Morgunblaðið - 08.06.2020, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020
Allt bendir til þess að það hafi ekki
verið fyrr en um tveimur árum áð-
ur en Pessoa dó frá ástkæru borg-
inni, Lissabon, og ljóðagerðinni að
hann ákvað, nú fremur í skelfingu
og alvöru en vegna reikullar hugs-
unar og óskhyggju, sem hafði ein-
kennt hann áður, að horfast í augu
við tætingslegt líf og óreiðu í
skáldskap og
taka til hendinni
í því sem hann
hafði ort og af-
rekað um ævina
og kastað í haug
eða lagt frá sér í
reiðuleysi ofan í
vissa ferðakistu.
Til þess að finna
röð og koma á
reglu þurfti hann
að einbeita sér við að fá heildarsýn
og finna samstæður eða andstæður
í verkum í staðinn fyrir að njóta
þess frjálsræðis hins næstum
óþekkta skálds að vera bara sífellt
að yrkja. Hann staðfesti vandann í
bréfi sem hann skrifaði árið 1935
skömmu áður en hann dó. Þar
stendur meðal annars:
„Ég vísa til væntanlegrar útgáfu
á bókum eftir mig á næstunni og
óþarfi að hafa áhyggjur af henni.
Ef ég hefði verulegan áhuga á út-
gáfu ljóða eftir Alberto Caeiro,
Ricardo Reis eða Alvaro de Cam-
pos gæti ég gert það strax en lík-
lega er engin sala á slíkum bók-
um.“
Sannleikurinn mun hafa verið
annar en orðin í bréfinu.
Pessoa mun aldrei hafa hvorki
valið né tekið verk sín nógu vel
saman til útgáfu. Ástæðan fyrir
hirðuleysinu gæti hafa verið svipuð
því sem einkennir frjótt ímynd-
unarafl, það er taumlaust og gefur
skáldinu lítið tóm til að átta sig
verulega á ljóðaveröld sinni, enda
tekur sá alheimur engan enda. Því
lengra sem farið er inn í hann og
meira af honum tekið eykst þar
allt í sama mæli og af er tekið.
Þannig eru hinar skapandi mót-
sagnir í listum. Heimur ljóðsins
þenst út í endaleysi fram að dauða
skáldsins. Slík er þörfin fyrir að
yrkja. Hún er í stöðugri endurnýj-
un og nærist á innri eiginleikum
sínum í bland við ytri aðstæður,
það sem gerist í samfélaginu. Án
þess vaknar hvorki skáldskapurinn
né hugvitið. Þjóðfélagið er upp-
spretta alls og af því sprettur
brotakennd flóttaheild þess og
mannsins. Um ljóðlist Pessoa er
yfirleitt hægt að hafa það sama
sem heimspekingurinn Ludwig
Wittgenstein sagði um ljóð sam-
tímaskálds hans, hins þýska
Georgs Trakl:
„Mér tekst ekki að skilja ljóðlist
Trakl en orðalag hennar undrar
mig og það er mér sú besta hug-
mynd um snilld.“
Til þess að eignast hlutdeild í
auðlegð andans verður maður oft
að hafna skilningnum og leita í
staðinn inn á svið skynjana, óræðis
í lífinu og auðugra tilfinninga og
vitsmuna sem búa í manni handan
við hversdagsleika daglegs amst-
urs. Í umgengni við ljóðagerð, á
sama hátt og fólk almennt, er
nauðsyn að nota tilfinningalegt vit
í bland við hlutleysi, en einnig ekki
síður hreina vitsmuni, einkum ef
vænst er skilnings eða mætt er
skilningsleysi, því valdamikla og
ráðríka fyrirbrigði sem heimskan
er í sínum óteljandi myndum og
hún krefst fyrir bragðið sérstaks
skilnings þegar leitað er sátta
heimsku og vits sem er innsta eðli
mannúðarinnar.
Að mati Pessoa er tilfinningin og
samruni hennar við hrynjandi ljóð-
málsins það markverðasta sem ein-
kennir yrkingar höfuðskáldsins
sem hann skapaði og átti síðan eft-
ir að hafa mest áhrif á hann sjálf-
an, skapara sinn, líkt og ef mað-
urinn hefði áhrif á Guð og gerðir
hans. Þarna á Pessoa við Alberto
Caeiro. Aftur á móti samdi hann
fyrir annað af skáldum sínum, Ric-
ardo Reis, sérstakt skáldskap-
armál eða stefnu sem hann kallaði
ný- eða hálfklassík. Með henni er
því haldið fram til leiðsagnar að
áhersla í ljóðum eigi ekki að vera
geðshræringin heldur hugmyndin
og í því tilviki segir hann:
„… hugmyndinni, ef hún er full-
komin, ber að eiga rætur í hrynj-
andinni fremur en í orðinu. Hrynj-
andin er hin fullkomna hugmynd.“
Að sjálfsögðu getur hugmynd
færð í skáldskap ekki verið til án
orða og án orða og hugmyndar
verður engin hrynjandi. Hvað um
það, Ricardo Reis fylgir á skáld-
legan hátt nýklassísku stefnunni
sem Pessoa færði honum að gjöf til
leiðsagnar og hægt er að sjá hér í
broti úr ljóði:
Ég beini göfugum huga að vissum
háleitum krafti en læt örlögin ráða
hætti ljóðsins;
því ef hugsun er göfug og traust
fylgir ljóðlínan henni strax
og hrynjandin þjónar undirgefin.
