Morgunblaðið - 27.06.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.06.2020, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Brim-mót TaflfélagsReykjavíkur, sem haldiðvar um síðustu helgi og erhluti mótaraðar sem TR stendur fyrir, er fyrsta opinbera mótið sem haldið er hér á landi eftir að COVID-faraldurinn brast á. Þó að taflmennska á netinu hafi verið grimmt stunduð og sé góð dægra- stytting kemur ekkert í stað hefð- bundinnar taflmennsku. Því var þetta mótahald kærkomið. Hinn ungi TR-ingur Gauti Páll Jónsson bar hitann og þungann af fram- kvæmdinni en Brim, fyrir tilstilli Ægis Páls Friðbertssonar, styður mótaröðina. Hinn 17 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson sigraði, en það gekk á ýmsu. Fyrirkomulagið var þannig að fyrst voru tefldar fjórar atskákir og síðan þrjár kappskákir. Efstu menn urðu: 1. Vignir Vatnar Stefánsson 6 v. (af 7). 2.-3. Davíð Kjartansson og Guðmundur Kjartansson 5½ vinn- ing. 4.-8. Héðinn Steingrímsson, Lenka Ptacnikova, Jóhann Ragn- arsson, Alexander Oliver Mai og Elvar Már Sigurðsson 5 v. Kepp- endur voru 40 talsins. Þriðja mótið í syrpu Magnúsar Þar sem ekkert liggur enn fyrir um það hvenær hefðbundin skákmót geta hafist aftur úti í hinum stóra heimi verða skákunnendur að láta sér lynda baráttuna á netinu og þriðja mótið í syrpu þeirri sem kennd er við heimsmeistarann Magnús Carlsen, að þessu sinni kostað af vefsíðunni Chess.24 og heitir Chessable masters, er komið vel áleiðis þótt keppnisfyrir- komulagið virki flókið. Í vikunni var fyrst teflt í tveimur sex manna riðl- um þar sem barist var um fjögur sæti í úrslitakeppni sem hófst á fimmtudaginn. Átta skákmenn, Na- kamura, Nepomniachtchi, Caruana, Ding, Artemiev, Giri og Grischuk, auk Magnúsar, komust áfram og tefla með útsláttarfyrirkomulagi. Í fyrstu umferð mættust Magnús Carlsen og Fabiano Caruana. Það liggur fyrir að Norðmaðurinn er fremri í skákum með styttri um- hugsunartíma en keppnin saman- stendur af þremur þriggja skáka einvígjum. Magnús vann fyrstu hrinu 2½:½. Það var athyglisvert að fylgjast með fyrstu skák þeirra en Caruana reyndi þá að tefla áður sjaldséð afbrigði drottningarbragðs sem Magnús gerði sjálfur vinsælt í skákum með styttri umhugsunar- tíma. Magnús Carlsen – Fabiano Ca- ruana Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 a6 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Be6 7. e3 Rbd7 8. h3 Bd6 9. Bd3 c6 10. Bf4 Dc7 11. Bxd6 Dxd6 12. 0-0 0-0 13. Db3 Hab8 14. a4 Hfe8 Til greina kom að laga peðastöð- una með 14. … a5. 15. Da3 Dc7 Eftir drottningauppskipti fengi hvítur alltaf eitthvert smáspil á drottningarvæng. 16. Hfc1 Rb6 17. b4 Ha8 18. a5 Rc8 19. b5! „Minnihlutaárásin“ hefur oft reynst svarti þung í skauti í svip- uðum stöðum. 19. … axb5 20. Rxb5 Dd8 21. Rc3 Rd6 22. Db4 De7 23. a6 bxa6 24. Hxa6 Hxa6 25. Bxa6 Ha8 26. Bf1 Rc8 27. Db2 Rd7 28. Re2 Hb8 29. Dc3 Hb6 30. Da5 Dd6 31. Rf4 Re7 32. Rxe6 fxe6 33. Re5! Erfiður leikur fyrir svartan, sem á fullt í fangi með c6-veikleikann og hrókinn á b6. 33. … Hb8 34. Da7 Rxe5 35. dxe5 Dd8 36. Be2 Kh8 37. Bg4 Rg6 38. f4 Ha8 39. Dc5! Svartur tapar peði og eftirleik- urinn er auðveldur. 39. … De8 40. Dxc6 Dxc6 41. Hxc6 d4 42. exd4 Rxf4 43. g3 Rd3 44. Bxe6 Ha1 45. Kg2 g6 46. Bc4 Rb4 47. Hc8 Kg7 48. d5 - og Caruana gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Við þökkum þér lif- andi Guð fyrir náð þína og miskunn og fyrir að sleppa ekki hendinni af okkur, sama hvað. Veit okkur að fá að vera farvegir kærleika þíns, friðar, fyrirgefningar og fagnaðarerindis hver sem við erum, hvar sem við erum og hvert sem við förum. Í dag leyfi ég mér að biðja þig um að líta í náð þinni til þeirra fjöl- mörgu sem eru eðlilega í sárum eftir að hafa misst atvinnu sína á þessum fordæmalausu tímum. Vilt þú fylla þetta góða fólk von og veita því kjark og styrk, úthald og þolinmæði í krefjandi og jafnvel bara í mörgum tilfellum erfiðu að- stæðum. Veittu þeim og okkur öll- um þína óviðjafnanlegu áfallahjálp. Þú sem kannt að uppörva og láta okkur upplifa að við séum einhvers virði og að við höfum eitthvað