Morgunblaðið - 27.06.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.06.2020, Qupperneq 27
MESSUR 27á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11 á ljúfum og léttum nótum. Sr. Þór Hauksson þjónar. Und- irleikari Birkir Bjarnason. Kaffi og spjall á eftir. ÁSKIRKJA | Helgihald fellur niður vegna sum- arleyfa sóknarprests og starfsfólks Áskirkju. Næst verður messað í kirkjunni sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA | Bústaðakirkja. Ferming- armessa kl. 10:30. Kór Bústaðakirkju syngur, organisti Jónas Þórir. Messuþjónar sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og sr. Pálmi Matthíasson ann- ast þjónustu. Þennan sunnudag verður því ekki kvöldmessa. DIGRANESKIRKJA | Í sumar er samstarf milli kirknanna í Kópavogi um helgihald. Sunnudag- inn 28. júní verður guðsþjónusta kl. 11 í Digra- neskirkju með fermingu. Gengið verður til altaris við þetta hátíðlega tilefni. Sr. Helga Kolbeins- dóttir og sr. Karen Lind Ólafsdóttir leiða stund- ina ásamt Sólveigu Sigríði Einarsdóttur org- anista. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS, LANDA- KOTI | Messa á sunnud. kl. 8:30 á pólsku, kl. 10:30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dóm- kórinn. Tvö börn verða fermd. EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa sunnudag kl. 10:30. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti er Torvald Gjerde. Almennur söngur. Tónlist- arstund sunnudag kl. 20. Trompettríó: Sóley Björk Einarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, bæði frá Akureyri, og Jóhann Ingvi Stefánsson frá Selfossi. Enginn aðgangseyrir. Fimmtudagurinn 2. júlí: Tónlistarstund kl. 20. Árni Friðriksson tenór og Öystein Magnús Gjerde tenór. Alda Rut Garðarsdóttir og Torvald Gjerde meðleikarar. Enginn aðgangseyrir. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Sameiginlegar gönguguðsþjónustur Breiðholtssafnaðanna kl. 11. Messað verður í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pét- ur Ragnhildarsson þjónar og prédikar. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Gengið verður frá Seljakirkju, lagt verður af stað kl. 10. Boðið upp á veitingar eftir guðsþjónustu. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa sunnudaginn 28. júní kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðar- prestur þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn dagsins eru: Emma Guðmundsdóttir, María Rúna Nunez Kvaran. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 28. júní verður fermingarathöfn í Grafarvogskirkju og því ekki hefðbundin messa né kaffihúsamessa. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt Ástu Haraldsdóttur organista, Kirkjukór Grensáskirkju og Þuríði Guðnadóttur kirkjuverði. Tveir piltar verða fermdir í messunni. Kyrrðarstund kl. 12 þriðju- daginn 30. júní. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjón- usta sunnudaginn 28. júní kl. 11. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. Organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkju- vörður Guðný Aradóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumarkirkjan, samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og Garða- bæ. Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álftanesi kl. 11 alla sunnudaga í sumar. Kaffisopi á eftir í Króki. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Ás- kelsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Bænastundir kl. 12 miðviku- daga til föstudaga. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Fé- lagar í Kordíu, kór Háteigskirkju leiða messu- söng. Organisti er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Í sumar er sam- starf milli kirknanna í Kópavogi um helgihald. Sunnudaginn 28. júní verður guðsþjónusta kl. 11 í Digraneskirkju með fermingu. Gengið verð- ur til altaris við þetta hátíðlega tilefni. Sr. Helga Kolbeinsdóttir og sr. Karen Lind Ólafsdóttir leiða stundina ásamt Sólveigu Sigríði Ein- arsdóttur, organista. Verið velkomin! HVALSNESKIRKJA | Kósí kvöldmessa kl. 20. Almennur söngur við gítarslátt, hugvekja og bæn. LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. El- ísabet Þórðardóttir organisti sér um tónlistina. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og pré- dikar. Athugið að þetta er síðasta messan í Laugarneskirkju fyrir sumarleyfi. Næsta messa verður 9. ágúst kl. 20. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Kl. 20 verður guðsþjónusta þar sem Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Matthías Baldursson sjá um tónlistina og sr. Dís Gylfadóttir þjónar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi eftir messu á Torg- inu. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Messa kl. 11. Tvö börn fermd. Organisti er Rögnvaldur Valbergs- son, prestur er Sigríður Gunnarsdóttir. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestsþjón- ustu sinnir sr. Axel Á. Njarðvík héraðsprestur og Ester Ólafsdóttir er organisti. Kórfélagar leiða söng safnaðarins. SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónusta Breið- holtssafnaða. Safnast saman við Seljakirkju kl. 10 og gengið til Fella- og Hólakirkju þar sem guðsþjónusta hefst kl. 11. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Kristján Hrannar Pálsson er organisti. Félagar úr Kammer- kórnum syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjón- ustuna. Organisti er Jón Bjarnason. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonSauðárkrókskirkja. Orð dagsins: „Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eru hlaðin, …“ (Matt. 11.28.) Lausaganga búfjár í heimasveitum er ís- lenskur búskap- arháttur fyrir þá sem eiga kindur sem þeir geta ekki framfleytt sjálfir. Að loknum sauðburði geta þeir sem hvorki eiga upp- rekstrarrétt á gróna beitarafrétti né sum- arhaga rekið kind- urnar sínar með nýbornu lömb- unum út um bæjarhlið hjá sér og lokað á eftir þeim. Allt sumarið valsa svo landlausu kindurnar þeirra um heimasveit og nærsveitir, í leit að beit og vatni í annarra manna heimalöndum. Þessi furðu- legi búskaparháttur þekkist ekki hjá neinni þjóð sem við á tyllidög- um berum okkur saman við. Hann tíðkast ekki heldur hjá löndum sem við kjósum okkur síður til sam- anburðar. 1860, 1872, 1933 Árið 1860 voru í Noregi sett lög um landvernd, Lov om Jordens Fredning, sem áréttuðu að eig- endur búfjár skyldu sjá til þess að búfé færi ekki inn á önnur land- svæði í leyfisleysi (n.: Eigar av hus- dyr skal syte for at husdyr ikkje kjem inn på område der eigaren ikkje har rett til å la dyra vera). Noregur á það sameiginlegt með Íslandi að óbyggðir landsins nýtast illa undir annan landbúnað en beit og er kindum beitt á skipulagða af- rétti á sumrin. Eigendurnir hafa þar verndunarskyldu (n,: voktep- likt) og er skylt að gæta að dýrum sínum í hverri viku. Árið 1872 voru í Danmörku sett lög um land- og vegafriðun, Lov om Mark og Vejfred, sem áréttuðu að þeim sem ættu búfé væri skylt á öllum árstíðum að halda þau á eigin landi (d.: Enhver er pligtig til på alle årets tider at holde sine husdyr på sit eget). Árið 1933 settu Svíar lög um eignarrétt, Lag om Ägofred, sem