Ægir - 2019, Síða 32
32
Hátæknifyrirtækið Valka ehf. sem sérhæfir sig í þróun, hönnun og fram-
leiðslu vél- og hugbúnaðar fyrir fiskvinnslu er þessa mánuðina að vinna að
sínum stærstu verkefnum hingað til á þessu sviði. Það stærsta er hönnun,
framleiðsla og uppsetning búnaðar fyrir nýja bolfiskvinnslu Samherja hf. á
Dalvík sem markmiðið er að verði sú tæknivæddasta hér á landi og þó vítt um
heim sé leitað. Stefnt er að því að hefja uppsetningu búnaðar í september og
að hún verði tilbúin í upphafi næsta árs. Hitt verkefnið er hönnun og upp-
setning á nýrri bolfiskvinnslu fyrir Murman Seafood í Múrmansk í Rússlandi
sem verður ein sú tæknivæddasta þar í land. Virði þessara tveggja verkefna-
samninga nemur hátt í þremur milljörðum króna. Í báðum tilfellum verða
vinnsluhúsin sjálf byggð ný frá grunni en vinnsla í húsinu í Múrmansk á að
hefjast síðsumars. Kristján Hallvarðsson, sviðsstjóri sölusviðs Völku ehf. seg-
ir að í þessum verkefnum sé fyrirtækið að stíga skref í fjórðu iðnbyltingunni
þar sem sjálvirkni verði meiri en áður hafi sést í fiskvinnslu.
Störfin breytast - afköst aukast
„Til viðbótar við þessi verkefni þá höfum
við nýlokið stóru verkefni hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa. Þar settum við upp
skurðarvél og bitaflokkara fyrir fjórum
árum auk sjálfvirkra pökkunarflokkara
en núna var bætt við tveimur skurðar-
vélum, þremur snyrtilínum og þremur
bitaflokkurum. Heildarlausnin í vinnslu
ÚA er því að þessu loknu orðin mjög full-
komin en í nýja húsinu hjá Samherja á
Dalvík getum við sagt að komi enn ný
kynslóð tæknivæðingar frá okkur. Þar
förum við á næsta stig í sjálfvirkni,
möguleiki verður á vinnslu í fleiri af-
urðanúmerum samhliða en í heild verð-
ur meiri sjálfvirkni á færslu bita frá
skurðarvélum og bitaflokkurum að þess-
um þremur afurðastöðvum, þ.e. í ferskar
afurðir, pökkun í lofttæmdar umbúðir
eða í frysta bita,“ segir Kristján en með-
al þeirra tæknilausna sem eru að koma
fram í þessari kynslóð vélbúnaðar er
sjálfvirk innmötun á lausfrysta.
„Þegar við flokkum bitana í vinnslu-
rásir eftir stærðum eða gerðum verður
mögulegt að raða sjálfvirkt inn á laus-
frysta án þess að mannshöndin þurfi að
koma nærri nema að mjög litlu leyti mið-
að við það sem þekkst hefur. Að sama
skapi verður síðan einnig meiri sjálf-
virkni í afurðalínunum eftir lausfryst-
ingu að pökkun þannig að störfin eru
klárlega að breytast hratt samhliða sjálf-
virknivæðingunni. Einhæfu störfin eru
að hverfa í fiskvinnslunni en reynsla
okkar er sú að það er ekki sjálfgefið að
þetta þýði fækkun starfsfólks heldur
fyrst og fremst breytingu á störfum.
Tækniþróunin
er að skapa nýjar
vörur og tækifæri
rætt við Kristján Hallvarðsson, sviðsstjóra sölusviðs Völku ehf. um
tækniþróun og möguleika í hvítfiskvinnslunni
■ Röntgentæknin og vatnsskurður hafa gjörbreytt fiskvinnslunum.