Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 8

Ægir - 2019, Blaðsíða 8
8 Við getum verið stolt af því að vinna við sjávarútveg og kenna yngri kyn- slóðum um hvað bláa hagkerfið snýst. Hér er um að ræða mikilvægan há- tækniiðnað í grunnatvinnuvegi þjóð- arinnar sem skapar miklar þjóðar- tekjur. Í grunnnámi Fisktækniskóla Íslands um blá hagkerfið kynnum við þau fjölmörgu störf sem er að finna innan sjávarútvegsins og það kemur nemendum sífellt á óvart hversu fjöl- breytt störfin eru og hversu miklir möguleikar eru í boði. Sjávarútvegur snýst ekki bara um fiskveiðar og vinnslu, hann er nefnilega hátækniiðnaður og líftækniiðnaður svo fátt eitt sé nefnt. Því á ekki við í dag að segja: ,,Þú endar bara í fiski ef þú nennir ekki að læra.“ Í fiskiðnaði eru fjölmörg spennandi tækifæri sem samkeppni mun ríkja um á komandi árum. Miklir námsmöguleikar Við bjóðum upp á grunnnám og mikla möguleika í áframhaldandi námi, t.d. gæðastjórnunarnám, Marel vinnslu- tækninám og fiskeldisbraut. Eftir nám í Fisktækniskólanum hafa nemendur okk- ar farið í háskólanám t.d. í sjávarútvegs- fræði og haftengdri nýsköpun. Gríðarleg eftirspurn er eftir fólki sem hefur sér- hæft sig í þessum greinum sjávarútvegs- ins enda hefur þróunin og nýsköpunin sem átt hefur sér stað innan atvinnu- greinarinnar verið ótrúlega hröð á síð- ustu misserum. Á þröskuldi fjórðu iðnbyltingarinnar Það er gaman að segja frá því að við er- um að fá til okkar í nám margt fólk að loknu raunfærnimati sem hefur verið lengi í störfum tengdum sjávarútvegi. Sú leið getur stytt þeim grunnnámið enda stefna flestir á framhaldsnám hjá okkur eftir að þeir ljúka við grunninn. Við sjáum nú enn betur en áður hversu nauðsynlegt er að hafa góða menntun í þessari atvinnugrein sem er í dag með öllum þeim hátæknibúnaði sem raun ber vitni. Við þurfum að hafa í huga að í þessari grein sem öðrum er fjórða iðnbyltingin skollin á með róbót- um og mikilli sjálfvirkni. Það er sannarlega framtíð í fiski! Ásdís V. Pálsdóttir verkefnastjóri hjá Fisktækniskóla Íslands Grunnnám Fisktækniskólans leggur drög að framtíðarstarfsvettvangi í fiskvinnslu Það er framtíð í fiski! Fisktækninám ■ Ásdís V. Pálsdóttir. ■ Nemendur Fisktækniskóla Íslands í námsferð í Thyborøn í Danmörku.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.