Ægir - 2019, Page 20
20
„Við höfum verið að leggja áherslu
CoolSeal kassann sem nýja lausn fyrir
flutning á ferskum fiski í stað frauð-
plastsins. Kassinn er úr 100% endur-
vinnanlegu efni og hefur vakið áhuga
fiskframleiðenda bæði hér á landi og
erlendis. Sem dæmi fékk kassinn mjög
góðar viðtökur á sjávarútvegssýning-
unni í Boston nú í mars,“ segir Brynj-
ar Viggósson, framkvæmdastjóri sölu-
sviðs Samhentra. Fyrirtækið sérhæfir
sig í umbúðalausnum og á einnig dótt-
urfélagið Vörumerkingu sem sérhæfir
sig í framleiðslu límmiða, stafrænni
prentun, áprentuðum plastfilmum, ál-
lokum og álfilmum hvort heldur er
fyrir sjávarútveg, annan matvælaiðn-
að eða aðrar atvinnugreinar.
Umtalsverður sparnaður í
flutningskostnaði
Samhentir hafa samstarf við innlenda
fiskframleiðendur um prófanir á CoolSeal
kassanum. Kassinn er framleiddur úr po-
lypropylene efni og hentar bæði til flutn-
ings á ferskum og frosnum afurðum. Auk
þess að vera að fullu endurvinnanlegt er
efnið í kassanum 100% vatnshelt, kass-
inn heldur lögun sinni vel og er saman-
brjótanlegur sem sparar mikið í kostnaði
við flutning umbúðanna til matvæla-
framleiðenda.
„Við skynjum að margir útflytjendur
Samhentir ehf.
Umhverfisvænn
CoolSeal kassi
til flutnings á
ferskum fiski
■ Brynjar Viggósson, framkvæmdastjóri
sölusviðs Samhentra, með CoolSeal
kassann sem er lausn fyrir útflutning á
ferskum fiski.