Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 ✝ Skúli Andr-ésson fæddist á Snotrunesi á Borgarfirði eystra 26. maí 1928. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum föstudag- inn 19. júní 2020. Foreldrar hans voru hjónin Andr- és Bjarni Björns- son, bóndi á Snotrunesi, f. 10. sept. 1893, d. 20. apríl 1974, og Valgerður Jónsdóttir, f. 26. sept. 1890, d. 18. júní 1967. Skúli var næstyngstur af sex systkinum. Hin voru: Björn (1919-2007), Elín Björgheiður (1920-1998), Jón (1921-2003), Vilborg Ingibjörg (1924-2009) og Anna Þuríður (1930-1943). Auk þess ólst upp með þeim fósturbróðir þeirra, Halldór Vilmundur Andrésson (1938). 1. janúar 1956 kvæntist Skúli eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Sigurlaugu Eyj- ólfsdóttur, sem fædd er 3. október 1934 á Bjargi í Bakka- gerði, þar sem foreldrar henn- ar, Anna G. Helgadóttir og Eyjólfur Hannesson hrepp- stjóri, önnuðust póst- og síma- afgreiðslu í áratugi. Skúli og Kristín eignuðust sjö börn: 1) Eftir skólagöngu á Borg- arfirði var Skúli tvo vetur í Eiðaskóla, 1944-1946. Þar hreifst hann af íþróttastarfi og lagði síðan stund á margar greinar frjálsíþrótta. Hann var harðsnúinn hlaupari, keppti víða á mótum og vann til fjölda verðlauna. Árið 1954 hófu þau Kristín sambúð á Snotrunesi í sambýli við foreldra hans. Árið 1959 fluttu þau á nýbýlið Framnes, sem þau stofnuðu í landi Snotr- uness. Þar voru fyrir beitarhús og ræktarland. Húsa- og túna- kost jók Skúli og nýtti einnig jörðina Geitland sem hann átti um skeið. Hann var glöggur og góður fjárbóndi og átti jafnan afurðagott fé. Auk búskapar sinnti Skúli ýmsum störfum, var m.a. á vertíðum í Eyjum á yngri árum, verksmiðjustjóri í Fiskimjölsverksmiðju KHB, vann við sláturhússtörf og var lengi sveitarpóstur í Borg- arfirði. Hann sat í hreppsnefnd tvö kjörtímabil og var formað- ur Búnaðarfélags og Bridge- félags Borgarfjarðar um tíma. Haustið 2013 brugðu Skúli og Kristín búi og fluttust í Eg- ilsstaði. Þar héldu þau í fyrstu heimili uns þau fluttu á Hjúkr- unarheimilið Dyngju, þar sem Skúli lést. Útför hans fer fram frá Bakkagerðiskirkju í dag, 27. júní 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Sigrún, f. 28. júní 1952, hún á 2 börn og 5 barnabörn. Sambýlismaður er Gunnlaugur Har- aldsson. 2) Björn, f. 3. ágúst 1954, maki Björg Aðalsteins- dóttir (d. 2019) og eiga þau 2 börn og 3 barnabörn. 3) Eyjólfur, f. 28. des. 1956, maki Sigrún Bjarnadóttir, og eiga þau 2 börn og 5 barnabörn. 4) Val- geir, f. 16. ágúst 1958, maki Lára Vilbergsdóttir og eiga þau 2 dætur og 1 barnabarn. 5) Anna Bryndís, f. 15. júní 1961, hún á 3 börn og 1 barnabarn. 6) Andrés, f. 3. mars 1963, maki Gréta Jónsdóttir og eiga þau 3 börn og 6 barnabörn. 7) Emil, f. 4. febr. 1966, hann á 2 börn og 2 barnabörn. Sam- býliskona er Oddný Freyja Jökulsdóttir. Skúli ólst upp við hefð- bundin bústörf á Snotrunesi með foreldrum og systkinum ásamt föðursystur hans, Gróu Björnsdóttur, og manni henn- ar, Halldóri Ármannssyni. Samheldni og vinátta þessara fjölskyldna var einstök alla tíð. Þegar flest var á bænum voru þar 32 til heimilis. Í dag fylgjum við elskulegum föður okkar til grafar, þeim manni sem mest og best hlynnti að okkur, svo lengi sem kraftar leyfðu. Hann lagði áherslu á þær lífsins reglur sem fólk skyldi hafa í heiðri. Þar bar hæst að enginn