Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 16

Ægir - 2019, Síða 16
16 „Við erum öll að læra og kynnast gjör- breyttu umhverfi í vinnslunni. Það má segja að allir séu í öðruvísi starfi en þeir voru áður, sérstaklega í vinnslunni sjálfri en breytingarnar ná til allra starfsmanna í húsinu. Að sjálfsögðu eru þetta mjög spennandi vikur, því er ekki að neita,“ segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G. Run sem gaf sér stund frá annríkinu til að ræða breytingarnar og áskoran- ir í þeirri hátækni fiskvinnslu sem fyrirtækið hefur nú tekið í notkun. „Ef ég horfi yfir sviðið í þessum breytingum þá finnst mér að sá mikli fjölbreytileiki sem er á öllum sviðum vera stærsti ávinningurinn. Hvort held- ur við erum að tala um breytt störf, fjöl- breyttari afurðir, svör við kalli kaupenda eða aðra þætti breytinganna. Við erum að detta inn í nútímann í fiskvinnslu, kveðja erfiðustu störfin og hlú að starfs- umhverfinu,“ segir Rósa. Inn í nýjan heim í einu stökki „Flestir sem hafa gengið í gegnum stórar breytingar í hliðstæðum fiskvinnslum hafa tekið breytingarnar í áföngum en hjá okkur má segja að við höfum klippt á gömlu vinnsluna og síðan sett þá nýju í gang nokkrum vikum síðar. Síðasti vinnsludagur í gamla húsinu var 9. nóv- ember og fyrstu prufukeyrslur í nýja húsinu hófust síðustu dagana í janúar. Ég hef grínast með að það sem er „gam- alt“ hér í vinnslunni eru flökunarvélar sem við áttum fyrir og svo við sjálf, starfsfólkið! Og við erum jú ennþá í Grundarfirði og heitum G.Run eins og áður. Allt annað er glænýtt,“ segir Rósa og hlær. Fyrir framleiðslustjóra eins og hana hlýtur að vera spennandi að takast á við gjörbreytt vinnsluumhverfi sem býður upp á bitaskurð, afurðavinnslu í fersku sem frystu og mikla tæknivæð- ingu á öllum sviðum. „Já, því er ekki að neita. Við vorum áður frekar einsleit fiskvinnsla hvað af- urðaframleiðslu varðar og því er það mikil kúvending í hugsun fyrir okkur öll að vera komin með þessa tækni og möguleika. Afurðirnar sem við komum nú til með að vinna verða nýjar, vinnslutæknin allt öðruvísi, sem og allir ferlar. Ég sé fram á að við gætum verið að vinna allt að 20 framleiðslunúmer á dag, sagt þó með þeim fyrirvara að við erum bara rétt að byrja og sjáum ekki að fullu ennþá hvað við getum gert. Það ánægjulega er að geta betur orðið við óskum markaðarins og viðskiptavina um vörur. Út á það gengur þetta allt saman. Í dag vilja kaupendur fá meira skorið niður og nákvæmari stærðir og þyngd á bitum í sama flokki. Þetta er eitthvað sem mannshöndin getur ekki gert af þeirri nákvæmni sem vatnsskurðarvél- arnar gera fyrir okkur. Út frá fyrstu vik- unum í vinnsluprófunum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að líklegast er Inn í nútímann í fiskvinnslu Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.Run, segir mikla áskorun fyrir alla starfsmenn að læra á nýja tækni og gjörbreytt vinnuumhverfi ■ Sjálfvirknin í nýja húsinu víkur erfiðustu störfunum til hliðar. ■ Gæðaeftirlit og snyrting á karfaflökum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.