Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Björn Bjarnason vék að dóm-aravali í grein sinni í Morg- unblaðinu í gær. Þar nefnir hann að dómaraskipti við þýska stjórn- lagadómstólinn séu talin geta haft áhrif á dóma hans og segir: „Sú skýr- ing að niðurstöður þýska stjórnlaga- dómstólsins ráðist af afstöðu ein- stakra dómara til ESB minnir á að dómararnir eru valdir af þýska sambandsþinginu í Berlín. Ekki er farið í launkofa með hvaða stjórnmálaflokkur til- nefnir þá. Að baki valinu eru lýð- ræðisleg sjónarmið sem talið er eðlilegt að endurspeglist innan réttarins sem fjallar um pólitísk álitamál eins og Hæstiréttur Ís- lands gerir þegar lagt er mat á hvort lög standist stjórnarskrána eða ekki.“    Þá bendir hann á að þýskirþingmenn séu „ekki bundnir af neinu Excel-skjali þegar þeir velja menn í æðsta dómstól lands síns. Nú liggur fyrir MDE í Strass- borg að ákvarða hvort svo sé um íslenska þingmenn.“    Þetta er gagnlegt innlegg í þáundarlegu umræðu sem oft spinnst hér á landi þegar dómarar eru skipaðir.    Raunar einskorðast undarlegumræða alls ekki við skipan dómara, heldur á við um býsna mörg embætti sem þarf að fylla hjá hinu opinbera.    Hér eru það iðulega nafnlausirembættismenn með vafasamt Excel-skjal að vopni sem ráða því í raun hver hreppir hnossið hverju sinni. Það er ekki lýðræðisleg málsmeðferð. Oft er hún ekki heldur vönduð. Björn Bjarnason Hvað segir MDE um þýsku dómarana? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Mallorca línan komin í sýningasal Embætti ríkislögmanns hefur neitað beiðni blaðamanns Morgunblaðsins um að fá uppgefnar þær fjárhæðir miskabóta sem samið var um við tvo menn í svonefndu LÖKE-máli. Var óskað eftir upplýsingunum á grund- velli upplýsingalaga. Fram kemur í svari lögmanns hjá embættinu að aflað hafi verið afstöðu bótaþeganna, sem hafi óskað því eft- ir að bótafjárhæðirnar færu leynt, eins og það er orðað. „Embættið lítur á miskabætur sem svo nátengdar persónu einstak- lings að upplýsingar um fjárhæð þeirra verði ekki veittar gegn vilja þess sem í hlut á, sbr. 9. gr. upplýs- ingalaga nr. 140/2012. Þessu til stuðnings vísast til þess að í dómum í málum er varða miskabætur á grundvelli 246. gr. sml. eru nöfn bó- takrefjenda almennt ekki birt,“ segir enn fremur í svarinu. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu fékk Gunnar Scheving Thorsteinsson, varðstjóri hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, ásamt félaga sínum greiddar miska- bætur frá ríkinu fyrir ólögmæta handtöku, húsleit og aðrar þvingun- araðgerðir sem þeir máttu þola árið 2015, þegar þeir voru handteknir í fyrrnefndu LÖKE-máli. Voru þeir teknir vegna gruns um að Gunnar hefði flett upp nöfnum kvenna í innra kerfi lögreglunnar, er nefnist LÖKE, á árunum 2007-2013, og deilt þeim upplýsingum til lög- manns og starfsmanns símafyrir- tækis. Síðar var fallið frá ákæru á hendur þeim. Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna, samdi við ríkislögmann um miskabæturnar en vildi ekki gefa upp fjárhæðirnar. Morgunblaðið mun bera neitun ríkislögmanns undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Bætur í LÖKE-máli ekki gefnar upp  Ríkislögmaður neitar beiðni Morgunblaðsins um upphæð miskabóta Norræn nefnd leggur til að Norður- landaráð þrýsti á að breytingar á klukku á milli sumar- og vetrartíma verði afnumdar og að tekið verði upp sama tímabelti alls staðar á Norður- löndunum. Norræna hagvaxtar- og þróunar- nefndin leggur þetta til og ríkis- stjórnir Norðurlanda beðnar um að standa saman í afstöðu sinni til þess hvaða tímabelti Norðurlönd skuli til- heyra. Enginn Íslendingur situr í nefndinni, miðað við upplýsingar sem fram koma á vef Norðurlanda- ráðs. Klukkan stöðvuð í ESB Umræða hefur um samræmingu klukkunnar hefur lengi verið í Evrópu. Fram kemur í fréttabréfi Norðurlandaráðs að Evrópuþingið hafi samþykkt að afnema klukku- breytingar á milli sumar- og vetr- artíma frá árinu 2021. Sú vinna hafi stöðvast og Króatía, sem fer nú með formennsku í Evrópusambandinu, hafi ekki viljað setja málið í forgang. Þá sé ekki vitað hvað Þýskaland geri þegar það tekur við formennskunni í sumar. Pyry Niemi, formaður norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndarinnar, vill að norrænu löndin nýti tímann vel svo tímamismunur innan Norð- urlanda aukist ekki heldur hverfi. „Það skiptir máli fyrir norrænu löndin að hafa ekki tímamismun. Það væri því eðlilegt að Finnland, Svíþjóð, Noregur og Danmörk væru á sama tímabelti,“ segir hann og rifj- ar upp að klukkunni sé ekki breytt á Íslandi. Afnám þeirra annars staðar á Norðurlöndum myndi stuðla að aukinni samþættingu svæðisins. „Við viljum einfaldlega auðvelda íbú- um lífið.“ Ýmis ljón eru í veginum. Finnland er á sama tímabelti og Eystrasalts- ríkin og er mikilvægt fyrir Finna að halda því áfram vegna sögulegra tengsla milli landanna. helgi@mbl.is Tíminn verði sam- ræmdur í norðri Vakning Norræn nefnd vill samstilla allar klukkurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.