skyldi tala illt á bak öðr- um og hann gekk sinn æviveg án þess að hallmæla nokkrum manni. Heiðarleiki og dreng- skapur voru í hans huga mikils- verðir eiginleikar. Skömmu fyrir andlátið átti hann samtal við prest. Skilaboðin voru skýr og hann bað um að þau kæmu fram: Hann var þakklátur fyrir lífið og að eiga konu sem hann sagði sína stoð og styttu gegnum allt og að afkomendur þeirra væru heilir á húfi. Einlægar þakkir til samferðafólks á Snotrunesi fyrr og síðar, svo og til annarra frænda, vina og sveitunga með þökkum fyrir ánægjulega sam- ferð og vinskap við hvað eina sem hið litla samfélag færðist í fang með gleði eða sorgum og tókst á við í samhug og sam- heldni. Pabbi okkar var fæddur í torf- húsi á Snotrunesi. Á þriðja ald- ursári hans flutti fjölskyldan í myndarlegt steinsteypt tvíbýlis- hús á sömu jörð, þar sem frænd- fólk hans bjó einnig. Þar bjuggu foreldrar okkar fyrstu búskapar- árin ásamt Björgheiði föðursyst- ur okkar og hennar fjölskyldu, afa, ömmu og Villa fósturbróður pabba. Í húsinu bjuggu einnig frænkur okkar tvær, hvor með sína fjölskyldu. Þegar flest var á bænum voru börnin 17 og þá var oft glatt á hjalla. Þessi sambúð styrkti enn frekar þau fjöl- skyldubönd sem aldrei hafa rofnað. Pabbi var frár á fæti eins og bræður hans Jón og Björn og urðu þeir sigursælir á hlaupa- brautinni. Á landsmóti UMFÍ 1952 vann pabbi m.a. 1. verðlaun í víðavangshlaupi og forláta bik- ar vann hann til eignar eftir að hafa sigrað þrívegis í víðavangs- hlaupi UÍA. Fjölskyldan flutti á nýbýlið Framnes 1959 ásamt Villa frænda. Þar fæddust þrjú yngstu börnin. Þar ólumst við upp í sveitinni fögru við gott at- læti. Sauðburður með vökunótt- um, að sumri, heyskapur undir dyggri stjórn pabba og var gengið rösklega til verka. Sagt var fyrir í fáum, skýrum orðum og allt gekk vel eftir. Þegar húmaði að kveikti pabbi á gas- luktinni sem lýsti svo vel, gengið í Grundarhúsin og gefið á garð- ann. Barnabörnin minnast margra ánægjustunda með afa og ömmu á Framnesi. Ferðirnar í fjárhús- in, fjöruna og upp í fjall, póst- ferðir um sveitina og það sem öllu tók fram, rúnturinn á stóra traktornum þar sem barnabörn- unum var pakkað inn í stýrishús- ið og rúntað um túnin kringum bæinn. Þá var sælubros á öllum sem þar voru í ferð. Umhyggja hans fyrir öllum afkomendum var einstök. Árið 2013 hættu foreldrar okkar búskap og fluttu í Egils- staði, nær heilsugæslu. Pabbi bað um að skilað yrði þakklæti hans fyrir hlýjar móttökur við komu þeirra og dvöl á Egils- stöðum. Við erum innilega þakklát fyr- ir að hafa alist upp í faðmi góðra foreldra sem alla tíð áttu falleg samskipti og kærleikur milli þeirra augljós til hins síðasta. Við kveðjum pabba með söknuði, virðingu og þökk fyrir það vega- nesti sem hann veitti okkur og afkomendum. Sofðu rótt, elsku pabbi. Sigrún, Björn, Eyjólfur, Valgeir, Bryndís, Andrés og Emil. Elsku Skúli afi. Ég minnist þín með svo mikilli hlýju í hjartanu og þakklæti fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig og okkur fjölskylduna. Það var alltaf gaman þegar afi var nálægt, hann sagði svo skemmtilega frá og minnið alla tíð svo gott og ómetanlegt að heyra allar sögurnar frá því hann var barn eða ungur maður á Eiðum að vinna einhver af sín- um mörgu íþróttaafrekum. Að fara með afa í póstferð á rauða súbbanum var sko topp- urinn! Smá stopp