Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það stendur mikið til hjá okkur á þessu ári og golfið er í mikilli upp- sveiflu í Skagafirði. Félögum í klúbbn- um hefur fjölgað og við finnum mikinn áhuga, ekki bara á Sauðárkróki heldur ekki síður í sveitunum í kring,“ segir Kristján Bjarni Halldórsson, formað- ur Golfklúbbs Skagafjarðar, en klúbb- urinn fagnar 50 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni er haldið veglegt afmæl- ismót í dag að Hlíðarenda, á Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók, þar sem níu holu völlur klúbbsins er. Um 70 kylf- ingar eru skráðir til leiks en keppt verður í nokkrum forgjafarflokkum. Golfklúbbur Sauðárkróks var stofn- aður 9. nóvember árið 1970, að frum- kvæði nokkurra félaga í Rótarýklúbbi Sauðárkróks. Þar fóru fremstir Frið- rik J. Friðriksson læknir og Reynir Þorgrímsson framkvæmdastjóri. Reynir var svo kjörinn fyrsti formað- ur klúbbsins. Nafni klúbbsins var breytt á síðasta ári í Golfklúbbur Skagafjarðar og segir Kristján það hafa staðið til í einhvern tíma, til að höfða til allra íbúa sveitarfélagsins, sem varð til árið 1998 við sameiningu allra hreppa í Skagafirði, utan Akra- hrepps. Nafnabreytingin var tímabær, enda má í raun segja að saga íþrótt- arinnar í Skagafirði nái lengra aftur en 50 ár því landsmótið í golfi, hið þriðja í röðinni hér á landi, fór fram á Vallabökkum í Skagafirði í júlí árið 1944. Það var jafnframt fyrsta lands- mótið á landsbyggðinni og búinn til 9 holu völlur. Þar öttu kappi um 30 kylfingar frá Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjum. Fyrsta keppnin 1977 Fyrstu ár Golfklúbbs Sauðárkróks var starfsemin ekki mikil, búin var til aðstaða við Tjarnartjörn, við núver- andi iðnaðarsvæði sunnan Sauðár- króks, þar sem búnar voru til sex hol- ur, að því er fram kemur í veglegu 50 ára afmælisriti sem GSS hefur dreift í öll hús. Við Tjarnartjörn fór fyrsta keppni klúbbsins fram í september 1977. Um það leyti öðlaðist klúbb- urinn nýtt líf og forvígismenn farnir að horfa hýru auga til Hlíðar- endasvæðisins. Það fékkst þó ekki í gegn strax og búinn var til bráða- birgðavöllur í landi Skarðs í suður- hlíðum Tindastóls. Á meðan íþróttin var iðkuð á Skarðsvelli var Hlíð- arendi í undirbúningi. Það var svo sumarið 1982 að klúbburinn flutti formlega að Hlíðarenda og síðan þá hefur þróast veglegur 9 holu völlur, sem margir kylfingar telja með þeim bestu á landinu. Kristján segir margt í gangi á afmælisárinu. Í fyrsta lagi nefnir hann áform um stækkun vall- arins, með því að bæta við þremur brautum. Hefur GSS fengið golf- vallahönnuðinn Edwin Roald Rögn- valdsson til liðs við sig. Ekki er búið að ákveða endanlega hvar brautirnar munu liggja en Edwin hefur komið með tillögu um nýjar brautir við mal- arnámur á bökkum Gönguskarðsár. Röðun brautanna mun því breytast en ekki stendur til að endurnýja eða færa til golfskálann, Kristján segir það verkefni framtíðarinnar. Sem fyrr segir hefur félögum GSS fjölgað á seinni árum. Nú eru yfir 200 manns í klúbbnum en fyrir ári voru félagar um 160 talsins. „Það er algjör sprenging í þátttöku á nýliðanámskeiðin hjá okkur. Yfir- leitt hafa verið um 15 manns en eru núna um 40, þar af fjölmargir úr hér- aðinu. Vel má vera að nafnabreyt- ingin hafi haft strax áhrif,“ segir Kristján. Í tilefni afmælisins er fyrirhuguð golfferð til Póllands í haust. Þar eru um 40 skráðir og að sögn Kristjáns stendur enn til að fara, þrátt fyrir kórónuveirufaraldur. Ljósmyndir/GSS Hlíðarendi Horft upp eftir 9. brautinni á golfvelli GSS og golfskálinn á hægri hönd. Kylfingar Hópur kylfinga að Hlíðarenda, þaðan sem Tindastóll og Skagafjörður blasir við. Sveiflan á uppleið í Skagafirðinum  Golfklúbbur Skagafjarðar, áður Sauðárkróks, fagnar 50 ára afmæli í ár  Afmælismót að Hlíð- arenda í dag  Sprenging í félagafjölda og vaxandi áhugi í sveitunum  Áforma stækkun á vellinum Eins og kemur fram hér til hliðar í máli Kristjáns Bjarna Halldórs- sonar, formanns GSS, þá stendur margt til á 50 ára afmæli golf- klúbbsins; afmælisgolfmót, golf- ferð til Póllands, útgáfa afmælisrits og áform um stækkun vallarins. Einnig er verið að endurnýja skilti við teiga vallarins