Pessoa lætur aftur á móti skáld-
skaparmál annars af skáldum sín-
um, Alvaro de Campos, vera vits-
munalegs eðlis, mitt á milli
fagurfræði hinna skáldanna. Í
ljóðagerð Alvaro de Campos átti
hvorki að votta fyrir brjóstviti né
innblæstri, allt átti að bera vott um
þekkingu byggða á agaðri hugsun.
Að sjálfsögðu er reyndin ekki sú
nema að vissu marki.
Sé áðurnefnt skipulag skáldanna
haft í huga ætti að vera auðvelt að
skilja að Pessoa náði aldrei tökum
á lífi sínu og hafði þannig ekki
hemil á ímyndunaraflinu svo hann
gæti flokkað ljóð sín og fært þorra
þeirra í fullu samræmi á hin
ímynduðu. Hann gat ekki heldur
fullgert verkin sem hann leit á sem
sín eigin ljóð og búið til útgáfu,
heldur lagði hann þau til hliðar
með öðru alltaf í sömu kistuna. Að
velja og fullgera hefði reyndar ver-
ið lítt gerlegt fyrir hann sjálfan,
höfund sem hýsti í hugarfórum sín-
um marga ímyndaða skáldbræður
án þess að geta hamið þá með góðu
móti. Allir voru sífellt að yrkja og
höfðu meira að segja mikil áhrif á
skapara sinn. Þetta á helst við um
Alberto Caeiro. Pessoa sagði að
hann hefði haft þvílík áhrif á sig að
hann reyndi meira að segja að
yrkja og líkja eftir honum en hann
eignaði síðan Ricardo Reis ljóðið
sem hefst þannig:
Vindurinn strýkur ósýnilegri hönd
létt yfir grasið.
Þá minnst varir vaxa upp á skilinu
milli gróðurbletta
grænar, rauðar og roðnar
baldursbrár í brúskum
og einnig önnur blóm, lítil blá á lit
en hverfa síðan.
Ég á engan til að elska, ekkert æski-
legt líf eða dauða til
að ræna.
Mér er svipað og þegar vindur fer
um og bælir grasið,
það reisir sig aftur og verður eins og
áður.
Við dauðann skildi Pessoa eftir í
kistunni hvorki meira né minna en
27543 rituð blöð með fjölbreyttu
efni. Þó ekki væri nema vegna
magns og óreiðu sem fylgir slíkum
fjölda er erfitt að fá glögga yfirsýn
eða gera sér grein fyrir annarri
heild verka hans en þeirri sem
hægt væri að kalla brotaheild. Það
merkir heild í brotum með ótal til-
brigðum við sama stef, líkt og í sin-
fóníum. Pessoa sagði skýringuna á
tregðu sinni hvað varðar útgáfu á
bók stafa af því sem hann kallaði
„djúp einkenni móðursýki hjá
mér“. Þar á hann við óróleikann,
örvæntingu andspænis hrúgunni í
kistunni og getuleysið við að flokka
efnið og koma á reglu fyrr en hann
fann ófrávíkjanlegan dauðann
nálgast. Árum saman hafði hann
verið þrotinn að kröftum og sjúkur
og hefði þess vegna eflaust hvorki
getað tekist á við sig né ljóðin. Aft-
ur á móti gat hann ort fram í and-
látið. En í ellinni var allt orðið um
seinan og engin von um framtíð í
eigin holdi. Eina vonin var lengra
andlegt líf með því að deila eign
sinni á skáld í hugarheimi. Öll voru
reyndar hans annað sjálf eða „Ég
er mitt Ekki-Ég“, það fyrirbrigði
sem ósamstæði andinn í höfðinu
átti alltaf við að stríða.
Flest skáld eru ekki heild heldur
flöktandi hugarafl sem er þeim
æðra, hinu einnota dauðlega holdi
líkamans, enda er hugaraflið úr
efnisleysi gert, það er jafnan á
dreif um tilveruna.
Svona var ástatt hjá Pessoa.
Hann liðaðist sundur við yrkingar
en rann um leið saman við hið
þekkta og óþekkta í tilverunni.
Mikið skáld yrkir ofar sjálfu sér og
lyftist þannig upp á æðri svið sem
er ólíkt því sem gerist hjá hagyrð-
ingnum. Hann heldur sig við hag-
ana og reisir sér grjótvegg kring-
um heimatúnið. Í lifandi æðri list
eru aftur á móti í senn ótal út-
hagar, gresjur á sviði hins ytri
veruleika og innri kjarna í vitund-
inni. Einn af þessum kjörnum er sá
sem lætur skáldið flökta út og inn
um heiminn í hugsun sem finnur
aðeins frið í hverfulleikanum.
