Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 22
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Síðdegis á fimmtudaginn und-irritaði umhverfis- og auð-lindaráðherra, GuðmundurIngi Guðbrandsson, friðlýs-
ingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár
ofan Garðabæjar. Var það gert í
gönguferð sem Ferðafélag Íslands
stóð fyrir í Búrfellsgjá og á Búrfell í
tilefni af friðlýsingunni.
Búrfellsgjá varð til í miklu eld-
gosi fyrir um átta þúsund árum í
litlum eldgíg, sem nefnist Búrfell. Í
eldgosinu flæddi hraun úr gígnum
niður á láglendið og út í sjó. Hraunin í
miðbæ Hafnarfjarðar, í Garðabæ og
Gálgahraun úti á Álftanesi eiga öll
uppruna sinn í Búrfelli og Búr-
fellsgjá.
Friðlýsing Búrfells og gjánna er
liður í stefnu umhverfis- og auðlind-
aráðherra um átak á þessu sviði. Var
það kynnt í ríkisstjórninni í júlí 2018.
Í stjórnarsáttmálanum er fjallað um
efnið og kemur þar fram að friðlýsa
skuli svæði í verndarflokki ramma-
áætlunar og svæði á eldri nátt-
úruverndaráætlunum. Enn fremur
segir þar að stofna skuli þjóðgarð á
miðhálendinu og beita friðlýsingum
sem stjórntæki á viðkvæmum svæð-
um sem eru undir álagi ferðamanna.
Í tengslum við átakið í friðlýs-
ingum var skipaður starfshópur sem
hefur það hlutverk að vinna að fram-
gangi málsins.
Fram kemur á vef Umhverfis-
stofnunar að um þessar mundir eru
sextán friðlýsingar í vinnslu eða
kynningu. Er ferlið í kringum þetta
byggt á ákvæðum náttúruverndar-
laga og reglum sem Umhverfis-
stofnun hefur sett. Þau svæði sem
vilji er til að friðlýsa og ekki eru á
framkvæmdaáætlun náttúruminja-
skrár eru kynnt sérstaklega.
Frekari friðlýsing Varmárósa
Næst á dagskrá er friðlýsing
Varmárósa. Voru þau áform kynnt á
vef Umhverfisstofnunar á fimmtu-
daginn. Samstarf er haft við Mos-
fellsbæ um málið.
Varmárósar voru fyrst friðlýstir
árið 1980. Þau áform sem nú eru
kynnt snúa m.a. að því að svæðið
verði stækkað og friðlýsingarskil-
málar endurskoðaðir með það að
markmiði að vernda náttúrulegt
ástand votlendis og séstakan gróður
sem á svæðinu er að finna, s.s. fitjasef
og búsvæði þess.
Á vef Umhverfisstofnunar segir
að verndargildi svæðisins felist einnig
í að fitjarnar séu sérstæðar að gróð-
urfari og mikilvægt vistkerfi fyrir
fugla. Fitjarnar séu forgangs-
vistgerð. „Svæðið er einnig hluti af
mikilvægu bú- og fæðusvæði fyrir
fugla sem er skilgreint sem al-
þjóðlega mikilvægt fyrir margæs og
sendling. Með stækkun svæðisins er
stuðlað að verndun líffræðilegrar fjöl-
breytni þar sem svæðið hefur bæði
hátt verndargildi vegna fágætra teg-
unda og vistgerða sem þar er að finna
og einnig sem hluti af stærra vistkerfi
til verndar fjölskrúðugu lífríki á sjó,
fjöru og landi.
Frekari friðlýsingar
Aðrar friðlýsingar sem eru á
dagskrá á næstunni samkvæmt upp-
lýsingum Umhverfisstofnunar eru
þessar: Drangar á Ströndum, Flatey
á Breiðafirði, Gerpissvæðið milli
Norðfjarðar og Reyðarfjarðar, Hey-
skálar, Hrafnabjörg og Unaós,
Látrabjarg, Látraströnd og Nátt-
faravíkur, Lundey í Kollafirði,
Reykjatorfan, Urriðakotshraun,
vatnasvið Hólmsár, vatnasvið Jökuls-
ár og Hvítár, vatnasvið Tungnaár,
votlendi við Fitjaá og stækkun þjóð-
garðsins við Snæfellsjökul.
Fjöldi staða og
svæða friðlýstur
Ljósmynd/Golli.
Búrfellsgjá Umhverfisráðherra við friðlýsinguna. Hópur fólks gekk um
svæðið undir leiðsögn Sveinbjörns Guðmundssonar jarðfræðings.
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
NiðurstaðaútboðsStrætó
vegna ferðaþjón-
ustu fatlaðs fólks
hefur vakið hörð
viðbrögð. Ákveðið
var að taka tilboði Hópbíla,
sem hljóðaði upp á 4,2 millj-
arða króna til fimm ára. Önnur
tilboð í verkefnið voru talin
ógild.
Keppinautar Hópbíla um
verkefnið halda því fram að
vísvitandi hafi verið sett skil-
yrði, sem aðeins Hópbílar gátu
uppfyllt.
