Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 16

Ægir - 2019, Qupperneq 16
16 Grásleppuvertíðinni í ár lauk 12. ágúst, þegar veiðum við innanverðan Breiðafjörð var lokið. Veiðarnar gengu almennt vel. Aflinn varð 4.952 tonn sem er 500 tonn- um meira en á síðustu ver- tíð. Góð hækkun varð á verði til grásleppukarla milli ára, hvorki meira né minna en 40%. Kvótasetning í farvatninu „Þetta var alveg ágætt ár hjá grásleppukörlum. Bátarnir nú voru 240 en voru 222 í fyrra. Lengd vertíðarinnar var sú sama í ár og í fyrra, 44 dagar. Við fórum fram á það við ráðuneytið að gerðar yrðu breytingar á veiðifyrirkomu­ laginu fyrir þessa vertíð. Bæði að það mætti sameina leyfi og að taka mætti upp veiðarfæri á vertíðinni án þess að fjöldi veiðidaga skertist. Því miður varð ráðuneytið ekki við þeirri beiðni og þess vegna var fyrirkomulagið það sama og undanfarin ár. Síðan hefur sjávarútvegsráðherra lagt fram drög að frumvarpi inn á sarmráðsgátt stjórnvalda. Hann mun þá væntanlega leggja fram frumvarp í haust sem meðal annars felur í sér kvótasetningu á grásleppu. Þar verður að öllum líkindum miðað við sex ára tímabil, 2013 til 2018 og veiðireynsla þriggja bestu áranna á því tímabili verði grundvöllur úthlutun­ ar,“ segir Örn Pálsson, fram­ kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hrognamarkaðir í jafnvægi Örn segir það ánægjulegt að markaðir fyrir grásleppu­ hrogn séu í jafnvægi og veið­ ar undanfarin ár hafi verið undir eftirspurninni. Það sé þrátt fyrir aukninguna hér en meira hafi einnig veiðst í Nor­ egi og á Grænlandi. Heildar­ veiðin sé engu að síður undir þeim mörkum að offramboð á hrognum myndist. Aukningin í heildina sé aðeins um 10% milli ára. Síðustu ár hafi vant­ að hrogn inn á markaðina, en nú sé að komast sæmilegt jafnvægi á framboð og eftir­ spurn. Örn segir að aðalfundur Landssambands smábátaeig­ enda í fyrra hafi samþykkt að áfram yrði byggt á því veiði­ fyrirkomulagi sem nú er með áherslum á áðurnefndar breytingar um sameiningu veiðileyfa og að hægt væri að gera hlé á veiðum án þess að fjöldi dagar skertist. Nú komi væntanlega fram frumvarp um kvótasetningu og þá muni verða tekin afstaða til þess hvort rétt sé að breyta veiði­ fyrirkomulaginu. Aðalfundir svæðisfélaganna verði nú í september og þetta mál verði væntanlega mikið til umræðu þar. Grásleppuvertíðin í ár var ágæt Verðhækkun og meiri veiði ■ Umtalsverð hækkun varð á verði fyrir grásleppuna og ætti vertíðin því að koma í heild talsvert betur út hjá útgerðunum en í fyrra. Smábátar

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.