Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 59

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson Sýndmeð íslensku tali Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. 90% Variety Matthías Harðarson leikur á Klais- orgel Hallgrímskirkju á fjórðu tónleikum tónlistarhátíðarinnar Orgelsumars 2020 í hádeginu í dag, fimmtudag, kl. 12.30. Á efn- isskánni eru Prelúdía og fúga í a- moll eftir J.S. Bach, Suite du Deuxième Ton eftir Clérambault og Kóral nr. III eftir C. Franck. Matthías Harðarson hóf píanó- nám tíu ára gamall við Tónlistar- skólann í Vestmannaeyjum. Hann hefur lokið kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og hefur nú nýlokið kantorsprófi sem og BA-námi við Listaháskóla Ís- lands. Þar lærði hann orgelleik hjá Birni Steinari Sólbergssyni, kórstjórn hjá Magnúsi Ragnars- syni og litúrgískan orgelleik hjá Guðnýju Einarsdóttur, Eyþóri Inga Jónssyni og Láru Bryndísi Eggertsdóttur. Organistinn Matthías Harðarson. Matthías leikur á Klais-orgelið Lokahátíð list- hópa og Götu- leikhúss Hins Hússins fer fram í dag, fimmtu- dag. Verða list- hóparnir, sem eru 17 talsins, ásamt Götuleik- húsinu í mið- borginni frá Frakkastíg að Lækjartorgi milli kl. 16 og 18 með Vængjaslátt sem er lokasýning sumarsins. Er fólk hvatt í tilkynn- ingu til að „gera sér bæjarferð og eiga stefnumót við listgyðjuna“ en unga fólkið hefur unnið að verk- efnum sínum „hörðum en ham- ingjusömum höndum“. Lokahátíð listhópa og Götuleikhúss Frá sýningu Götu- leikhússins. » Hin árlega tónlistarhátíð Hjarta Hafn-arfjarðar hófst á þriðjudag og stendur fram á föstudagskvöld. Hljómsveitin Manna- korn reið á vaðið með tónleika í Bæjarbíói þá um kvöldið, fyrir fullu húsi, og var tónleik- unum jafnframt streymt í tjaldi á Mathiesen- torgi svo fleiri gætu notið. Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir leiddu Mannakorn, eins og þau hafa gert ára- tugum saman, og nutu tónleikagestir þess að heyra sveitina flytja mörg dáð dægurlög sem Magnús hefur samið og lifa með þjóðinni. Mannakorn lék í Bæjarbíói á hátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar Hljómsveitin Feðgarnir Stefán og Magnús Eiríksson leika á gítara, Pálmi Gunnarsson á bassa og syngur og Ellen Kristjánsdóttir syngur af list fyrir gesti. Aðdáendur Bæjarbíó var þétt skipað gestum sem margir hljóta að hafa hlýtt á sívinsælar dægurperlur Mannakorna í allt að fjóra áratugi. Hátíðargestir Meðan tónleikarnir fóru fram í Bæjarbíói söfnuðust hátíðar- gestir saman í tjaldi fyrir utan, hlýddu á tónlistina og spjölluðu. Forsprakkar Magnús Eiríksson, gítarleikari og lagahöfundur, og Pálmi Gunnarsson bassaleikari hafa leitt Mannkorn frá upphafi. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.