Meðal skilyrða var að til-
boðsgjöfum væri skylt að hafa
á reiðum höndum 25 sér-
útbúnar hópbifreiðar sem upp-
fylltu tiltekna gæðastaðla. Inn-
kaupaskrifstofa Reykjavíkur-
borgar féllst ekki á óskir um
frest til að panta bifreiðar
vegna þess að framleiðsla lægi
niðri út af kórónuveirufaraldr-
inum.
Á mbl.is í gær er rætt við
Hallgrím Lárusson, fram-
kvæmdastjóra Snælands
Grímssonar, sem hyggst kæra
niðurstöðuna til úrskurðar-
nefndar útboðsmála. Fyrir-
tækið bauð í verkefnið og var
tilboðið metið ógilt. Hallgrímur
segir eðlilegt að kaupa bíla fyr-
ir svona útboð, en óeðlilegt að
krefjast þess að þeir séu til-
búnir áður en liggur fyrir hvort
fyrirtækið fái verkefnið.
Kveðst hann ekki sjá að nein
önnur ástæða hafi verið fyrir
því að tilboð hans
hafi verið ógilt en
að bílarnir hafi
ekki verið tilbúnir
á planinu. „Ég fer
ekki að panta 25
bíla upp á von og
óvon, það gerir það enginn,“
segir Hallgrímur í viðtalinu.
Haraldur Teitsson, formað-
ur félags hópferðaleyfishafa og
framkvæmdastjóri Teits Jón-
assonar, gagnrýnir fyrir-
komulagið einnig harkalega í
frétt mbl.is.
Margoft hafa komið upp
vandamál í kringum Ferða-
þjónustu fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu á undanförnum
árum. Fyrir fimm árum var
fyrirkomulagi þjónustunnar
breytt. Breytingarnar voru svo
illa skipulagðar að ekki stóð
steinn yfir steini í þjónustunni.
Í þokkabót var ekki hlustað á
viðvaranir þeirra, sem sáu að
stefndi í óefni. Síðan kom í ljós
að kostnaðurinn við þjón-
ustuna hafði tvöfaldast við
breytinguna.
Forsagan er þannig að ætla
mætti að sérstaklega væri
vandað til verka í útboði á þjón-
ustunni. Það hefði verið hægur
vandi að bjóða þjónustuna út
með það miklum fyrirvara að
fyrirtækið sem byði best hefði
tíma til að kaupa bíla og tæki
til að geta veitt hana með
sómasamlegum hætti í staðinn
fyrir að setja skilyrði sem virð-
ast sérsniðin og bjóða upp á
grunsemdir um fyrirgreiðslu.
Fyrirkomulag og
skilyrði útboða
þurfa að vera hafin
yfir vafa}
Ferðaþjónusta fatlaðra
Skynsemin ræð-ur ekki alltaf
för í umhverf-
ismálum og oft
virðist sýnd skipta
meira máli en
reynd. Sigríður
Ásthildur And-
ersen, þingmaður Sjálfstæð-
isflokks og fyrrverandi dóms-
málaráðherra, afhjúpar
sláandi dæmi um mótsagnir
aðgerða til að auka notkun
endurnýjanlegrar orku í grein
í Morgunblaðinu í gær.
Þar kemur fram að nú teljist
10% íslenska ökutækjaflotans
ganga fyrir raforku eða metani
að hluta til eða öllu leyti. Þar
með ætti Ísland að hafa náð
markmiði laga um að 5% orku-
gjafa í samgöngum skuli vera
endurnýjanleg og vera við það
að uppfylla reglugerð um að
draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda frá samgöngum og
vinnuvélum um 6%.
Reglur ESB kveða hins veg-
ar á um að miða við seljendur
orku á bíla. Því er ekki talið
með þegar stungið er í sam-
band, hvort sem
það er heima eða í
vinnunni. Þannig
að þó að Ísland
hafi í raun náð
settu marki telst
það ekki með.
Fyrir vikið þarf
Ísland að flytja inn lífeldsneyti
til íblöndunar í bensín og dísil-
olíu til að uppfylla evrópsku
reglurnar. Þetta hefur kostað
milljarða króna eins og Sigríð-
ur bendir á í greininni. Hún
rekur einnig umræðu um að
íblöndun pálmaolíu í eldsneyti
verði bönnuð vegna þess að nú
sé talið að íblöndunin hafi
„aukið losun gróðurhúsa-
lofttegunda, valdið stórkost-
legri loftmengun í Asíu, auk
þess að stuðla að eyðingu
regnskóga, ógna líffræðilegri
fjölbreytni og ýta undir vinnu-
þrælkun og illa meðferð á kon-
um og börnum“.
Þetta er vitaskuld ótækt
ástand og óverjandi. Svona
mótsagnakennd vinnubrögð
verða aðeins til að grafa undan
málstaðnum.