í kaffi hér og kleina þar, alltaf var hann til í smá spjall við frændfólk og fá fréttir úr sveitinni. Og þvílíkt jafnaðargeð sem hann sýndi okkur alltaf, eða oftast! Ekki nóg með að þau amma hafi alið upp sjö börn, þá eignuðust þau sex- tán barnabörn, þannig að það var sko oft stuð á sumrin þegar margir voru á Framnesi, þá sér- staklega í kringum heyskapinn. Hann lagði sig fram um að fylgjast með okkur krökkunum, hvað við værum að aðhafast og hann hafði alltaf á hreinu hvað langafabörnin voru orðin mörg. Skúli afi var frændrækinn með eindæmum, enda afar ríkur af skyldfólki og vinum. Ég hef alla tíð litið upp til afa míns og verið stolt af því að eiga hann fyrir afa. Það er ég viss um að þú hafir fengið góðar móttökur hinum megin og að þið mamma séuð komin á kaf í ættfræði og þið Jónsi komnir í brids með góðum vinum. Takk fyrir væntumþykjuna, ferðirnar á heyvagninum gullskóna, sem enn eru í fullri notkun, símtölin á afmælinu mínu, traktorsferðirnar, þar sem sjaldnast voru færri en fimm í traktornum, perubrjóstsykurinn, sögurnar og allt hitt! þín, Harpa Rún. „Gibbagibb!“ Ef þú þekktir afa Skúla þá heyrir þú röddina hans hljóma við það eitt að lesa þetta orð. Afi Skúli gargaði „gibbagibb“ í tón sem aldrei verður leikinn eftir þegar hann kallaði rollurnar sín- ar heim í fjárhús. Það skipti ekki máli þótt þær væru langt niðri á sjávarbakka, þennan tón heyrðu þær alls staðar frá og komu rölt- andi heim stuttu síðar. Þegar ég var barn fannst mér afi Skúli vera frekar óþolinmóð- ur maður með stuttan þráð. Eft- ir því sem ég eldist finnst mér erfitt að skilja hvernig það var hægt hafa svona ómælda þolin- mæði með hrúgu af barnabörn- um á eftir sér sem gerðu sig heimkomin á Framnesi á sumr- in. Afi var alltaf tilbúinn að taka okkur með í fjárhúsastúss, hey- skap, rekstur, réttir, að bera út blaðið og svaraði aldrei neitandi ef við vildum stela hundinum Pílu í heimsókn heim í Framnes. Afi Skúli var stríðinn og elsk- aði að bregða á leik þegar tæki- færi gafst. Ég veit ekki hversu oft hann var með okkur barna- börnin á bakinu og lék ótemju sem reyndi að henda okkur af baki. Ég hef varla verið meira en þriggja ára en ég gleymi aldrei hvað mér fannst þetta skemmti- legur leikur og hvað ég grenjaði úr hlátri. Afi Skúli bauð oft upp á æsi- spennandi ferðir inn í þorp þar sem hann tjáði okkur á leiðinni að Súbbi væri alveg að verða bensínlaus og ef til þess kæmi yrðum við að fara út að ýta. Afi hló á meðan hann lét hann Súbba hökta út í eitt og við krakkarnir hvöttum bílinn áfram af spenningi og hræðslu við að þurfa að ýta bílnum alla leið inn í þorp. Aldrei varð bíllinn bens- ínlaus og ég var orðin vel stálpuð þegar ég áttaði mig á því að afi var auðvitað bara að stríða okk- ur. Eitt sumarið var afi að keyra með mig og Valdísi innan úr þorpi og stoppaði óvænt í kríu- varpinu á móti Geitlandi. Hann sagði að nú skyldum við fara út og tína nokkur egg með hádeg- ismatnum. Við Valdís horfðum skelfingu lostnar hvor á aðra. Afi hughreysti okkur og sagði að við þyrftum ekkert að óttast, krí- urnar réðust bara á hæstu manneskjuna í hópnum svo við skyldum bara halda okkur ná- lægt honum. Við Valdís stigum út úr bílnum og sáum kríurnar koma brjálaðar á móti okkur. Við litum til baka en þá var afi sestur aftur inn í bíl, búinn að læsa öllum hurðunum og skelli- hlæjandi eins og honum einum var lagið. Svona gat afi Skúli verið stríðinn. Þessi stríðni hefur greinilega gengið í ættir því það er alltaf stutt í næsta hrekk eða brandara hjá Framnes-fjöl- skyldunni. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Takk fyrir að búa okkur heimili sem er barnabarnanna þinna uppáhalds- og öruggasti staður í veröldinni. Þín Maríanna. Hjartkæri afi minn. Nú er komið að leiðarlokum. Ég hef ávallt litið upp til þín. Þú hefur verið og verður fyr- irmynd mín; frjáls, sjálfstæður, traustur, ábyrgðarfullur, velvilj- aður og ósérhlífinn. Virðing ann- arra í þinn garð var áunnin og verðskulduð. Þú varst lifandi sönnun þess, sem faðir þinn og langafi minn ritaði oft, að sig- ursæll er góður vilji. Minning um þig og andi þinn mun svífa yfir vötnum og lifa svo lengi sem brimaldan brotnar á klöppum og skerjum undir bökk- um fósturjarðar þinnar, í fjalla- sal Borgarfjarðar eystri. Tilvist þín markaði djúp spor í lífshlaup mitt og var mér hvatning til góðra verka. Ég verð þér æv- inlega þakklátur. Hvíl í friði, afi minn. Stefán Þór Eyjólfsson. Elsku afi minn. Það er svo margt sem ég þarf að þakka þér. Þolinmæði ykkar ömmu til okkar barnabarnanna er eitthvað sem ég mun seint skilja. Það sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina er ómetanlegt. Mínar bestu minningar úr æsku eru að vera send upp í sveit til ömmu og afa. Þar fékk maður að klappa rollunum, leika sér í gull- abúinu, horfa á Múmínálfana og borða kleinur í óhóflegu magni. Það var þetta frelsi sem ég upp- lifi enn þann dag í dag þegar ég renn í hlaðið á Framnesi. Algjör- lega áhyggjulaust líf þar sem maður finnur fyllsta öryggi. Ég mun seint gleyma því þeg- ar ég kom til ykkar eina helgina og amma leyfði mér að elda kvöldmatinn. Ég var um 12 ára og því einungis fær um að elda pasta og rjómasósu. Hnussið sem þú framkallaðir þegar þú settist við eldhúsborðið var á við virkt eldfjall, svo hneykslaður varstu en borðaðir þetta þó af kurteisi við kokkinn. Það liðu ekki margar mínútur þar til þú varst mættur inn í búr að leita að almennilegum mat. Það eru fáir sem eru jafn heppnir og við fjölskyldan að hafa átt ykkur að og að hafa myndað þessi sterku fjölskyldu- bönd sem munu endast til eilífð- ar. Það eru algjör forréttindi að eiga allt þetta góða og frábæra fólk að og að geta alltaf farið á griðastaðinn Framnes. Takk fyrir allt, afi minn. Þín yngsta, Snærós Vaka. Elsku afi. Orð eru fátækleg þegar mað- ur missir einhvern sem maður elskar. En þessi minningarorð viljum við senda með þér í sum- arlandið. Við munum svo vel hvernig þú lagðir hendur í kjöltu og snerir þumalfingrunum í hring. Við munum svo vel hvernig þú helltir að minnsta kosti þrisvar úr sykurkönnunni í kaffið og hrærðir vel þegar þú sast við eldhúsborðið á Framnesi. Við munum svo vel eftir í fjár- húsferðunum og hvernig þú kall- aðir á kindurnar. Við munum svo vel að þú vild- ir alltaf hafa okkur systkina- börnin með þér, eftir ferðunum í traktornum og við öll í hrúgu í kringum þig. Þú varst svo hjartahlýr og góður, elsku afi, þér munum við aldrei gleyma. Takk fyrir að þið amma hafið alltaf verið okkur góðar fyrir- myndir. Takk fyrir að þið hafið gefið okkur ævintýraland sem mun alltaf eiga stað í hjarta okk- ar. Takk fyrir allar minningarn- ar. Takk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði. Þínar