Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 44
Arkitekt Steve mun fylgja gestum um Hafnarhús og segja frá byggingunni. Gestum Hafnarhúss gefst færi á leiðsögn um safnbygginguna í fylgd arkitekts á morgun, sunnudaginn 28. júní, kl. 14. Steve Christer, arki- tekt hjá Studio Granda, mun leiða gesti um króka og kima Hafn- arhússins í tengslum við sýninguna Hafnarhús – pakkhús hugmynda í miðborginni, sem er hluti af Hönn- unarMars 2020. Leiðsögnin hefst á sýningunni sjálfri í D-sal á 2. hæð. Saga Hafnarhússins verður í for- grunni og fjallað um umbreytingu hússins í listasafn. Leiðsögn arkitekts um Hafnarhús TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fever Dream er listamanns-nafn Vigdísar HowserHarðardóttur. Hennar varð fyrst vart sem hluta af Reykja- víkurdætragenginu en lag, „Reyndu bara“, kom svo út 2017 og plata einnig, Nom De Guerre. Hún er sjö laga á Spotify, en þar er einnig að finna stök lög (Fever Dream er einnig með SoundCloud- svæði). Baby Girl Vendetta kom svo út í maí síðastliðnum, en hún var unnin í Berlín, hvar Vigdís býr um þessar mundir. Ljóst er að sú yndislega borg er að styðja vel við okkar stúlku, maður finnur fyrir heilnæmri sköpunargleði á plötunni og Vig- dís nær að streyma frjáls- lyndinu og fram- sækninni sem leikur um borgina inn á hljóðrásirnar. Fever Dream er neðanjarðar- rappari samkvæmt skilgreining- unni og er ekki í ósvipuðum gír og Countess Malaise. Svona hryllings- dæmi í gangi og vel af hráleik- anum. Þær eru líka báðar að ýta á hugmyndir okkar um kvenleika og kynjahlutverk, toga þær og teygja og fá neytendur til að hugsa og sjá hlutina í nýju ljósi. Stíll þeirra er samt ólíkur, þá sérstaklega með tilliti til sjálfrar tónlistarinnar. Fagurfræði Fever Dream er ann- ars forvitnileg. Hún vísar að ein- hverju leyti í „pin-up“ list fimmta og sjötta áratugarins, hvar módel eins og Bettie Page fóru mikinn í sokkaböndum og ýjað var að þræla- og húsbóndaleikjum. Um- slagið á Baby Girl Vendetta er skýr vísun í þetta tímabil en einnig er nettur „voodoo“-blær yfir. Ég hugsa líka um „psychobilly“ eins og Cramps. Vigdísi tekst að sam- þætta þetta allt á sannfærandi hátt. Ímyndarsköpun Fever Dream (sjá Instagram) er líka einkar valdeflandi, hún er kynæsandi en hikar ekki við að vera með hár undir höndum um leið. Skemmti- legir bjúgverplar á lofti þarna og „sjokk“-takkinn í mikilli notkun. Er það vel. Tónlistin á Baby Girl Ven- detta er fjölsnærð og lögin af ýms- um toga. Fer stirðlega af stað reyndar, „Gang gang“ er flutt með rapptækni sem ég er ekki alveg viss um lengur (og Vigdís útskýrði fyrir mér að það væri viljandi asnalegt). Kraftmikil byrjun engu að síður. „Storage“, þar sem DEATXWISH kemur við sögu, er aftur á móti mjög flott. Svalt flæði og mikið „avant-garde“ skugga- dæmi í gangi. „Bouncing“ er enn betra, Vigdís syngur og melódían fín þó að lagið sé meira eins og skissa. Hvet hana til að vinna meira með svona hugmyndir í næstu umferð. „Back Then“ er ekki ósvipað, hæg og andvaka Lip Peep áhrif. „Don’t Call Me“ setur svo slaufu á plötuna á hressilegan hátt. Textinn þar er svakalegur, afar „líkamlegur“ svo ekki sé meira sagt. Jafnvægið er gott á plötunni, hráleiki í bland við popp- aðri smíðar. Vigdís veldur þessum mýkri þáttum vel og mögulega vísa þeir til framtíðar. En ég myndi hafa drulluna með líka. Nauðsynlegt. Eins og segir, gerjunin í þess- um efnum er mikil nú um stundir. Reykjavíkurdætur eða Daughters of Reykjavík gáfu út nýja plötu, Soft Spot, fyrir stuttu og var skellt á forsíðu The New York Times fyrir vikið. Þá er ekki langt síðan þær Cell7 og Countess Malaise voru í Osló vegna Norrænu tónlist- arverðlaunanna, þar sem þær voru tilnefndar fyrir Íslands hönd ásamt líka Hildi Guðnadóttur (sem var svo sæmd verðlaununum). Hefndin er sæt Ljósmynd/Berglaug Garðarsdóttir Töff Vigdís Howser Harðardóttir kallar ekki allt ömmu sína. » Fagurfræði FeverDream er forvitni- leg. Hún vísar að ein- hverju leyti í „pin-up“ list fimmta og sjötta áratugarins, hvar módel eins og Bettie Page fóru mikinn. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Dúettinn Fluga, sem er skipaður Hjörleifi Valssyni fiðluleikara og Björgvin Gísla- syni, gítar-, sítar- og píanóleikara, kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði, á morgun, sunnudag, klukkan 14. Þetta eru aðrir tónleikarnir í ár í tónleikaröð til styrktar kirkjunni en þetta er jafnframt annað árið sem lagt er upp með tónleika í Saurbæ með það að markmiði að viðhalda staðnum sem menningarstað. Allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar staðnum sem með tím- anum, eins og segir í tilkynningu, „mun vonandi verða aðdráttarafl fyrir landsmenn sem og erlenda ferðamenn“. Í kjölfar Covid-19-faraldursins varð að aflýsa nokkrum tónleik- unum sem voru fyrirhugaðir í vor og sumar. Þar sem tónlistarfólk og skemmtikraftar hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi undanfarna mánuði sóttu aðstandendur tón- leikaraðarinnar um styrk úr tón- listarsjóði mennta- og menningar- málaráðuneytisins og rennur hann alfarið til flytjenda. Efnisskrá dúettsins Flugu er sögð einkennast af fjölbreytni og má þar nefna verk eftir J.S. Bach, Jimi Hendrix, Thelonius Monk, Kurt Weill og fleiri, en þó sér- staklega eftir Björgvin. Hjörleifur býr nú og starfar í Noregi og hefur leikið víða í Evr- ópu. Björgvin er einn kunnasti gít- arleikari íslenskrar rokksögu og lék með hljómsveitum á borð við Pelican, Náttúru, Pops og fleirum. Dúettinn Fluga, Hjörleifur Valsson og Björgvin Gíslason, leikur í Saurbæ Björgvin Gíslason Hjörleifur Valsson Pólska tvíeykið Brokat Films heldur vídeó- listasýningu í Midpunkt í Kópa- vogi. Sýningin var opnuð 20. júní síðastliðinn og lýkur nú um helgina. Opið verður í dag, laugardaginn 27. júní, og á morgun, sunnudaginn 28. júní, milli klukkan 14 og 17. Á sýn- ingunni er að finna myndbandslist, innsetningu og lifandi gjörning í streymi þar sem glimmer, gervi- neglur og ýmislegt matarkyns kem- ur við sögu. Þetta er í fyrsta sinn sem Brokat Films heldur sýningu hér á landi. Sasa og Joasia eru pólskar lista- konur sem urðu stafræna veflista- tvíeykið Brokat Films árið 2016. Joasia býr í Reykjavík en Sasa býr í Lodz, Póllandi, og eru þær því al- vanar fjarskiptum af því tagi sem ýmsir hafa nýtt sér í kófinu. Þær hafa gert vídeólist tengda þeirri bylgju sem farið hefur um net- heima undanfarin ár og snýst um gera hlutina sjálfur (e. ’DIY’). Stafrænt Úr einu verka Brokat Films. Pólsk myndbands- list í Midpunkt Myndlistarkonan Gunnella opnar sýningu í Galleríinu, Skólavörðu- stíg 20, í dag, laugardaginn 27. júní, milli kl. 14 til 18. Í tilefni af sumar- sólstöðum mun hún sýna ný mál- verk. Þau eru af svipuðum toga og fyrri verk hennar. Innblástur sækir hún í íslenskt landslag, bæi, hús og mannlíf og er myndefnið ýmist úr þekktu umhverfi eða skáldað. Ýmislegt fleira verður um að vera í Galleríinu dagana 24.-28. júní. Þar verða verk eftir fjöl- breyttan hóp listamanna til sýnis. Gunnella sýnir ný málverk í Galleríinu Málverk Gunnella sækir myndefni í íslenskt landslag og mannlíf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.