Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Lengjudeild kvenna ÍA – Grótta ................................................ 1:1 Tindastóll – Keflavík................................ 1:1 Afturelding – Víkingur R ........................ 2:0 Augnablik – Völsungur..................... frestað Fjölnir – Haukar ...................................... 0:2 Staðan: Keflavík 2 1 1 0 5:1 4 Haukar 2 1 1 0 3:1 4 Tindastóll 2 1 1 0 3:1 4 Grótta 2 1 1 0 2:1 4 Afturelding 2 1 0 1 2:2 3 ÍA 2 0 2 0 2:2 2 Augnablik 1 0 1 0 1:1 1 Víkingur R. 2 0 1 1 1:3 1 Fjölnir 2 0 0 2 0:3 0 Völsungur 1 0 0 1 0:4 0 2. deild kvenna Hamar – Hamrarnir................................. 1:4 Fram – ÍR ................................................. 3:3 Staðan: Hamrarnir 2 2 0 0 6:2 6 ÍR 2 1 1 0 5:4 4 HK 1 1 0 0 3:0 3 FHL 1 1 0 0 5:3 3 Fram 2 0 1 1 6:8 1 Álftanes 0 0 0 0 0:0 0 Grindavík 1 0 0 1 1:2 0 Sindri 1 0 0 1 1:2 0 Hamar 2 0 0 2 1:7 0 Danmörk AGF – AaB................................................ 1:4  Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn með AGF. Staða efstu liða: Midtjylland 29 22 3 4 47:18 69 København 29 19 4 6 51:31 61 AGF 30 16 6 8 49:36 54 Nordsjælland 29 13 6 10 54:38 45 Brøndby 29 13 6 10 48:38 45 AaB 30 12 5 13 48:42 41 England B-deild: Brentford – WBA..................................... 1:0 Staða efstu liða: WBA 39 19 14 6 64:38 71 Leeds 38 21 8 9 56:32 71 Brentford 39 19 9 11 67:33 66 Fulham 38 18 10 10 52:40 64 Nottingham F. 38 16 13 9 49:39 61 Preston 38 16 9 13 51:46 57 Ítalía B-deild: Chievo – Spezia........................................ 1:3  Sveinn Aron Guðjohnsen var allan tím- ann á varamannabekk Spezia.  Þýskaland Fyrri úrslitaleikur: Alba Berlín – Ludwigsburg .............. 88:65  Martin Hermannsson lék í 22 mínútur með Alba, skoraði 14 stig, gaf sex stoðsend- ingar og tók tvö fráköst.  Seinni leikurinn fer fram á morgun. Spánn Úrslitakeppnin, B-riðill: Real Madrid – Zaragoza..................... 97:88  Tryggvi Snær Hlinason lék í 22 mínútur fyrir Zaragoza, skoraði sex stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.  Lokastaðan: Valencia 8, Real Madrid 6, San Pablo Burgos 6, Andorra 4, Gran Can- aria 4, Zaragoza 2. Valencia og Real Ma- drid í undanúrslit.   KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Samsung-völlur: Stjarnan – KA ............ S17 Norðurálsvöllur: ÍA – KR ................. S19.15 Kórinn: HK – Valur.............................. 19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Domusnovav.: Leiknir R. – Vestri......... S14 Grindavíkurv.: Grindavík – Þróttur R .. S14 Grenivíkurvöllur: Magni – Fram........... S16 Fagverksvöllur: Afturelding – ÍBV ...... S16 Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Keflavík..... S16 Fjarðabyggðarhöll: Leiknir F. – Þór .... S16 2. deild karla: Fjarðabyggðarhöll: Fjarðabyggð – ÍR L13 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Víðir............... L14 Jáverksvöllur: Selfoss – Njarðvík......... L14 Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – Kári....... L14 Vodafonev.: Völsungur – Haukar.......... L14 Framvöllur: Kórdrengir – Dalvík/Rey. L16 3. deild karla: Bessastaðavöllur: Álftanes – Sindri...... L14 Blue-völlur: Reynir S. – Augnablik....... L14 Fylkisvöllur: Elliði – Einherji ............... L14 Vilhjálmsvöllur: Höttur/Huginn – KV.. L14 Samsung-völlur: KFG – Ægir............... L16 Fjölnisv.: Vængir Júpíters – Tindastóll S14 2. deild kvenna: Grindavíkurvöllur: Grindavík – FHL... L14 Sindravellir: Sindri – Álftanes............... S14 Kórinn: HK – Hamrarnir ....................... S14 KRAFTLYFTINGAR Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram í Fagralundi í Kópavogi í dag og hefst klukkan 12. UM HELGINA! Það virðist fátt geta komið í veg fyr- ir að Martin Hermannsson og fé- lagar í Alba Berlín fagni þýska meistaratitlinum í körfuknattleik á sunnudaginn. Þeir mættu Ludwigs- burg í fyrri úrslitaleik liðanna í München í gærkvöldi og unnu sann- færandi stórsigur, 88:65. Úrslitakeppnin var öll færð til München og hefur verið spiluð þar síðan mótið hófst aftur eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Alba vann tvo stórsigra á Oldenburg í undan- úrslitum fyrr í vikunni og setti liðið þar tóninn fyrir úrslitaeinvígið sjálft sem hófst í gær. Martin átti sjálfur stórleik. Skor- aði 14 stig og var stigahæstur ásamt liðsfélaga sínum Rokas Giedraitis. Hann tók tvö fráköst, stal einum bolta og gaf sex stoðsendingar, fleiri en nokkur liðsfélagi. Alba-menn unnu fyrstu þrjá leikhlutana sann- færandi og, þótt þeir hafi gefið að- eins eftir undir lokin, eru í algjörri kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna á sunnudaginn. Þar mun vængbrotið lið Ludwigsburg þurfa að vinna upp 23 stiga mun en liðið lék í gær án tveggja stigahæstu leikmanna sinna yfir tímabilið. Alba er að leika til úrslita þriðja árið í röð en liðið tapaði gegn Bayern München í fyrri tvö skiptin. Martin er á sínu öðru tímabili með liðinu og mátti því þola tap í úrslitum í fyrra. Öruggur sigur í fyrri úrslitaleik  Martin stiga- og stoðsendingahæstur Ljósmynd/Euroleague Meistaraefni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru nálægt því að verða þýskir meistarar í körfubolta eftir stórsigur í fyrri leiknum í gær. Bikarmeistarar síðustu tveggja ára, Víkingur R. og Stjarnan mæt- ast í Fossvoginum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en dregið var í gær. Íslandsmeist- arar KR fá Fjölni í heimsókn, Valur tekur á móti ÍA og Breiðablik tekur á móti Gróttu í úrvalsdeildar ein- vígunum. Í hinum leikjunum mæt- ast lið úr fyrstu og efstu deild. Fram fær Fylki í heimsókn, HK tek- ur á móti Aftureldingu, Þór sækir FH heim í Hafnarfjörðinn og ÍBV fer norður og mætir KA. Leikið verður dagana 30. og 31. júlí. Víkingar mæta Stjörnunni Ljósmynd/Eyþór Árnason Bikarvörn Bikarmeistarar Víkings mæta Stjörnunni í 16-liða úrslitum. Karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika þrjá leiki á sjö dögum á Laug- ardalsvellinum í október en nýir leikdagar fyrir tvo leiki í Þjóðadeild UEFA voru staðfestir í gær. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn við Rúmena í undanúrslitum umspilsins fyrir EM færi fram 8. október. Í framhaldi af því hefur tveimur heimaleikjum í Þjóðadeildinni verið seinkað um tvo daga. Ísland mætir Danmörku 11. október og Belgíu 14. október. Á sama hátt verða þrír úti- leikir á sjö dögum í nóvember ef Ís- land vinnur Rúmeníu. Þrír heimaleikir á einni viku Morgunblaðið/Eggert Laugardalur Eden Hazard og fé- lagar frá Belgíu mæta í október. Fjórir leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeild- inni, í gærkvöldi. Haukar sóttu þrjú stig á Extra-völlinn í Grafarvoginum með 2:0-sigri á gestgjöfum Fjölnis, Afturelding vann 2:0-heimasigur á Víkingum frá Reykjavík og í hinum tveimur leikjunum varð niðurstaðan 1:1-jafntefli; hjá ÍA gegn Gróttu og Tindastól gegn Keflavík. Elín