lokaverkefni sitt við Háskólann á Bifröst. Ljósm. arg Friðrik að kenna í leikskóla í Kína. Friðrik að taka á móti börnunum sem voru að koma í leikskólann í Kína.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.