Vegna reglna telst
rafbílaflotinn ekki
með og flytja þarf
inn íblöndunarefni
fyrir milljarða}
Öfugsnúið kerfi
E
inu sinni kynntist ég fyrirtæki
þar sem agi var mikill, reglur
um snyrtilegan klæðaburð,
mætingar og viðveru strangar
og áhersla lögð á að starfsmenn
virtu verkferla og lykju verkefnum. Rekst-
urinn gekk ágætlega, en mér fannst reglurnar
allt of stífar fyrir minn smekk, nýkominn úr
akademísku frelsi þar sem menn máttu haga
sér eins og þeim sýndist. Ég spurði starfs-
mann hvort fólki fyndist ekki þrúgandi að
vinna við slíkar aðstæður. Svarið kom mér á
óvart.
„Nei“, sagði hann. „Við sjáum að reglurnar
gilda um alla, yfirmenn gera sömu kröfur til
sín og annarra. Hér eru engar prímadonnur,
engir séra Jónar.“ Þetta reyndist viðhorf
flestra starfsmanna. Þeim þótti vænt um
fyrirtækið sitt og það naut velgengni.
Líklega eru fáar atvinnugreinar sem fólk hefur meiri
skömm á en stjórnmál. Flestir Íslendingar eru sammála
um að Trump Bandaríkjaforseti sé einhver mesti kjáni
sem sest hefur á valdastól hin seinni ár. Bandaríkjamenn
eru þó ekki sama sinnis. Trump hélt að Finnland væri
hluti Rússlands, hann talar um konur með niðrandi hætti
og finnist að það sé „ágætisfólk“ í haturssamtökum.
Samt hefur fylgi hans aldrei farið niður fyrir 35% á kjör-
tímabilinu.
Víkur þá sögunni til Íslands þar sem aðeins 23% þjóð-
arinnar bera mikið traust til Alþingis. Ekki þarf að horfa
lengi á umræður frá Alþingi til þess að sjá að margir
þingmenn mættu taka þingfundi hátíðlegar. Ég er einn
þeirra sem telur að fólk eigi að klæða sig
sparilega í þingsal og sýna Alþingi þannig
virðingu. Verra er hve margar ræður eru illa
undirbúnar, ræðumenn tafsa og tuldra, end-
urtaka sig og rekur í vörðurnar. Sumir koma
aftur og aftur upp til þess að segja það sama
– eða ekkert. Aðrir koma í ræðustól til þess
að segja aulabrandara. Örfáir mæta helst
aldrei. Stöku eru dónalegir og orðljótir.
Af kynnum mínum tel ég að alþingismenn
séu upp til hópa heiðarlegt fólk, sem mætti
oftar vera sjálfu sér samkvæmt. Meginskýr-
ingin á vantrú fólks á þingmönnum er örugg-
lega sú að þeir eru sjálfum sér verstir. Erfitt
er að verjast brosi þegar VG-liðar tala með
vandlætingu um málþóf stjórnarandstöðu,
þingmenn sem árum saman töluðu mest en
sögðu minnst á löggjafarsamkomunni. Í þing-
sal á ekki að vera samkeppni í því hver getur hneykslast
mest, heldur vettvangur uppbyggilegra umræðna. En
engum dettur neitt uppbyggilegt í hug meðan Miðflokks-
menn mæra speki hver annars í þingsal eða á öðrum
vettvangi.
Meginvandi íslenskra stjórnmálamanna er þó hræðsl-
an við að ná niðurstöðu og klára mál. Þeir ýta mik-
ilvægum málum á undan sér: Markaðsgjald í sjávar-
útvegi, skynsamleg stjórnarskrá, jafn kosningaréttur,
stöðugur gjaldmiðill. Þingmönnum er ókleift að klára
þessi mál vegna þess að þau snerta jafnrétti og allra hag.
Ekki sérhagsmuni.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Virðing
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í kjölfar friðlýsingar Varmárósa
má búast við friðlýsingu Lund-
eyjar í Kollafirði og votlendisins
við Fitjaá. Lundey hefur hátt
verndargildi vegna stórrar sjó-
fuglabyggðar, en á eyjunni verpa
hátt í 10.000 lundapör. Sam-
kvæmt válista Náttúru-
fræðistofnunar er lundi flokkaður
sem tegund í bráðri hættu. Auk
þess er svæðið mikilvægt bú- og
varpsvæði fleiri mikilvægra
fuglategunda á válista s.s. ritu,
æður og teistu. Þá er í eynni að
finna sérstætt gróðurlendi en á
tveimur stöðum á svæðinu vaxa
blettir með gulstör sem blandast
við haugarfa. Eyjan er um 400 m
löng og 150 m breidd þar sem
hún er breiðust.Votlendið við
Fitjá er víðlent, samfellt og lítið
raskað og skiptast þar á mýrar og
flóar. Svæðið gegnir fjölbreyttu
hlutverki í vistkerfum og er með-
al annars mikilvægt búsvæði
plöntu- og fuglategunda.
Lundey og
við Fitjaá
FRIÐLÝSINGAR Í VÆNDUM