Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 12

Ægir - 2019, Síða 12
12 Útgerðar og fiskvinnslufyrirtækið G.Run í Grundarfirði hefur tekið í notkun nýtt og án efa tæknivæddasta fiskvinnsluhús landsins í dag. Byggt var nýtt vinnsluhús við eldra hús G.Run og eru móttaka, vinnslusalur og pökkun ferskra afurða í nýja húsinu en lausfrystar og pökkun frystra afurða í eldra húsinu. Viðbyggingin er um 2.700 fermetrar að stærð og eldra húsið um 1.400 fermetrar. Á mælikvarða byggðarlags sem telur innan við 1000 íbúa er þessi fjárfesting gríðarstór og treystir land- vinnslu staðarins í sessi til framtíðar. Enda segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.Run að eigendur fyrirtækisins hafi í raun staðið frammi fyrir þeim valkostum að hætta rekstrinum eða byggja myndarlega upp til framtíðar með allri þeirri nútímatækni sem er í fiskvinnslu dagsins í dag. Og sú leið var farin. Fjárfesting í verkefninu verður vel á annan milljarð króna þegar upp verður staðið. G.Run hefur tekið í notkun nýtt hátæknifiskvinnsluhús Mikil sjálfvirkni og tvöföld afkastageta Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdatjóri G.Run í nýja vinnslusalnum. „Með tilkomu nýja hússins verður gjörbreyting á öllum sviðum fiskvinnslunnar hjá okkur. Afkastagetan mun hátt í tvöfaldast þó mannaflinn verði sá sami og gjörbylting verður á þeim möguleikum sem við höfum til að vinna í fjölbreyttar afurðir, nákvæmni upp á gramm í bitaskurðinum og þannig má áfram telja. Erfiðustu störfin verða vélræn og erfiðasti hluti snyrtingarvinnunnar færist yfir í vélbúnað.”

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.