kváðu á um að búfjáreigendum væri skylt að tryggja með girðingum, eða öðrum hætti, að dýrin þeirra færu ekki í óleyfi inn í önnur lönd (s.: Var, som äger eller till under- håll eller nyttjande mottagit hemdj- ur vare pliktig att medelst hägnad eller vallning eller på annat sätt hålla sådan vård om dem, att de ej olovligen inkomma å annans ägor). Hvergi í Evrópu þekkist lausa- ganga búfjár í heimasveitum. Í sjálfri álfu sauðkindarinnar, Eyja- álfu, hafa eigendur skilyrðislausa vörsluskyldu, þ.e. bæði á Nýja- Sjálandi, þar sem eru um 30 millj- ónir kinda, og í Ástralíu, með um 80 milljónir kinda. Til samanburðar eru vetrarfóðraðar kindur á Íslandi um 420 þúsund talsins. Bannað á Íslandi í þúsund ár Eldri lög Íslendinga, þ.e. Grágás og Jónsbók, gáfu búfjáreigendum engan afslátt af því að bera fulla og óskoraða ábyrgð á skepnum sínum. Ef búfé olli tjóni í annars manns landi var búfjáreigandanum skylt að bæta skaðann að fullu og ef tjón- ið var mikið var búskussinn gerður útlægur úr samfélaginu. Ekki var búfjáreigendum eingöngu bannað að reka fé sitt í lönd annarra heldur einnig að skilja þannig við það að það gæti gengið í lönd annarra, sbr. 10. kafli landabrigðisþáttar Grágás- ar: Ef maður lætur reka fé sitt í annars manns land eða svo að hann vill að þangað gangi, þá varðar það fjörbaugsgarð. Í aldir datt engum heilvita manni í hug að beita skepnum sínum í óleyfi í annarra manna lönd. Það er ekki fyrr en seint á 19. öld þegar farið var að selja aumkunarverðar kindur á fæti til Bretlands, til slátr- unar þar, að kinda- eigendur færðu sig upp á skaftið í að nýta annarra manna lönd til beitar. Þá tókst þeim að ná þeim einstaka árangri á heimsvísu að fá löggjafa landsins til að gera verknaðinn, að verða sér út um haga- beit í óleyfi, löglegan. Það er birtingarmynd þess hvað öflug sér- hagsmunagæsla, sem tekst að hnýta sig saman sem póli- tískt afl, getur náð ótrúlegum og allt að því óskiljanlegum árangri. Dýravelferð – ekki á sumrin Árið 2013 voru hér á landi sett lög um velferð dýra, nr. 55/2013. Lögin voru byggð á nýlegum norsk- um lögum um velferð dýra og sögð marka tímamót í dýravelferð á Ís- landi. Þau kveða m.a. á um skyldu búfjáreigenda til að vernda dýrin sín gegn hættum, tryggja þeim sumarbeit á grónu landi, aðgengi að góðu vatni og sjá til þess að sjúk eða slösuð dýr fái læknismeðferð eða séu aflífuð. Matvælastofnun (MAST) var falið eftirlit með lög- unum. Þrátt fyrir tímamótalögin halda sumir kindaeigendur áfram að reka kindurnar sínar, og nýju lömbin þeirra, út um bæjarhliðið hjá sér snemmsumars. Ekki verður annað greint en að MAST telji að með brottrekstrinum séu eigendurnir að tryggja kindunum beit á grónu landi og aðgengi að góðu vatni. Þá séu þeir að vernda þær fyrir óhöpp- um og að koma sjálfum sér í færi til að útvega þeim viðeigandi hjálp ef þær slasast eða veikjast. Sá skiln- ingur á lögunum hlýtur að vera þeim sem eiga íslensku að móð- urmáli óleysanleg ráðgáta. Við brottrekstur úr heimatúnum verður búfé að vegarollum sem þvælast sumarlangt í sveitum í leit að gróna landinu og gæðavatninu, sem eigandinn á skv. lögum að tryggja þeim. Á þjóðvegunum drep- ast hundruð þeirra í bílslysum á hverju sumri og eru margar skildar eftir slasaðar í vegköntum. Það eru þó ekki eingöngu kindurnar sem missa líf, limi og heilsu þegar þær stökkva fyrir bíla á þjóðvegum landsins því á hverju ári slasast þar tugir vegfarenda þegar ökumenn í örvæntingu sveigja frá vegarollum og enda ferðalagið út í skurði eða framan á aðvífandi bílum. Í vondum árum deyr fólk við að forðast árekstur við kindur á þjóðvegum landsins. Siðlausir sérhagsmunir Það er rangt að hirða í óleyfi eða skemma eigur annara. Þann ein- falda sannleik kenna allir börn- unum sínum. Þó svo innmúruðum hagsmunasamtökum kindaeigenda hafi tekist að gera eigendur veg- arollna ábyrgðarlausa af tjónum af þeirra völdum, þá tekst þeim aldrei að gera tjónið af þeirra völdum sið- legt. Að beita skepnum sínum í ann- arra manna lönd í óleyfi var, er og verður siðlaust. Til varnar siðleysinu rembist þjóðin við að girða sauðkindur úti. Það er gert með því að girða alla þjóðvegi inni, girða skógrækt inni, girða ferðastaði inni, girða garð- yrkju inni, girða þjóðgarða inni, girða nytjatún inni, girða tóm- stundalönd inni, girða þéttbýli inni – þ.e. girða þarf allt og alla inni, af því rollurnar valsa um úti. Þannig eyðir þjóðin hundruðum milljóna króna árlega til að girða kindur úti. Að réttara sé að fjárbændur noti girðingar til að girða skepnurnar sínar inni er svo augljóst að það þarf talsmann kindaeigenda til að sjá það ekki. Ef þjóðir kepptu í sérhagsmuna- gæslu gætu íslensk stjórnvöld gert tilkall til verðlauna fyrir að hafa náð að viðhalda jafn ágengum og siðlausum sérhagsmunum fárra á kostnað réttarvitundar almennings, öryggis vegfarenda, dýravelferðar og eignarréttar landeigenda. Ímyndir og ímyndun Sauðfjárræktin hér á landi held- ur á lofti þeirri ímynd að greinin sé einstaklega sjálfbær. Samt krefst hún þess við sína ræktun að fá að nýta, skemma og eyðileggja ræktun annarra. Slík atvinnugrein er aug- ljóslega ekki sjálfbær. Þá hamrar búgreinin á þeirri ímynd að hreinleiki afurða hennar sé mikill, ef ekki einstakur á heims- mælikvarða. Engu að síður heimtar hún að sláturlömbin hennar geti sumarlangt étið einhvers staðar í annarra manna löndum hvern þann gróður og jurtir sem þar er verið að rækta, með þeim eitur- og varnar- efnum sem þar kunna að vera not- uð. Að sum íslensku fjallalambanna hafi náð holdum sínum í mat- jurtagarði, nýskógarlandi eða á golfvelli er ekki það sem íslenskum neytendum er talin trú um. Þá er það varla það sem erlendir mark- aðir sækjast eftir. Á meðan vegalömb eru ræktuð á Íslandi er það oflæti þegar tals- menn sauðfjárræktunar segja greinina standa framarlega, eða fremst, í dýravelferð, sjálfbærni og hreinleika. Þá eru það augljósir og ríkir hagsmunir langflestra sauð- fjárbænda, þ.e. þeirra sem fram- fleyta skepnunum sínum sjálfir, að ræktun vegalamba verði aflögð hið fyrsta. Að lokum – tillaga Að í íslensk lög verði sett sam- bærilegt ákvæði og er í lögum ann- arra þjóða: 1. Búfjáreigendur tryggi að búfé þeirra sé ekki í leyfisleysi í löndum annarra. Afleiðingarnar yrðu: a. Ísland kæmist aftur í hóp sið- aðra þjóða, þegar kemur að ábyrgð eigenda á búfé. b. Íslensk sauðfjárrækt tæki framfaraskref í dýravelferð, sjálf- bærni og hreinleika. c. Kindur hyrfu af þjóðvegum landsins, að undanskildum þeim sem eru innan beitarafrétta. d. Kindur á Íslandi yrðu girtar inni af eigendum – en ekki úti af öll- um öðrum. e. Kindaeigendur, sem hvorki eiga upprekstrarrétt á beitarafrétt né næga girta heimahaga, leigðu sér girta haga eftir þörfum, eða fækkuðu fé. Er virkilega til of mikils mælst? Eftir Kristínu Magnúsdóttur » Að loknum sauðburði geta þeir sem hvorki eiga upprekstrarrétt á gróna beitarafrétti né sumarhaga rekið kind- urnar sínar með ný- bornu lömbunum út um bæjarhlið hjá sér og lokað á eftir þeim. Kristín Magnúsdóttir Höfundur er landeigandi. Vegalömb, dýravelferð, siðleysi og ímyndir Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.