Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Halla Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Sölustjóri 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Sölufulltrúi 820 6511 Kristján Sölufulltrúi 691 4252 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Pétur Magnússon petur@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu í gær, en tilefni fundarins var sú reynsla sem fengist hefur af skimunum við landamæri Íslands síðustu vikur. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reyn- isson, yfirlögregluþjónn hjá al- mannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra, tóku einnig til máls á fundinum. Nú er tveggja vikna „reynslu- tímabili“ í skimun við landamæri lokið, en þótt ekki hafi greinst mörg virk smit hjá þeim sem komið hafa til landsins munu aðgerðir við landa- mæri haldast tiltölulega óbreyttar. Áfram verða allir sem koma til landsins skimaðir við landamæri, nema þeir sem kjósi frekar að fara í sóttkví, en frá og með 1. júlí verður innheimt gjald, sem nemur 9.000 krónum ef greitt er fyrir komu til landsins, og 11 þúsund krónum ef greitt er við komuna til landsins. Greindist með mikið af veirunni „Ég finn það í kringum mig að margir hafa áhyggjur af því smiti sem hefur komið upp. Að við séum að sjá fjölda fólks fara í sóttkví eftir að smit greindist,“ sagði Katrín á fundinum, en á sjöunda tug manna hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við tvö staðfest kórónuveirusmit Ís- lendinga, annað hjá starfsmanni í at- vinnuvega- og sjávarútvegsráðu- neytinu og hitt hjá knattspyrnukonu í Breiðabliki. Um er að ræða fyrsta innanlandssmit kórónuveirunnar á Íslandi í um tvo mánuði. Knattspyrnukonan hafði verið í Bandaríkjunum og við komuna til Íslands greindist hún ekki smituð í landamæraskimun. Hún fór aftur í próf þegar upp komst um samskipti hennar við smitaðan einstakling í Bandaríkjunum, en Kári Stefánsson greindi frá því á fundinum að konan hefði verið með „mjög mikið af veir- unni,“ þegar hún greindist. Kári útskýrði að stuttu eftir smit væri ólíklegt að próf við kórónuveir- unni kæmi út jákvætt, jafnvel þótt einstaklingur væri með virkt smit. „Veikleikinn liggur í því að þegar einstaklingur er nýsýktur, áður en veiran hefur fengið tækifæri til þess að fjölga sér, þá liggur það í hlut- arins eðli að það getur verið erfitt að finna hana með þessu klassíska veiruprófi,“ sagði Kári. Hann bætir þá við að veiruprófið sem er notað við landamærin er að- eins 70% næmt. Þórólfur Guðnason sagði það vera til skoðunar hvort Íslendingar sem koma frá svæðum þar sem út- breiðsla kórónuveirunnar er mikil eigi að fara í sóttkví við komuna til landsins auk sýnatöku. Smithættan alltaf fyrir hendi Þá bætti Þórólfur við í samtali við Morgunblaðið að ýmsar útfærslur á aðgerðum til að sporna við smiti séu til umræðu. „Þetta sýnir að smithættan er alltaf fyrir hendi og kannski er smit- hættan mest af Íslendingum sem eru að koma erlendis frá vegna tengslanets Íslendinga hér innan- lands.“ Þórólfur sagði að yfirvöld myndu læra af því og hvatti hann þá Íslend- inga sem eru á ferð erlendis að huga að einstaklingsbundnum sýkinga- vörnum. Þá ættu þeir Íslendingar sem koma hingað erlendis frá að huga vel að sínum sýkingavörnum. Sérstaklega ættu Íslendingar sem koma frá Bandaríkjum, Brasilíu, Svíþjóð, Indlandi og Rússlandi að hafa varann á. Sagði Þórólfur að of margir hefðu slakað á einstaklingsbundnum sýk- ingavörnum, og að slík hegðun væri afar stór áhættuþáttur fyrir út- breiðslu. Draga lærdóm af síðustu dögum  Gjald verður tekið fyrir sýnatöku frá 1. júlí, en verð lækkar úr 15.000 krónum niður í 9.000 kr  Mesta smithættan er frá Íslendingum sem koma erlendis frá  Veiruprófið aðeins 70% næmt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kórónuveiran Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar blaðamannafundinn. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bíður álengdar. 1 2 1 2 2 1 1 3 1 1 3 3 1 Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. Jákvæð sýni í landamæraskimun Smitandi Ekki smitandi Beðið eftir niðurstöðum 73.148 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 9.115 sýni180 manns eru í sóttkví Uppruni smita frá 15. júní, öll sýni Innanlands Erlendis Óþekktur 17 14 3 42 1.832 staðfest smit 9 eru með virkt smit Landamæraskimun LSH Heimild: covid.is Á þriðja hundrað manns eiga á hættu að geta ekki greitt at- kvæði í forsetakosningunum sem fram fara í dag þar sem þeir eru í sóttkví eftir samskipti við einstaklinga sem reyndust smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfesti Víðir Reyn- isson yfirlögregluþjónn á blaða- mannafundinum í dag. Hann sagði að leitað hefði verið allra leiða til að gera fólki í sóttkví kleift að kjósa, en vegna stutts fyrirvara væri kosning fyrir þessa aðila óframkvæmanleg. Sóttvarnir verða í hávegum hafðar í kjörklefum um land allt, en kjörfundur mun hefjast klukkan níu í dag. FORSETAKOSNINGAR Kjósa ekki vegna sóttkvíar Ferðaþjónustan í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp er lokuð vegna deilna um nýtingarrétt á heitu vatni fyrir reksturinn. Hótelstjórinn hefur ekki fengið svör við erindum sínum til stjórnenda Ísafjarðarbæjar vegna málsins og segir lokunina neyð- arúrræði til að fá áheyrn hjá bæj- aryfirvöldum. Núverandi eigendur mannvirkja gamla héraðsskólans í Reykjanesi reka þar gistihús, tjaldsvæði og sundlaug og hafa verið þar í tæp tuttugu ár. Hafa þeir notað heitt vatn eins og notað hafði verið fyrir sundlaugina og skólann frá því á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Orkustofnun veitti Ferðaþjónust- unni nýtingarleyfi á jarðhita en Orkubú Vestfjarða sem telur sig eiga hitaréttindin og Ísafjarðarbær sem á landið kærðu leyfisveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fengu henni hnekkt. Telja sig eiga nýtingarrétt „Við teljum okkur eiga nýting- arrétt samkvæmt kaupsamningi við ríkið og lóðarsamningi Ísafjarð- arbæjar en komumst ekki neitt,“ segir Jón Heiðar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar. Fyrirtækið sendi Ísafjarðarbæ bréf í nóvember á síðasta ári en hefur ekki fengið nein svör og stjórnendur bæj- arins heldur ekki svarað síma né tölvupósti. Hann segist með bréfinu hafa skýrt mál sitt og óskað eftir að stjórnendur bæjarins færu yfir mál- ið. Þetta hafi hann ítrekað með bréfi 1. júní með sama árangri. „Mér finnst erfitt að reka hér hót- el, tjaldsvæði og sundlaug í óþökk sveitarfélagsins. Það er tilgangs- laust að halda áfram uppbyggingu þegar réttindi sem við teljum okkur eiga fást ekki viðurkennd,“ segir Jón. Hótelinu var lokað í haust og hef- ur ekki verið opnað aftur af þessum ástæðum. Segir Jón að tilgangurinn sé að þvinga fram svör og viðurkenn- ingu á nýtingarrétti að heita vatninu. Þetta er að hans mati eina ráðið til að fá samtal um málefnið. helgi@mbl.is Deila um nýtingarréttinn  Reykjanes við Ísafjarðardjúp lokað til að fá áheyrn Reykjanes Ekki hefur verið opnað í vor vegna deilna um hitaréttindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.