Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 31

Ægir - 2019, Side 31
31 Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík markmiðið er að varðveita gæði hágæða matvæla, líkt og á við um íslenskar fisk- afurðir. Umbúðirnar þurfa bæði að halda kælingu á afurðunum, vera nógu sterkar til að þola flutning, stöflun og meðhöndl- un, halda löguninni og þannig má áfram telja. Öllu þessu má treysta þegar frauð- kassarnir eru annars vegar en þess utan þá má nefna mikilvægar staðreyndir líkt og þá hversu létt frauðið er. Það skiptir auðvitað máli í flutningum og kolefnis- spori sem þeir hafa í för með sér,“ segir Haukur. Vegna umhverfisumræðunnar um umbúðaframleiðslu segir hann einnig vert að benda á að frauðkassarnir eru framleiddir hér á landi með endurnýjan- legum íslenskum orkugjöfum, raforku og heitu vatni. „Þar sem frauð er 98% loft er kolefnisspor vegna hráefnisflutninga til landsins lítið og allt skiptir þetta máli í heildarmyndinni.“ Endurvinnslumöguleikar stöðugt að aukast Mikil umræða er um endurvinnslumögu- leika plasts almennt og undirstrikar Haukur að frauðið sé endurvinnanlegt og endurunnið. Í Evrópulöndum, þangað sem frauðkassarnir með íslensku fiskaf- urðunum fara í stórum stíl, séu til staðar sérhæfðir ferlar í endurvinnslu um- búðanna. „Það er undir hverjum og einum kom- ið að skila umbúðum í endurvinnslu- ferla, hvernig svo sem þær umbúðir eru. Áhuginn á endurvinnslu er að aukast og þar gerir að verkum að æ fleiri endur- vinnsluferlar verða til. Það eru líka kom- in af stað verkefni sem miða að því að endurvinna frauðið þannig að hægt sé að vinna aftur úr því frauð en algengast er í dag að frauðið sé endurunnið í aðrar plastvörur. Lykilatriðið í þessu er hvað kaupandinn gerir við umbúðirnar, hvort hann skilar þeim í endurvinnsluferla eða ekki. Umbúðir fyrir ferskan fisk eru ólík- ar hefðbundnum neytendaumbúðum og öðru plasti að því leyti að einfaldara er að halda utan um og setja umbúðirnar í endurvinnslu þar sem þær fara frá einu fyrirtæki til annars heldur en umbúðir af smásöluvörum sem seldar til einstakl- inga. Þar liggur stóri vandinn þegar rætt er um plast almennt. Sá aukni áhugi sem er á endurvinnslu mun vonandi leiða til þess að á endanum verði allt frauð endurunnið og endurnýtt, það yrði öllum til hagsbóta,“ segir Haukur. Borgarplast framleiðir sem kunnugt er frauðeinangrun fyrir byggingariðnað, auk þess að vera stór aðili í framleiðslu á kerjum fyrir sjávarútveg og annan mat- vælaiðnað. Gott dæmi um endurvinnslu frauðs sem nú þegar er hafin hjá fyrir- tækinu er að Borgarplast er nú með til prufu að taka það frauð sem fellur til úr umbúðum utanum um tölvubúnað sem fyrirtækið Opin kerfi flytur inn. Það frauð er Borgarplast að endurvinna og notar í vörur til húseinangrunar. Fiskvinnslan ■ EPS frauðkassi frá Borgarplasti.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.