Klara Þorkelsdóttir kom Haukum yfir í Grafarvoginum og heimakonur skoruðu svo sjálfsmark. Haukar eru því með fjögur stig efir fyrstu tvær umferðirnar en Fjölnir er áfram án stiga. Kristín Þóra Birgisdóttir og Kaela Lee Dickerman gerðu mörk Aftur- eldingar sem einnig vann fyrsta sig- ur sumarsins í Mosfellsbæ. Tindastóll og Keflavík eru áfram ósigruð eftir tvo leiki en liðin unnu bæði í fyrstu umferðinni. Paula Wat- nick kom heimakonum yfir á Sauð- árkróki en Jacqueline Altschuld tryggði gestunum stig. Þá skildu ÍA og Grótta einnig jöfn á Akranesi. Rakel Lóa Brynjarsdóttir kom gest- unum yfir en Erla Karitas Jóhann- esdóttir jafnaði metin fyrir Skaga- konur seint í leiknum. Leik Augnabliks og Völsungs var frestað en hann átti að fara fram í gær- kvöldi. Haukar unnu í Grafarvoginum  Jafnt hjá Tindastóli og Keflavík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Extra-völlurinn Úr leik Fjölnis og Hauka í Grafarvogi í gærkvöldi. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Útskriftarveisla sem haldin var í Kópavogi um síðustu helgi þar sem margir leikmenn í úrvalsdeild kvenna í fótbolta voru viðstaddir gæti dregið talsverðan dilk á eftir sér. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var þar á meðal gesta leikmaður úr liði Breiðabliks sem hefur síðan greinst með smit af kór- ónuveirunni. Eins og áður hefur komið fram eru lið Breiðabliks og KR bæði komin í tveggja vikna sóttkví í kjölfarið á viðureign liðanna á Kópavogsvelli á þriðjudagskvöldið. Þegar hefur verið staðfest að tveir leikmenn úr liði Selfyssinga hafi ver- ið í veislunni og þær verða ekki með liðinu í næstu viku. Um er að ræða einn af lykilmönnum liðsins, ásamt leikmanni sem hefur ekki komið við sögu í fyrstu umferðum Íslands- mótsins. Þær missa af leik Selfoss og Stjörnunnar í Garðabæ á mið- vikudagskvöldið kemur. Samkvæmt heimildum er smit- rakning í gangi og gæti leitt til þess að leikmenn úr fleiri liðum í deildinni þyrftu að fara í sóttkví. KSÍ staðfesti í gær frestanir á fjórum leikjum í Pepsi Max-deild kvenna næstu tvær vikurnar vegna smits leikmanns Breiðabliks. Það eru leikir Þróttar og Breiðabliks sem fram átti að fara 30. júní, leikur KR og FH sem fram átti að fara 1. júlí og síðan tveir leikir úr fimmtu umferð sem áttu að fara fram 6. júlí, annarsvegar Breiðablik gegn Þór/ KA og hins vegar Selfoss gegn KR. Til viðbótar var frestað leik Augnabliks og Völsungs í 1. deild kvenna sem fram átti að fara í gær- kvöld en lið Augnabliks er að mestu skipað ungum leikmönnum úr Breiðabliki. Æfingu aflýst en ekki smit Selfyssingar aflýstu æfingu í gær þegar í ljós komu veikindi hjá einum leikmanna liðsins. Hún fór í skimun og liðið í sjálfskipaða sóttkví á með- an, en í gærkvöld var síðan staðfest að ekki hefði verið um kór- ónuveirusmit að ræða. Þá var um tíma í gær talið að hluti karlaliðs Breiðabliks þyrfti að fara í sóttkví vegna tengsla við kvennaliðið á einni æfingu. Eftir smitrakningu upplýsti Víðir Reynisson yfirlög- regluþjónn í gærkvöld að karlaliðið þyrfti ekki að fara í sóttkví. Hins vegar staðfesti for- ráðamaður Breiðabliks við 433.is í gærkvöld að einn leikmaður karla- liðsins þyrfti að fara í sóttkví. Sam- kvæmt því missir viðkomandi af leikjum Breiðabliks við Fjölni, KA og FH í Pepsi Max-deild karla. Smitaðir leikmenn í mörgum liðum?  Veisla gæti dregið dilk á eftir sér  Selfoss og karlalið Blika með leikmenn í sóttkví

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.