Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 27. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 139.89 Sterlingspund 174.05 Kanadadalur 102.71 Dönsk króna 21.047 Norsk króna 14.464 Sænsk króna 14.98 Svissn. franki 147.37 Japanskt jen 1.3046 SDR 192.75 Evra 156.87 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.1934 Hrávöruverð Gull 1758.55 ($/únsa) Ál 1564.0 ($/tonn) LME Hráolía 40.35 ($/fatið) Brent ● Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,44% í júnímánuði miðað við mánuðinn á undan. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,6%. Helst tólf mánaða verðbólga því óbreytt frá maímánuði þegar hún mæld- ist einnig 2,6%. Hefur hún ekki mælst hærri síðan í nóvember í fyrra þegar hún reyndist 2,7%. Lægst fór hún í janúar þegar hún mældist 1,7%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1% milli mánaða og þá hækkaði reiknuð húsaleiga um 0,4%. Sé litið til vísitölunnar að húsnæðisverði undan- skildu hækkaði hún um 0,51% í júnímán- uði. Án húsnæðis myndi 12 mánaða verðbólga því mælast 2,7%. Verðbólgan mælist 2,6% í júnímánuði STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Enn ber talsvert í milli í viðræðum Landsvirkjunar og Rio Tinto um endurmat á raforkuverði til verk- smiðju síðarnefnda fyrirtækisins í Straumsvík. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Greint var frá því í Viðskipta- Mogganum á miðvikudag að Rio Tinto hefði lýst yfir vilja til þess að auka framleiðslu sína í álverinu að nýju en fyrirtækið hefur dregið tals- vert úr framleiðslunni það sem af er ári. Álverð hefur haldist mjög lágt á heimsmarkaði síðustu mánuði og flest bendir til þess að ástandið muni haldast þannig á komandi mánuðum. Verksmiðjan í Straumsvík var rekin með nærri 14 milljarða tapi í fyrra. Endurskoðun ekki lokið Rio Tinto sendi frá sér yfirlýsingu um miðjan febrúarmánuð þar sem tilkynnt var um að farið yrði ofan í saumana á rekstrarforsendum ál- versins í Straumsvík, hvaða leiðir væru færar til þess að bæta sam- keppnisstöðu þess en þá kæmi einnig til greina að draga enn frekar úr framleiðslunni og mögulega loka ál- verinu. Kveinkuðu stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík sér undan því að Lands- virkjun sýndi aðstæðum fyrirtækis- ins takmarkaðan skilning. Fyrir- tækið kaupir um fjórðung allrar þeirrar raforku sem Landsvirkjun framleiðir en stendur á sama tíma undir u.þ.b. þriðjungi tekna orku- fyrirtækisins. Tímabundinn afsláttur Skömmu síðar skall kórónuveiran á heimshagkerfinu og hafði það nei- kvæð áhrif á alla hrávörumarkaði. Gaf Landsvirkjun út í lok apríl að fyrirtækið myndi gefa stórnotendum afslátt vegna ástandsins og að hann myndi nema um 1,5 milljörðum króna. Sagði í tilkynningu frá fyrir- tækinu að átta af tíu stórnotendum fyrirtæksins myndu njóta afsláttar- ins og að hann þýddi allt að 25% lækkun raforkuverðs til sex mánaða. Morgunblaðið hefur ekki upplýsing- ar um hvaða áhrif fyrrnefnd afslátt- arkjör hafa haft á raforkukaup Rio Tinto en fyrirtækið hefur kallað eftir því að raforkusamningur frá árinu 2010 verði endurskoðaður. Heimildir Morgunblaðsins herma að fyrirtækið telji nauðsynlegt að þau verð sem fyrirtækið greiðir skv. samningnum lækki um 30%. Landsvirkjun hefur ekki fallist á þær kröfur en tilboð og gagntilboð hafa þó gengið milli aðila. Talsverð harka virðist hafa hlaupið í viðræðurnar og heimildamenn Morgunblaðsins herma að stjórnend- ur Rio Tinto hafi kvartað undan