og endurnýja húsgögn í golfskálunum. En þá er ekki allt upptalið. Krist- ján hefur samið lag, er nefnist Skagfirska sveiflan, og nýverið fór hann í upptökur á laginu ásamt Ró- berti Óttarssyni, bakara, söngvara og félaga í GSS. „Þetta er ekki eiginlegur afmæl- issöngur klúbssins, en ég samdi lagið og flutti það á 50 ára afmæli mínu, bara með öðrum texta. Mér fannst komið nóg af hestamanna- lögum í Skagafirði þannig að ég samdi texta fyrir okkur kylfingana. Lagið er í vinnslu og vonandi náum við að frumflytja það í afmælishófi GSS í haust, þetta er sveiflulag í stíl Geirmundar Valtýssonar,“ segir Kristján en þess má geta að í 50 ára afmæli formannsins söng Geir- mundur undir og spilaði með. „Enda held ég líka inni í viðlaginu „og Geirmundur með“. Þetta er golfsveifla og skagfirsk sveifla í bland,“ segir Kristján og hlær. Skagfirsk sveifla í anda Geirmundar Valtýssonar FORMAÐUR KLÚBBSINS SAMDI LAG MEÐ „GOLFSVEIFLU“ Söngvarar Róbert Óttarsson bakari og Kristján Bjarni Halldórsson formaður. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Heldur hefur hægt á jarðskjálfta- hrinunni í Eyjafjarðarál. Náttúru- vársérfræðingur á Veðurstofunni segir þó ekki hægt að segja til um það hvort hrinan sé að fjara út eða hvort hún færist aftur í aukana, jafn- vel með stærri skjálftum. Í gær hafði sjálfvirkt jarðskjálfta- kerfi Veðurstofunnar numið á átt- unda þúsund jarðskjálfta, frá því hrinan hófst á föstudaginn fyrir viku. Stærstu skjálftarnir komu um síð- ustu helgi og sá stærsti á sunnudags- kvöldið, 5,8 að stærð. Um klukkan tvö í gær urðu jarð- skjálftar af stærðinni 3,5 og 3,2. Engir skjálftar yfir 4 að stærð höfðu mælst frá því um hádegið á miðviku- dag, þegar vefur Veðurstofunnar var athugaður síðdegis í gær. Möguleiki á stærri skjálfta Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúru- vársérfræðingur á Veðurstofu Ís- lands, sagði að hrinan hefði aðeins hægt á sér en ekkert væri hægt að segja til um framhaldið. Hrinan gæti staðið yfir í vikur, eins og í jarð- skjálftahrinunni 2012. Spurð hvort enn væri búist við stærri skjálfta sem getur orðið 7 að stærð á þessu jarðskjálftasvæði sagði Bryndís að sá möguleiki væri fyrir hendi. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjafjörður Jörð skelfur á Norðurlandi vegna jarðhræringa á hafsbotni. Treysta sér ekki til að spá um þróunina  Enn skjálftar á botni Eyjafjarðaráls Alls hafa 315 strandveiðibátar komið til hafnar og landað afla umfram 650 þorskígildiskíló (ÞÍG kg) í maí sem er hámarksafli í hverri veiðiferð og eiga útgerðir þeirra von á sekt sem nemur 27 þúsund krónum að með- altali, að því er fram kemur í til- kynningu sem birt var á vef Fiski- stofu í gær. Þar er bent á að hver strand- veiðibátur hafi aðeins heimild til að fara í 12 veiðiferðir í mánuði og að hámarksafli hverrar ferðar sé 650 ÞÍG kg, fyrir utan ufsa sem er land- að í VS. „Þegar bátur veiðir meira en 650 ÞÍG kg verður sá afli ólög- mætur sjávarafli en er engu síður dreginn frá heildaraflaheimildum á strandveiðum,“ segir í tilkynning- unni. 10 bátar með 12,8% af sektinni Umframaflinn sem um ræðir nemur 37 tonnum og munu útgerðir þeirra báta sem lönduðu of miklum afla vera sektaðar um rúmlega 8,6 milljónir króna sem munu renna í ríkissjóð. Fiskistofa bendir á að út- gerðir þeirra tíu báta sem veiddu mestan umframafla í maí greiða samtals 1,1 milljón af sektarupp- hæðinni eða 12,8%. Bára BA landaði mestum um- framafla og nam hann 676 kíló og næst mestum umframafla landaði Hrólfur AK og nam hann 589 kíló. Þar á eftir var Unnur ÁR með 514 kíló, Arnar ÁR með 481 kíló, Benni SF með 407 kíló, Án BA með 372 kíló, Nökkvi ÁR með 360 kíló, Þröst- ur BA með 363 kíló, Blíðfari ÍS með 361 kíló og Píla BA með 358 kíló. Töluverður fjöldi báta hefur sótt í strandveiðarnar í ár og hafa 614 landað sem eru fleiri en undanfarin ár. Þá hefur verið landað rúmlega 4.900 tonnum og að meðaltali hefur hver bátur landað átta tonnum frá upphafi tímabilsins. gso@mbl.is Sekta strandveiði- báta um 8,6 milljónir  Umframaflinn í maí nam 37 tonnum Morgunblaðið/Alfons Veiðar Margir bátar hafa sótt í strandveiðarnar í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.