al- veg sérstakt fram að færa hvert og eitt okkar. Gefðu að úr mætti rætast sem fyrst. Hjálpaðu okkur að missa ekki móðinn. Veit okkur bjartsýni, þolgæði og þrek og lát okkur skynja hvar raunveruleg verðmæti liggja og í hverju raunveruleg hamingja sé fólgin og hver þau gildi í lífinu séu sem skipta okkur mestu máli þegar allt kemur til alls. Hjálpaðu okkur að sitja ekki auðum höndum og leggja ekki árar í bát. Veit okkur hugrekki og auðg- aðu hugmyndaflæði okkar og skerptu á sköpunargleðinni. Skapaðu með okkur frjóan jarð- veg til nýsköpunar og tækifæra þar sem hvert og eitt okkar fær notið sín. Hjálpaðu okkur að finna leiðir og opnaðu okkur víðar og verkmiklar dyr og að nýta tækifærin sem best þegar þau gefast. Veittu okkur út- sjónarsemi og skapaðu með okkur frjóa hugsun og hjálpaðu okkur að eiga frumkvæði að góðum verkum. Hjálpaðu okkur að standa saman, lifa í núinu horfandi fram á veginn með reynslu fortíðarinnar í farangr- inum sem við getum nýtt okkur og lært af. Vilt þú leiða okkur til farsællar framtíðar. Hættu ekki að blessa Ísland eða heims- byggðina yfirleitt. Haltu áfram að anda á okkur kærleika þínum og friði svo við komumst af. Veittu stjórnvöldum áræði, kjark og þor til að snúa á ástandið með nýjum og ferskum hugsunarhætti svo hjólin geti tekið að snúast með einhverjum hætti á ný. Að komið verði þar sem þess gerist þörf til móts við einstaklinga, heimili og fyrirtæki svo fólk missi ekki mátt- inn, þrekið, þorið og áhugann til að halda áfram og láta gott af sér leiða. Hjálpaðu okkur einnig að minn- ast þess að jafnvel þótt himinn og jörð líði undir lok munu orð þín og fyrirheit aldrei undir lok líða og að ekkert skapað eða áunnið, engin þrenging eða böl né nokkurt hag- kerfi getur gert okkur viðskila við kærleika þinn og tilgang lífsins. Leyfðu okkur að njóta lífsins með þér frá degi til dags í ljósi eilífra fyrirheita þinna og leggja okkur þannig í þínar hendur í trausti þess að þú munir vel fyrir sjá. Þess bið ég í nafni frelsarans okkar, þíns einkasonar, Jesú Krists og taki þeir undir bæn mína sem áhuga hafa og treysta sér til. Með einlægri friðar- og kærleik- skveðju. – Lifi lífið! Bæn fyrir þeim sem misst hafa vinnunna Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Skapaðu með okkur frjóan jarðveg til ný- sköpunar og tækifæra. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Gissur Hallsson var af ætt Haukdæla, fæddur um 1125. Foreldrar hans voru hjónin Hallur Teitsson biskupsefni, en lést í Utrecht áður en varð að því, og Þuríður Þorgeirsdóttir. Þau bjuggu í Haukadal. Þorlákur Runólfsson biskup tók Gissur í fóstur en biskup dó í ársbyrjun 1133. Sneri Gissur þá aftur heim í Haukadal. Giss- ur sigldi ungur utan og varð fyrst stallari Sigurðar konungs í Noregi, en fór síðan til Rómar og víðar. Hann skrifaði um það ferðasögu þegar hann kom heim en sú bók hefur glatast. Gissur tók við búi föður síns í Haukadal og var lögsögumaður 1181-1200, sem var virðuleg- asta embætti landsins. Meðal þess sem Gissur kom í lög var að taka upp alinmál. Hann lét rita Hungurvöku, sögu fyrstu Skálholtsbiskupanna. Kona Gissurar var Álfheiður Þorvaldsdóttir. Afkomendur þeirra urðu margir af helstu höfðingjum landsins. Gissur var einbirni og því allir Hauk- dælir sem á eftir komu niðjar hans, auk þess sem hann var afi Kolbeins Tumasonar Ásbirn- ings. Hann átti líka börn með frillum sínum. Gissur dvaldi í Skálholti síð- ustu ár sín hjá Þorláki biskupi helga og var hægri hönd hans. Gissur lést 27. júní 1206. Merkir Íslendingar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gissur Hallsson Haukadalskirkja Gissur bjó í Haukadal en síðast í Skálholti. Morgunblaðið/TR Efstu menn Guðmundur Kjartansson og Vignir Vatnar þungt hugsi í ná- munda við brjóstmynd Friðriks Ólafssonar. Vignir Vatnar fyrsti sigurvegari í Brim-mótaröðinni Heiðarbraut 10, 245 Sandgerði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Fallegt 4 herbergja raðhús með bílskúr Opið hús sunndaginn 28. júní kl.14:15-15:00 Verð kr. 37.500.000 143,2 m2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.