Vegna sérkenna á reikulu sviði
þótti Pessoa löngum vera óljós í
hugsun, það merkir venjulega að
skáldið sé ljóðrænt. Hann var
þunglyndur, vínhneigður, maður
efasemda og margsaga, ekki bara í
tali við félaga í listum, ef hann
tæpti á huglægu skáldunum, held-
ur skrifaði hann til dæmis fræði-
manninum Adolfo Casais Monteiro
bréf, 13. janúar 1935, og svaraði
spurningum hans á vafasaman hátt
um vinnulag sitt og skáldskap; hér
í stuttri útgáfu:
„Kringum 1912, skjátlist mér
ekki, sem varla getur verið nein
ósköp, flaug mér í hug að yrkja
ljóð í heiðnum anda. (Hér á hann
við grísk-rómverskan). Ég hripaði
eitthvað niður í lausu ljóðmáli, ekki
í anda Alvaro de Campos, heldur
að vissu marki í óreglulegum stíl.
Síðan lagði ég þetta frá mér en
hafði í raun dregið upp í hálfrökkri
óljósa mynd af manni sem notar
svona ljóðmál. (Þannig hafði skáld-
ið Ricardo Reis fæðst án þess að
mér yrði það ljóst.) Hálfu öðru eða
tveimur árum síðar datt mér í hug
að gantast við Sá-Carneiro með því
að segjast hafa skapað sveita-
skáld … Ég eyddi síðar nokkrum
dögum í að móta skáldið án veru-
legs árangurs. Dag nokkurn, 8.
mars 1914, heppnaðist samt allt
með þeim hætti að ég fór að hárri
kommóðu, tók pappír og byrjaði að
yrkja í einum rykk standandi –
eins og ég geri jafnan, ef ég get –
um það bil þrjátíu ljóð í vissri hug-
ljómun sem ég kann ekki að skil-
greina. Þetta var sigurdagur í lífi
mínu sem ég mun aldrei geta end-
urtekið. Yrkingarnar hófust með
ljóðinu O guardador de rebanho
(Hjarðmaðurinn). Í framhaldi af
þessu vaknaði hjá mér önnur
mannvera sem ég gaf strax nafnið
Alberto Caeiro. Fyrirgefðu hvað
þetta er fjarstæðukennt, að með
svona hætti skuli hafa vaknað í
mér lærifaðir sem reyndi að finna,
meðvitað og ómeðvitað, stuðning
nokkurra lærisveina … og ósjálf-
rátt vaknaði í mér annað skáld,
andstæða Ricardo Reis, líkt og í
hugarflæði á meðan ég hamaðist á
ritvélinni og orti taumlaust án þess
að leiðrétta ljóðið Oda Triunfal
(Siguróður). Það er eftir Alvaro de
Campos … skáld sem ég steypti í
mót raunveruleikans … Seinna
veitti ég athygli vináttu skáldanna
þriggja og heyrði innra með mér
rökræður og andstæðar skoðanir
þeirra. Að öllu samanlögðu fannst
mér ég sjálfur vera skapari alls …“
Síðasta setningin ber með sér
það sem bókmenntafræðingar líta
gjarna fram hjá, skáldin eru ekki
sjálfstætt hugsandi skáld heldur
afleidd brot af Pessoa. Þetta sést
vel á ljóðum sem hann lætur vera
ort undir eigin nafni og einu gildir
hvort þau eru á portúgölsku, ensku
eða frönsku. Ástæðan fyrir mis-
ræminu á milli skaparans, Pessoa,
og verka hans, ímynduðu skáld-
anna, ræðst af því að hann er hinn
eini sanni Guð í ljóða-ljóðum skáld-
anna þriggja. Verk Guðs og þeirra
er margþætt og illviðráðanlegt.
Fyrir bragðið er Pessoa jafn van-
máttugur í viðureign sinni við
skáldin og ljóð þeirra og Guð í við-
ureign sinni við skáldskap sinn,
mannkynið og hið óviðráðanlega
verk þess. Sköpunarverkið hefur á
ýmsan hátt vaxið skaparanum yfir
höfuð. Pessoa þekkti af eigin raun í
listinni þetta fyrirbrigði Guðs og
manns.
Um skáldskaparfræði Fernando Pessoa
Bókarkafli Í bókinni Skáldið er eitt skrípatól:
um ævi og skáldskap Fernando Pessoa þýðir
Guðbergur Bergsson meginhluta kvæðasafns
Pessoa, greinir frá uppvexti hans og helstu
áhrifavöldum og skýrir að auki þann bak-
grunn sem mótaði skáldið.
Fernando Pessoa Guðbergur Bergsson
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Skiltagerð
Ljósaskilti, álskilti, umferðarmerki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum