Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 34

Ægir - 2019, Page 34
við þurfum því miður ekki að fara langt út til Evrópu til að sjá slæm gæði á hvít- fiskafurðum, sem eru öllum skaðleg. Ungt fólk sem kaupir vondan hvítfisk er ekki líklegt til að kaupa slíka vöru aftur og því eigum við mikið undir að almenn gæði hvítfisksins í samkeppninni um neytendur séu góð.“ Kristján segir að kæling afla strax úti á sjó leggi grunn að afurðagæðum og lengri hillutíma ferskra afurða en hann leggur ekki síður áherslu á að styttri togtími leiki stórt hlutverk. „Þetta tvennt þarf að fara saman, minni hol og aflakælingin. Hvort tveggja hefur tekið miklum breytingum hjá okk- ur, bæði með betri búnaði til að kæla aflann og breyttri hugsun um styttri togtíma, minni hol og þar með betri með- ferð afla. Þessi atriði rekja sig í gegnum alla virðiskeðjuna og eru í raun forsenda þess að nýta til fulls þá tækni sem við erum að bjóða í fiskvinnslunum og há- marka þannig afurðaverðmæti,“ segir Kristján. Sölustarf hefst strax við veiðar Meðal þróunarverkefna sem Valka vinnur nú að er hugbúnaður til skrán- ingar á afla úti á sjó þar sem skráðar eru í kerfi samhliða veiðum upplýsingar um t.d. stærðarflokka á fiski. Þessar upplýs- ingar liggja þannig strax fyrir í landi og nýtast fyrir sölu og undirbúning vinnsl- unnar þegar aflinn kemur í land. „Þessi hugmynd gengur þannig út frá að í sölu- starfinu sé tekið mið af því hvað er að berast frá miðunum til vinnslu. Selja með öðrum orðum réttu vöruna á rétt- um tíma. Fyrir vinnsluna sjálfa er þetta líka lykilatriði í því að nýta aflann með bestum hætti hverju sinni. Og fá þannig alltaf mestu verðmætin. Þetta er eitt dæmi af mörgum um að alltaf er hægt að gera betur og finna leiðir til þess,“ segir Kristján. Vilji íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til að prófa nýjar tæknilausnir er og hef- ur verið mikill og það segir Kristján leggja grunninn að tækniþróuninni. „Þetta er ein af ástæðum þess hversu framarlega við stöndum á heimsvísu í fiskiðnaði. Tæknibúnaðurinn er vissu- lega dýr og kannski ekki á færi nema stærri fyrirtækja sem hafa mikið magn að baki sér en við sjáum líka minni vinnslurnar sérhæfa sig meira og finna sér þannig leiðir út á markaðinn. Síðan má einnig velta fyrir sér hvort við séum ekki komin að þeim tímapunkti að breyta vinnutímafyrirkomulagi í fiskvinnslunni, fjölga vöktum og fá þannig meiri nýt- ingu á búnaðinn. Á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum í fiskiðnaði nú- tímans, eru tækifæri í framtíðinni.“ 34 ■ Vatnsskurðarvélarnar hafa ekki aðeins opnað nýja möguleika í bitaskurði heldur einnig stóraukið vinnslugetu húsanna. ■ Tæknin gerir að verkum að hægt er að mæta enn betur fjölbreyttari þörfum viðskiptavina fyrir bitastærðir. Fiskvinnslubúnaður í smíðum hjá Völku.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.