meintri óbilgirni forstjóra Lands- virkjunar í viðræðunum. Svo rammt hefur kveðið að þessari óánægju að stjórnendur Rio Tinto hafa beint er- indum sínum til stjórnar Landsvirkj- unar í stað forstjóra eins og hefð er fyrir í samskiptum milli fyrirtækj- anna. Forstjóri Landsvirkjunar gagn- rýnir framgöngu Rio Tinto Sömu heimildir herma að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hafi tekið bréfaskiptunum mjög illa og gert stjórnendum Rio Tinto skrif- lega grein fyrir óánægju sinni með þessa þróun mála. Endurskoðun rekstrarforsenda álversins töfðust vegna kórónuveirunnar og Rio Tinto gat ekki staðið við fyrirheit um að vinnu við hana myndi ljúka á fyrri hluta ársins. Vinnan er þó komin í gang að nýju og vænta má niðurstöðu samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins síðar í sumar. Fyrirtækið mun hafa lýst sig reiðubúið til þess að auka framleiðsluna að nýju, náist samningar um nýtt raforkuverð. Að öðrum kosti komi enn til álita að loka verksmiðjunni, annaðhvort tíma- bundið, eins og eigendur PCC á Bakka hafa gert, eða til frambúðar. Enn ber talsvert í milli Morgunblaðið/Eggert Álverið í Straumsvík Verksmiðjan hefur verið í rekstri frá árinu 1969 en nú gæti svo farið að starfsemin leggist af.  Endurskoðun á rekstrarforsendum álversins í Straumsvík heldur áfram  Rio Tinto beinir viðræðum að stjórn Landsvirkjunar en ekki forstjóranum Ferðaþjónustufyrirtækið Allra- handa GL ehf., rekstraraðili Gray Line á Íslandi, óskaði í gær eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhags- legrar endurskipulagningar, sem samþykkt voru á Alþingi þann 16. júní síðastliðinn. Fyrirtækið varð fyrir verulegu höggi líkt og önnur fyrirtæki í ferða- þjónustu. Síðustu þrjá mánuðina fyrir kórónuveirufaraldurinn voru tekjur Gray Line samtals um 700 milljónir króna en síðustu þrjá mán- uði voru tekjurnar 680 þúsund krón- ur, eða um 1 prómill mánaðanna þriggja þar á undan. Til að bæta gráu ofan á svart hafa orðið miklar tafir á greiðslu útistandandi við- skiptakrafna. Bókanir taka lítillega við sér Samkvæmt tilkynningu frá fyrir- tækinu er staða þess mjög óljós um þessar mundir. Þar segir að margt bendi til að aðstæður geti breyst til batnaðar mjög hratt. Bókanir lengra fram í tímann hafi verið að taka við sér. Bókanir hjá Gray Line fyrir haustið séu um það bil helm- ingur af því sem var á sama tíma í fyrra. Sérstakur aðstoðarmaður í greiðsluskjóli mun hafa umsjón með fjárhagslegri endurskipulagningu og samskiptum við kröfuhafa og lánardrottna. Kannað verður hvaða leiða verður leitað til að gera félag- inu kleift að lifa áfram. Áform eru uppi um að fara í hlutafjáraukningu auk þess að gera aðrar nauðsynleg- ar ráðstafanir. aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hrun Tekjur Grayline hafa þurrkast að mestu upp á skömmum tíma. Grayline leitar greiðsluskjóls  Tekjurnar 680 þúsund krónur síðustu mánuði Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 ● Hagar voru eina félagið sem hækkaði í Kauphöll Íslands í gær. Nam hækkunin 0,1% í tæplega 20 milljóna viðskiptum. Engin viðskipti reyndust með bréf Heimavalla. Markaðsvirði allra annarra fyrirtækja á aðallistanum lækkaði. Mest var lækkunin í tilfelli Icelandair Group. Nam hún 5,8% í tæplega 4,5 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf VÍS um 2,8% í ríflega 180 milljóna króna viðskiptum. Aðeins eitt félag hækk- aði í Kauphöll Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.