Andrea og Valdís. Hjartkæri afi minn. Nú er komið að leiðarlokum. Skúli Andrésson Mér er ljúft að minnast með nokkr- um orðum Ástu Arnórsdóttur frænku minnar sem kvaddi þennan heim á þriðjudaginn 92 ára gömul. Ásta ólst upp í stórum systkina- hópi á Jófríðarstaðavegi 5 í Hafn- arfirði. Jófríðarstaðarvegurinn var á leiðinni frá Hafnarfirði upp að Ási þar sem amma mín bjó. Ef einhverjir af Ásfólkinu voru á leið upp í Ás þá var alltaf stoppað á Jófríðarstaðarveginum, rætt við heimilisfólkið og fengið kaffi og með því. En kynni mín af Ástu hófust þó ekki fyrr en þegar ég var að hefja nám í Flensborg Ásta Arnórsdóttir ✝ Ásta Arnórs-dóttir fæddist 17. apríl 1928. Hún lést 2. júní 2020. Útför Ástu fór 8. júní 2020. haustið 1958 þá 15 ára gamall en móðir mín fékk Ástu til að taka mig til vetrar- dvalar. Ég átti síðan eftir að dvelja hjá Ástu og Skúla eigin- manni hennar næstu fimm vet- urna, fyrst við nám í Flensborg og síðan MR. Segja má að þau hafi verið fóst- urforeldrar mínir á þessum árum og all tíð síðan hef ég ásamt fjöl- skyldu minni haft náið samband við þau og fjölskyldu þeirra. Heim kominn eftir margra ára dvöl erlendis þá var það föst venja í mörg ár hjá okkur að fara í heimsókn til þeirra í sunnudags- kaffi en þar voru að jafnaði mætt öll börn þeirra ásamt mökum, börnum þeirra og á síðari árum barnabarnabörnum. Samheldni þessarar fjölskyldu hefur verið einstök í gegnum tíð- ina, hittust flesta sunnudag hjá mömmu og pabba. Það var gott sem ungur piltur að búa hjá Ástu og Skúla, þar leið mér mjög vel. Ef á móti blés þá veittu þau mér þann stuðning sem ég þurfti og ég mun alltaf minnast þess að þegar ég ætlaði að hætta námi þá hvöttu þau mig til að halda áfram og gefast ekki upp. Ég fór að ráð- um þeirra og á þeim mikið að þakka fyrir þennan stuðning. Það var hlutverk Ástu stærsta hluta ævi hennar að vera heima- vinnandi húsmóðir, hlutverkisem hún sinnti af mikilli prýði. Hún undirbjó sig fyrir það starf með því að fara í Húsmæðraskólann á Ísafirði. Ung að árum fór hún í starfsmannaferð til Stykkis- hólms með Rafha þar sem hún vann. Á dansleik þar hitti hún ungan pilt frá Hólminum og síðan dönsuðu þau saman í hartnær 70 ár. Hún bjó Skúla og börnunum gott og fallegt heimili og kom öll- um börnunum vel til manns. Lengstum ævinnar lifði Ásta við góða heilsu og alla jafnan var hún glöð og jákvæð en þegar Skúli féll frá fyrir 2 árum þá var eins og lífslöngunin hyrfi og síðustu tvö árin hafa verið erfið. Hún hefur á þessum tíma notið mikillar umhyggju barna sinna og fjölskyldna þeirra, aldrei leið sá dagur að eitt eða fleiri þeirra kæmu ekki við hjá henni til að veita henni stuðning. Síðan kom veiran og þá var þetta ekki hægt og það voru mjög erfiðir tímar fyrir þau öll. Kæra Ásta, ég þakka þér fyrir árin sem ég var hluti af fjölskyldu þinni þið reyndust mér afskap- lega vel og vinátta ykkar hefur alltaf verið svo traust. Við Kristín og fjölskylda okkar þökkum þér fyrir allar ánægjulegar samveru- stundir liðinna ára og vottum börnum þínum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð við fráfall þitt. Hugur okkar er með þeim á þessari stundu og við biðjum að ljúfar minningar þeirra um þig veiti þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Geir A. Gunnlaugsson. Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.